Morgunblaðið - 11.03.2022, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 11.03.2022, Blaðsíða 74
Prófaðu þig áfram og taktu gamla hefðbundna kökuuppskrift og settu í skúffu og sjáðu hvað gerist. Gott er að hafa nokkrar tegundir og raða svo saman á fallegan hátt á veisluborðið. Sörur sem bakaðar eru í skúffu eru líka mjög sniðugar því það er svo fljótlegt að baka þær í ofnskúffu, láta botninn kólna þegar hann er bakaður, búa til kremið og setja ofan á og loks setja súkkulaðið yfir. Þegar þetta er allt klárt er kakan skorin niður í litla bita og sett í box í frysti. Baby Ruth-skúffukaka 8 eggjahvítur 4 dl sykur 4 dl púðursykur 1 tsk. lyftiduft 1 tsk. vanilludropar 5 dl salthnetur, smátt saxaðar 40 stk. ritz-kex, mulið smátt Stillið ofninn á 180°C. Stífþeytið eggjahvítur og syk- ur saman. Bætið því næst salt- hnetum, ritz-kexi, lyftidufti og van- illudropum varlega saman við með sleif. Setjið bökunarpappír á ofnskúffu og dreifið vel úr deginu svo það sé jafnþykkt. Bakið í um það bil 30 mínútur og kælið. Á meðan kakan er í ofninum er kremið búið til. Krem 8 eggjarauður 150 g flórsykur 100 g smjör 200 g suðusúkkulaði Þeytið eggjarauður og flórsykur vel sam- an, þar til það er ljóst og létt. Bræðið smjör og súkkulaði saman við vægan hita yfir vatnsbaði. Hellið súkkulaðiblöndunni varlega út í eggja- hræruna og blandið varlega saman. Þegar botninn er orðinn kaldur er kremið sett yfir og fallegt er að skreyta með salthnetum og kannski einhverju litríku kökuskrauti. Kælið kökuna með kreminu áður en hún er skorin í bita og raðað í box og sett í frysti. Veisluhillur í hvern bílskúr Páfuglar heimsins elska að halda veislur og ef þú ert einn slíkur eða býrð með einum gæti verið sniðugt að koma sér upp „veisluhillu“ í bílskúrnum eða uppi í efri skáp. Það er að segja ef þú sérð fram á að halda nokkrar veisl- andi blóm í. Í gegnum tíðina hef- ur Páfuglinn oft keypt efni í IKEA og notað sem dúka á veisluborð. Oft þarf bara að falda kantana og strauja svo allt verði upp á 10. Eitt sinn keypti Páfuglinn litlar „kókflöskur“ í hlutafélagi við uppáhaldsfrænku sína sem er líka Páfugl. Þessar „kókflöskur“ rúma eins og eitt skot af skriðdrekaolíu eða ávaxtasafa fyrir þá sem eru á snúrunni. Það er ekki mælt með áfengisneyslu í fermingarveislum en það getur verið gott að eiga svona flöskur þegar fullorðnir hittast. Þegar kemur að því að skreyta veisluborðið finnst Páfuglinum alltaf fallegt að hafa veit- ingar á nokkrum hæðum. Hægt er að kaupa pappadiska á hæðum í verslunum eins og Partýbúðinni eða Allt í köku. Slíkir diskar geta gert veisluborðið svolítið skemmtilegt en svo er líka hægt að kaupa sérstakt lím og líma fæt- ur undir diska úr IKEA. Oft getur líka verið fallegt að setja speglaflísar á borð og raða veit- ingum á það því þá verður veisluborðið eins og hjá Kardashian-systrunum sem búa í Holly- wood. Hver þráir það ekki? Þegar fólk er búið að ákveða litaþema og borðbúnað getur verið stemning í því að kaupa sleikipinna, hlaup, kókósbollur, hraunbita, lakkrís, sykurpúða eða bara það sem fólki dettur í hug til þess að skreyta borðið með. Ef fólk er með ákveðið litaþema þá er um að gera að taka matarlitinn aðeins lengra með því að lita veitingarnar. Það er auðvelt að nota bleikt súkkulaði í staðinn fyrir brúnt. Hægt er að kaupa bleikt súkkulaði úti í búð eða kaupa hvítt súkkulaði og lita það með matarlit yfir vatnsbaði. Fólk þarf þó að hafa í huga að lit- urinn getur orðið aðeins daufari þegar súkku- laðið kólnar. Hin klassíska súkkulaðikaka með karamellu og súkkulaði verður til dæmis miklu skemmtilegri ef hún kemst í annan lit en brún- an. Það er þó betra að hægra heilahvelið fram- kvæmi þetta því vinstra heilahvelið væri enn þá að velta fyrir sér hvað færu nákvæmlega margir dropar af matarlit út í súkkulaðið og kakan hefði því ekki verið bökuð. Ef þú ert að fara að ferma afkvæmi þitt þá skaltu hoppa út í næstu matvöruverslun, kaupa egg, matarlit og hvítt súkkulaði og bjóða fermingarbarninu í óvissuferð inn í eld- hús og sjá hvaða ævintýri bíða ykkar! Veislubakkarnir frá Flavor hitta í mark. Það sem er sniðugt er að það er hægt að skella þeim beint á borðið án þess að áferðin verði sjoppuleg. Settu matarlit út í marengs- deigið og bakaðu. Hér er verið að vinna með grænan matarlit og bleikan. Hér var notað hvítt súkkulaði á kökurnar sem var litað með matar- lit úr Allt í köku. Kökupinnar í allri sinni dýrð. ur í framtíðinni. Hver vill að lífið verði eins og samfelldur vinnudagur? Það gerist ef fólk staldrar ekki við á tímamótum og heldur upp á þau (og tekur mynd). Í þessari veisluhillu gætu verið glerglös á fæti, diskar og skraut sem má nota aftur og aftur. Páfuglinn kaupir reglulega skrautpinna til að skreyta kökur með en vask- ar þá upp eftir hverja veislu og geymir og not- ar ár eftir ár. Það getur líka verið gott að eiga nokkra vasa, krukkur eða flöskur sem hægt er að nota sem borðskraut með því að setja lif- Sleikipinnar eru æði. Þessir fást í Allt í köku. 74 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.