Morgunblaðið - 11.03.2022, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.03.2022, Blaðsíða 16
Sigríður Guðmundsdóttir, flugfreyja hjá Icelandair, er í mestu slökun að undirbúa fermingu einkasonar síns, hans Kára Þórs Schram, sem fermist 3. apr- íl næstkomandi. Þessi hressu mæðgin, sem búa í Vesturbænum, ætla að halda glæsilega veislu og hafa eilítið af veitingum sem minna á Frakkland en saman bjuggu þau í París um árabil og líkaði vel. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is K ári Þór Schram er nýorð- inn fjórtán ára. Hann er í Hagaskóla og mun fermast í Neskirkju og hefur því fermingarfræðslan verið í næsta nágrenni við skólann. „Ég er búinn að vera að ganga til prestsins í vetur og fara í nokkr- ar messur með for- eldrum mínum. Svo er líka skemmtilegt að afi Gummi fermdist í Nes- kirkju hinn 3. apríl árið 1960 og ætlar hann að gefa mér sálmabókina sína. Veislan verður svo haldin heima hjá ömmu Ingu og afa Gumma. Þar verður bara mitt nánasta skyldfólk í móður- og föðurætt.“ Langar í pening og tölvu í fermingargjöf Kára langar að geta notið fermingardagsins og að upplifunin verði skemmtileg fyrir hann og aðra. Um fermingargjafirnar er Kári snöggur til svars: „Mig langar mest í peninga og tölvu í ferminargjöf.“ Kári er opinn og skemmtilegur strákur sem á ekki í nokkrum erfiðleikum með að koma fram og tala. „Ég ætla að halda smá ræðu. Bjóða fólkið mitt velkomið í veisluna og segja gjörið svo vel.“ Það sem Kári er hvað ánægðastur með er að kórónuveiran sé á undanhaldi og hann geti boðið öllum í fjöl- skyldunni í veisluna. „Þá þarf ég ekkert að velja á milli fólks. Það sem við erum að gera núna er að ákveða veitingarnar sem við ætlum að vera með. Uppáhaldið mitt er sushi. Aðallega eru það þó mamma og amma sem eru að ákveða með veitingarnar.“ Fermingarfræðslan öðruvísi en hann hélt Hvernig fannst þér fermingarfræðslan? „Mér fannst hún bara skemmtileg. Þetta var allt öðruvísi en ég hélt fyrst. Við fórum til dæmis í spurn- ingakeppni milli fermingarbarna og foreldra þar sem við krakkarnir unnum fullorðna fólkið. Ég hlakka til að fermast og veit að þetta á eftir að vera skemmtilegur dagur.“ „Ég hlakka til að fermast“ Kári Þór Schram fermist í Neskirkju 3. apríl. Afi hans fermdist í sömu kirkju 3. apríl 1960. Kári Þór Schram er skemmtilegur og hress strákur sem fermist 3. apríl næstkomandi í Neskirkju. Hann segir ferminguna skemmtilegt ferli sem hafi komið sér töluvert á óvart. 16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2022 S igríður segir tímann í aðdraganda fermingarinnar hafa verið einstaklega skemmtilegan, enda er Kári hress strákur sem er forvitinn um lífið og tilveruna. „Það er búið að vera mjög gaman að fylgja Kára eftir í fermingarundirbúningnum. Hann er áhugasamur og dug- legur að spyrja og ákvað sjálfur að fermast í kirkju og þá er alls konar sem fylgir því sem hefur verið gaman að taka þátt í. Fermingarveislan hans verður haldin heima hjá foreldrum mínum en eftir nokkur símtöl í leit að sal var bara tekin sú ákvörðun að hafa veisluna heima.“ Sigríður er bjartsýn á að rýmið í foreldrahúsum verði fínt. „Með tilfærslu á nokkrum húsgögnum verður til pláss fyrir veisluborðið og nóg pláss fyrir fjölskyldu og vini. Það er einstaklega heimilislegt og kósí hjá foreldrum mínum. Við erum frekar míni- malísk og þetta fyrirkomulag hentar okkur því vel. Við erum heppin að Kári eigi ömmu og afa sem geta boðið heim til sín.“ Verða bæði með heimatilbúnar veitingar og aðkeyptar Hvað með fatnað? „Kári fær ný fermingarföt sem hann valdi sjálfur. Ætli ég verði ekki að kaupa mér eitthvað smart í tilefni dagsins.“ Hvað með veitingar? „Þær verða bæði heimatilbúnar og aðkeyptar. Svo verður að sjálfsögðu fermingarkaka. Það verður alltaf að vera ein svoleiðis í boði. Mágur minn, Einar Ólafur, tekur svo fallegar myndir að ég er búin að panta hann í myndatökuna.“ Sigríður og Kári bjuggu um skeið í Frakklandi, nánar tiltekið í París. „Frakkland skipar stóran sess í hjarta okkar. Bonjour og merci eru orð sem við notum daglega heima við. Frakkar skála í kampavíni en við ætlum ekki að hafa áfengi í veislunni heldur verða franskar makkarónur, sem eru svo glæsilegar á borði.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigríður segir það hafa verið einstaklega gaman að fylgja Kára eftir í fermingarferlinu. Hann fermist í Neskirkju. Það verður boðið upp á franskar makkarónur í ferm- ingunni hans Kára. Ætla að bjóða upp á franskarmakkarónur Fermist þú ham-borgaralega? 25 borgarar á hverjum bakka! 7 gómsætar tegundir í boði! JÓI EIGANDI 13 ÁRA. „Ég hefði verið ögn svalari ef við hefðum boðið uppá smáborgara í fermingunni minni.“ www.fabrikkan.is 5 75 75 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.