Morgunblaðið - 11.03.2022, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.03.2022, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2022 M ikael býr með fjölskyldu sinni í Innri- Njarðvík þar sem hann gengur í Akur- skóla. Hann er næstyngstur í fjögurra systkina hópi og eru þau Ásta Kristbjörg Bjarnadóttir og Hjalti Þór Þórólfsson því ekki að undirbúa fyrstu fermingu heimilisins. Ásta segir börnin tvö sem þegar eru fermd hafa fengið að ráða lita- þema í sínum veislum, en Mikael hafi ákveðið að taka þetta alla leið. „Hann var strax alveg ákveðinn í að velja Liverpool-þema, enda mikill stuðnings- maður liðsins og áhugamaður um fótbolta, en hann æfir sjálfur með 4. flokki í Njarðvík þar sem hann er mark- maður og stefnir hátt,“ segir Ásta og bætir því við að Mikael sé mikil félagsvera og sitji bæði í nemendaráði skólans og ungliðaráði Reykjanesbæjar. Veislan í sal Sálarrannsóknar- félagsins Veislan verður haldin í sal Sálar- rannsóknarfélags Suðurnesja þar sem boðið verður upp á ýmsa smá- rétti að ósk Mikaels. „Við verðum með alls konar smá- rétti sem honum þykja góðir, eins og kjúklingaspjót, vorrúllur, tarta- lettur, heita rétti og tertur. Ég mun að mestu sjá um veisluna sjálf með góðri og dyggri aðstoð fjölskyldu og vina, en mun þó kaupa eitthvað tilbúið svo við getum notið dagsins betur og verðum ekki á haus í undirbúningi. Við ákváðum að hafa veisluna degi fyrr og erum þá fyrst og fremst að hugsa til ættingja okkar sem eru að koma ut- an af landi og þurfa að keyra um langan veg,“ segir Ásta sem vonast til að sóttvarnaafléttingar nái fram að ganga og staðan bjóði upp á stóra veislu. Facebookhópar hjálplegir Ásta segir þau hjónin vera töluvert seinni í allri skipu- lagningu í þetta skipti en í fyrri fermingum og helgist það helst af ástandi faraldursins. „Undirbúningurinn hefur tekið nokkurn tíma þar sem við höfum spáð og spekúlerað hvernig best sé að græja og gera hlutina. Mér finnst gaman að skoða og fá hugmyndir og ég get alveg gleymt mér við það í tölvunni eða símanum. Ég hef nýtt mér facebooksíðurnar Fermingarund- irbúningur og hugmyndir og Fermingarvörur og þjónusta. Á þeim er að finna allt milli himins og jarðar, fullt af flottum hugmyndum og svo er fólk bæði jákvætt að svara spurningum og dug- legt að deila myndum, sem hjálpar helling við hugmyndasköpun. Á þessum síðum er svo einnig verið að selja og gefa skraut og hefur það sennilega hjálpað mörgum. Þá virðist töluvert um að fólk sé að selja fermingarfatnað, sem oft er aðeins notaður í örfá skipti. Ég ætla að kaupa föt á Mikael sem hann getur vonandi notað eftir ferminguna. Ég hef verið dugleg að skoða netsíður ým- issa fyrirtækja og verslana og það er svo þægilegt hve auðvelt er bæði að skoða og versla á netinu,“ segir Ásta. Mikael er ákveðinn ungur maður sem veit hvað hann vill. „Ég hef alltaf ætlað að fermast á svona venjubund- inn hátt og skoðaði ekki aðra möguleika. Ég er kristinn „Fullkomið tæki- færi til að halda Liverpool-veislu“ Mikael Hjaltason fermist frá Njarðvíkurkirkju sunnudaginn 20. mars. Liver- pool-þema verður í veislunni enda æfir fermingardrengurinn knattspyrnu og er gallharður stuðningsmaður rauða hersins. Kristborg Bóel Steindórsdóttir | boel76@gmail.com Hann var bara nokk- urra mánaða þegar hann var kominn í bún- ing frá félaginu. Í veislunni verður að sjálfsögðu Liverpool-þema. Hér er Mikael á leik Liverpool ásamt fjöl- skyldu sinni. Mig langar helst að ferm- ast í Liver- pool-búningi, ég á rauðar Liverpool- buxur, en ég fæ nú senni- lega ekki leyfi fyrir því Mikael segir að ferm- ingarfræðslan hafi verið skemmtileg. 5 SJÁ SÍÐU 28 Er ferming framundan? Sparaðu kostnað og hannaðu þína eigin vöru á samskipti.is Erummeðmikið úrval af vörum fyrir ferminguna Ferming 1. apríl Síðumúla 1 108 Reykjavík 580 7800 sala@samskipti.is samskipti.is 20% AFSLÁTTUR mbl2022 AFSLÁTTAR KÓÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.