Morgunblaðið - 11.03.2022, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 11.03.2022, Blaðsíða 75
1. Hreinsaðu húðina kvölds og morgna! Það er mjög mikilvægt að hreinsa mengun og svita af húðinni til að koma í veg fyrir leiðinlegar bólur. Waso Shiku- lime Gel-To-Oil Cleanser frá Shiseido er fullkominn fyrir unga húð. Hreinsirinn er mildur og mjög auðveld- ur í notkun. Settu smá í lófann og nuddaðu yfir allt and- litið og skolaðu svo vel af með volgu vatni eða taktu hann bara með þér í sturtuna og hreinsaðu húðina í leiðinni. 2. Drekktu nóg af vatni! Það er ótrúlegt hvað þú getur gert mikið fyrir húðina og heilsuna með því að drekka nægilegt magn af vatni daglega. Stund- um þarf húðin örlitla aukahjálp þegar hún er orðin þurr og erfið eftir langan vetur. Re-Fresh Hydrating Beauty Mist frá My Clarins er raka- vatn sem má nota eitt og sér eða yfir farða. Raka- vatnið mýkir húðina og frískar upp á hana. 3. Raki og meiri raki! Góður raki skiptir öllu máli í góðri húðumhirðu. Það ættu allir að eiga gott rakakrem til að nota kvölds og morgna. Það virkar vel að nota krem eftir sturtu og ekki verra að hafa það líka í íþróttatöskunni og bera á sig eftir æfingar. Waso Shikulime frá Shiseido er dæmi um gott krem sem gefur góðan raka, gerir við yfirborð húðarinnar og kemur í veg fyrir húðvandamál. Þetta krem hentar vejulegri og þurri húð og styrkir varnir húðarinnar á aðeins tveimur vikum! 4. Varaþurrkur! Það eru því miður fáir sem þjást ekki af þurrum vörum á þessum tíma árs. Gott ráð við því er að bursta varirnar vel með tannbursta. Mikilvægt er að bera góðan varasalva á varirnar áður en þú burstar þær. Eight Hour Cream frá Elizabeth Arden er góður varasalvi en kremið má líka nota á þurrkbletti í húðinni, á kuldaexem og á naglaböndin eða jafnvel á sár. 5. Verndaðu húðina! Umhverfismengun og sólin geta haft mikil áhrif á útlit húðarinnar og valdið bólum og þurrki. Andlitskremin frá Nip+Fab sem innihalda SPF30 eru snilldarkrem sem vernda húðina allan daginn. Kremin eru með sólarvörn og vernda húðina gegn mengum úr umhverfinu og sólargeislum. Þau henta einnig vel undir farða! 6. Maskar geta verið vopn gegn alls konar húðvandamálum og gert mikið fyrir húðina á stuttum tíma. Mundu að nota þá ekki of oft og notaðu rétta maska fyrir þína húð. SOS-maskarnir frá Clarins eru auðveldir í notkun en SOS-línan inniheldur þrjá maska sem vinna á misjöfnum vandamálum. Þeir eiga það allir sameiginlegt að þurfa aðeins 10 mínútur til að ná fullri virkni svo þeir eru mjög hentugir fyrir þá sem vilja fljótlega en áhrifamikla meðferð. Því fyrr sem þú lærir að hugsa vel um húðina því betra og það á við um öll kyn. Fólk sem vill vera með fallega, hreina og ljómandi húð ætti að tileinka sér þessi góðu ráð frá Birki Má Hafberg förðunarmeistara. MartaMaríaWinkel Jónasdóttir | mm@mbl.is Sex skotheld húðráð fyrir ferm- ingarbörn og ættingja þeirra Getty Images/iStockphoto FÖSTUDAGUR 11. MARS 2022 MORGUNBLAÐIÐ 75 Skraut • Sérmerktar blöðrur • Photo booth Ferming framundan? Faxafeni 11 108 Reykjavík partybudin.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.