Morgunblaðið - 11.03.2022, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2022
O
ddný Friðriksdóttir er fædd og uppalin í
Vestmannaeyjum en býr nú alsæl með
manni sínum Guðmundi Ragnari Ólafssyni
í Hafnarfirði.
Dóttir hennar og Jóhanns Inga Guð-
mundssonar, fermingarbarnið Ragnheiður Jenný Jó-
hannsdóttir, fermdist þann 10. apríl í Ástjarnarkirkju í
Hafnarfirði og er þriðja barnið þeirra sem fermist í
sömu kirkjunni.
„Ragnheiður Jenný fermdist á tíma þar sem mikil
óvissa var í samfélaginu varðandi samkomutakmarkanir.
Það var því óljóst hvort eða hvenær fermingin myndi
fara fram og nánast ómögulegt að skipuleggja ferming-
arveislu. Við ákváðum því í samráði við fermingarstúlk-
una að bíða og sjá framvindu mála og festa því ekki dag-
setningu fyrir veisluna með miklum fyrirvara. Það varð
svo úr að ekki var hægt að halda fermingarveislu en at-
höfninni var haldið til streitu með ólíkara sniði en venju-
lega. Í staðinn fyrir að fermast í stórum hóp eins og
gengur og gerist, þá voru margar smærri athafnir
haldnar sama daginn til að virða fjöldatakmarkanir. Því
var fámennt í kirkjunni en góðmennt.“
Fermdist í kirkjunni þar sem allir þekktust
Fermingardagurinn var yndislegur í alla staði að mati
Oddnýjar.
„Veðrið lék við okkur, það var sól og blíða sem hafði
áhrif á okkur, svo við upplifðum daginn með eins konar
sól í hjarta.
Undirbúningurinn var nokkuð hefðbundinn þrátt fyrir
óhefðbundna fermingu vegna kórónuveirunnar. Við
byrjuðum daginn á því að fara til Rakelar Ársælsdóttur
á Hárgreiðslustofuna Flóka í Hafnarfirði og sá hún um
að greiða Ragnheiði Jennýju eða Heiðu eins og við köll-
um hana. Þess ber að geta að hún Rakel er góð vinkona
mín og mamma bestu vinkonu Heiðu sem var einmitt að
fara að fermast þennan sama dag. Það var því notaleg
stemning á hárgreiðslustofunni, þar sem allir voru af-
slappaðir og fullir tilhlökkunar.“
Það sem gerði sjálfa athöfnina mjög sérstaka og eft-
irminnilega er að vegna kórónuveirunnar þá voru ein-
Ljósmyndir/Hulda Margrét
Ragnheiður Jenný fermdist ásamt tveimur bestu vinkonum sínum þann
10. apríl í fyrra. Ennþá á eftir að halda veisluna.
„Við höfum því
alltaf kallað
kirkjuna
Heiðukirkju“
Oddný Friðriksdóttir ökukennari er ekkert að stressa sig þó hún
hafi gert þrjár tilraunir til að halda veislu fyrir dóttur sína,
fermingarbarnið Ragnheiði Jennýju Jóhannsdóttur.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Ragnheiður Jenný
er frábær fim-
leikastelpa sem
sýndi listir sýnar í
fermingarmynda-
tökunni í fyrra.
5 SJÁ SÍÐU 24
Eyravegi 29 • Selfossi • Sími 482 1800
dömufatnaður
Glæsilegur
Tökum á móti
hópum í heimsókn.
Erum farnar að
bóka fyrir sumarið.
tiskuverslun.is
Vefverslun