Morgunblaðið - 11.03.2022, Side 70

Morgunblaðið - 11.03.2022, Side 70
Til að komast sem léttast í gegnum unglings- árin þarf að vera hægt að hlusta á uppáhalds- tónlistina, spila uppáhaldsleikina og að vera með góðan snjallsíma sem virkar frá morgni til kvölds. Þeir sem eldri eru eiga oft í fullu fangi með að átta sig á hvaða græjur unga fólkið dreymir um enda breytist tæknin hratt og dellurnar koma og fara líkt og hendi sé veifað. Til að auðvelda gjafavalið eru hér nokkrar skotheldar gjafir sem munu ekki valda vonbrigðum á fermingardaginn. Fyrir fata- hönnuði framtíðarinnar Að gefa saumavél í fermingargjöf hljómar eins og árið sé 1985 og allir í heimasaumuðum fötum. Staðreyndin er hins vegar sú að föt sem hönnuð eru og saumuð heima eru það heitasta í dag. Unga kynslóðin sem vex úr grasi á næstu árum er líka töluvert meðvitaðri um umhverfismál heldur en eldri kynslóðir og það er fátt umhverfisvænna en að nýta vel út úr fötunum sínum. Þá er gott að eiga góða saumavél til að bæta það sem slitið er, búa til nýjar flíkur úr gömlum fötum, og aðlaga flíkur sem gjarnan eru keyptar notaðar á mörk- uðum. Vélarnar frá sænska merkinu Husqvarna standast svo sannarlega væntingar og hafa gert það síðan 1872. Hjá Pfaff er að finna vélar á breiðu verðbili, allt frá 59.900 til 650.000. Husqvarna Brilliance 75Q. Flott saumavél með 25 cm fríarmi. Hentar vel í bútasaum og fatasaum. Verð 239.900 kr. í Pfaff. 70 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2022 Fyrir græjuóða unglinginn Bose s1 hátalarinn er með raf- hlöðu og bluetooth. Hann marg- faldar allt hljóð og er fyrir þá sem vilja alvöru græju inn í herbergið. Hann kostar 109.900 krónur og fæst í verslun Origo. Sony 1000xm3 Blue- tooth hd-nc heyrnar- tólin svörtu ertu töff og góð. Fyrir alla þá sem vilja frið og ró, gæði og hljóð. Þau kosta 39.990 krónur og fást í Tölvuteki. Hressa fermingarbarnið sem hefur áhuga á að fylgjast með hreyfingunni sinni þarf að eiga Gamin Fenix 7s- snjallúrið sem er með marga hentuga eiginleika, svo sem þrekmæli og snertilausar greiðslur svo ekki sé talað um 24/7 heilsumælinn. Úrið kostar 119.995 krónur og fæst í Elko. Ljósmynd/Colourbox Sony SRSRA5000 þráð- lausi hátalarinn er fyrir fermingarbarnið sem vill hafa fínt í herberginu sínu. Hann er með Bluetooth og Wifi og kostar 89.990 krón- ur og fæst í verslun Origo. Nýjasta tæknin er alltaf vinsæl gjöf í ferming- arpakkann enda eru unglingar ákaflega spenntir fyrir nýjungum. Apple iPad 10.2 fæst í Heim- kaup og kostar 65.999 krón- ur. Ómissandi í pakka ferm- ingarbarnsins. Fermingarbarnið sem elskar að hlusta á góða tónlist hefur án efa gaman af því að fá Apple AirPods-heyrnartólin af þriðju kynslóðinni. Þau kosta 37.990 krónur og fást í Tölvuteki. Þeir sem vilja slá saman í tölvueign til framtíðar geta skoðað úrvalið af Apple iMac-borðtölvun- um. Þessi 24 tommu borðtölva í silfurlit kostar 249.990 krónur og fæst í Origo versluninni. veislur FYRIR ALVÖRU • 130 manns í sitjandi borðhaldi • 300 manns í standandi veislur • Fallegt útsýni, lyfta • Hljóðkerfi, myndvarpar og LED lýsing í lofti • Barir á báðum hæðum • Mögulegt að ganga út á verönd • Allar veitingar, matur og drykkir, frá veislueldhúsi Tunglsins Tunglið hefur í boði tvo bjarta og glæsilega veislusali á 3. og 4. hæð á Lækjargötunni. Af þriðju hæðinni er stórbrotið útsýni yfir miðbæ Reykjavíkur af veglegum svölum. Salirnir eru tilvaldir fyrir árshátíðir, brúðkaup, partí, afmælisveislur og fermingar en einnig fyrir fundi og ráðstefnur af ýmsu tagi. Lækjargata 2 • info@tunglidveitingar.is • Sími: 861 6046 • www.tunglidveitingar.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.