Morgunblaðið - 11.03.2022, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 11.03.2022, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2022 O ddný Friðriksdóttir er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum en býr nú alsæl með manni sínum Guðmundi Ragnari Ólafssyni í Hafnarfirði. Dóttir hennar og Jóhanns Inga Guð- mundssonar, fermingarbarnið Ragnheiður Jenný Jó- hannsdóttir, fermdist þann 10. apríl í Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði og er þriðja barnið þeirra sem fermist í sömu kirkjunni. „Ragnheiður Jenný fermdist á tíma þar sem mikil óvissa var í samfélaginu varðandi samkomutakmarkanir. Það var því óljóst hvort eða hvenær fermingin myndi fara fram og nánast ómögulegt að skipuleggja ferming- arveislu. Við ákváðum því í samráði við fermingarstúlk- una að bíða og sjá framvindu mála og festa því ekki dag- setningu fyrir veisluna með miklum fyrirvara. Það varð svo úr að ekki var hægt að halda fermingarveislu en at- höfninni var haldið til streitu með ólíkara sniði en venju- lega. Í staðinn fyrir að fermast í stórum hóp eins og gengur og gerist, þá voru margar smærri athafnir haldnar sama daginn til að virða fjöldatakmarkanir. Því var fámennt í kirkjunni en góðmennt.“ Fermdist í kirkjunni þar sem allir þekktust Fermingardagurinn var yndislegur í alla staði að mati Oddnýjar. „Veðrið lék við okkur, það var sól og blíða sem hafði áhrif á okkur, svo við upplifðum daginn með eins konar sól í hjarta. Undirbúningurinn var nokkuð hefðbundinn þrátt fyrir óhefðbundna fermingu vegna kórónuveirunnar. Við byrjuðum daginn á því að fara til Rakelar Ársælsdóttur á Hárgreiðslustofuna Flóka í Hafnarfirði og sá hún um að greiða Ragnheiði Jennýju eða Heiðu eins og við köll- um hana. Þess ber að geta að hún Rakel er góð vinkona mín og mamma bestu vinkonu Heiðu sem var einmitt að fara að fermast þennan sama dag. Það var því notaleg stemning á hárgreiðslustofunni, þar sem allir voru af- slappaðir og fullir tilhlökkunar.“ Það sem gerði sjálfa athöfnina mjög sérstaka og eft- irminnilega er að vegna kórónuveirunnar þá voru ein- Ljósmyndir/Hulda Margrét Ragnheiður Jenný fermdist ásamt tveimur bestu vinkonum sínum þann 10. apríl í fyrra. Ennþá á eftir að halda veisluna. „Við höfum því alltaf kallað kirkjuna Heiðukirkju“ Oddný Friðriksdóttir ökukennari er ekkert að stressa sig þó hún hafi gert þrjár tilraunir til að halda veislu fyrir dóttur sína, fermingarbarnið Ragnheiði Jennýju Jóhannsdóttur. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Ragnheiður Jenný er frábær fim- leikastelpa sem sýndi listir sýnar í fermingarmynda- tökunni í fyrra. 5 SJÁ SÍÐU 24 Eyravegi 29 • Selfossi • Sími 482 1800 dömufatnaður Glæsilegur Tökum á móti hópum í heimsókn. Erum farnar að bóka fyrir sumarið. tiskuverslun.is Vefverslun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.