Morgunblaðið - 11.03.2022, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.03.2022, Blaðsíða 42
A nzhelika Dedukh er fædd og uppalin í Rússlandi en hún er með tvöfalt ríkisfang, bæði rússneskt og íslenskt. Hún er gift Þresti Gunnari Eiríks- syni og saman eiga þau þrjá drengi. Anzhelika er alin upp í litlu þorpi og útskrifaðist frá hagfræðiháskólanum í Rússlandi en byrjaði að gera kökur fyrir vini og fjölskylduna árið 2009. Áhuga sinn á bakstri og matreiðslu al- mennt séð getur hún rakið til barnæsku sinnar. „Mamma kenndi mér að elda. Vegna erfiðs lífs foreldra minna leiddi ég heimilishaldið alveg frá 10 ára aldri. Einu sinni kom vinkona mömmu í heimsókn til okkar, ég var þá 7 ára að aldri, hún var konditor og vann í bakaríi við að skreyta kökur. Mamma bað hana að sýna mér einfalda skreytingu og notaði hún þá gelatín og púð- ursykur og bjó til steinsykurmassa sem hægt er að vinna með, á meðan hann er heitur. Hann harðnar mjög fljótt en hún bjó til einföld blóm sem voru falleg og óvenjuleg í minning- unni. Ég man hvað mér þótti sérstaklega áhugavert að borða þessi blóm. Ég held að þetta hafi verið upphaf konfekt- ferðalagsins sem ég er enn þá í.“ Vakti á nóttunni til að fræðast um kökugerð Áhugi hennar á köku- gerð er svo mikill að hún á auðvelt með að gleyma stund og stað. „Ég hafði svo mikinn áhuga á kökugerð að ég gat setið vakandi allar nætur að leita að upplýs- ingum um skreytingar. Ég sökkti mér algjör- lega inn í þennan ljúfa heim. Á þessum tíma var ekkert til sölu fyrir kökuskreytingar. Sjálf gerði ég form og afsteypur af fígúrum úr gelatíni og sterkju. Ég notaði hvaða ráð sem hugsast gat, til að gera mót. Ekki varð allt eins og ég vildi en ég lærði þetta sjálf og las allt sem ég komst í sem fjallaði um kökugerð.“ Anzhelika lagði í vana sinn að gefa nágrönnum sínum kökurnar sem hún var að prófa sig áfram í að gera. Hún rifjar upp þennan tíma með bros á vör. „Nágrannar mínir fengu endalaust af bakk- elsi frá mér. Það er gaman að hugsa til baka og rifja upp hvað ég dreifði miklu til þeirra. Þeir voru að sjálfsögðu undrandi á þessu uppátæki mínu en ég er þakklát fyrir þá og þennan tíma í mínu lífi.“ Gleymir stað og stund þegar hún bakar Anzhelika segir allt annað upp á teningnum núna þegar kemur að úrvali á hráefnum, form- um og litarefnum til kökugerðar, svo ekki sé tal- að um allar upplýsingar sem fáanlegar eru á net- inu um viðfangsefnið. „Kökur fyrir mér eru fyrst og fremst list- sköpun. Ég elska virkilega flóknar skreytingar þar sem þú þarft að hugsa um og leita að lausn.“ Ef marka má Anzheliku er ekki síður mikilvægt að huga að kökunum eftir að þær hafa verið bakaðar. „Kökurnar mínar eru „börnin mín“. Maðurinn minn hlær alltaf þegar ég fer með kökuna í ís- skápinn og segi: Sofðu ljúft. Ég elska það sem ég geri, þetta er eins konar andlegt áhugamál. Þeg- ar ég er spurð hvað það taki langan tíma að búa til eina köku, þá veit ég ekki hverju ég á að svara, því ég fylgist ekki með tímanum. Ég gleymi stund og stað og horfi ekki á klukkuna þegar ég er í eldunarferlinu. Mér finnst það kostur, því ég trúi að maður eigi að elska það sem maður gerir.“ Hvað getur þú sagt okkur um svart/hvítu Mikka Mús-kökuna sem þú bakar? „Þessi kaka var bara sjálfsprottin hugmynd sem kom til mín óvænt eitt kvöldið heima hjá mér. Ég elska svokallaðar blekkingarmyndir, þar sem línurnar ganga ekki upp og blekkja hug- ann. Ég var í þessum röndótta svart/hvíta kjól á venjulegu kvöldi heima eftir matinn og hugsaði ósjálfrátt með mér hvort ekki væri gaman að prófa mig áfram með þetta mynstur í köku. Ég notaði uppáhaldspersónuna mína Mikka Mús sem grunn. Þessi kaka hefur ekki aðeins óvenju- lega skreytingu, heldur er sjálf húðunin á kök- unni öll gerð úr dökku súkkulaði, með svörtum matarlit og hvítu súkkulaði.“ Kökulistin stendur ekki í stað Anzhelika segir algengt að þeir sem eru að halda veislu panti köku í stíl við veisluna. „Fólk sendir oft myndir af servíettum og skreytingum til mín. Að mínu mati er kakan hluti af hátíðinni og áhugavert að hafa allt í veisl- unni í sama stíl ef það er hægt.“ Hvað er það nýjasta í þínum geira? „Konfektlistin stendur ekki í stað. Það eru margar mismunandi hugmyndir til að skreyta köku í gangi hverju sinni. Það er ákveðin tíska í matreiðslu eins og í öðru og svo einkennist hún einnig af árstíðum. Ég reyni að vera meðvituð um hvað er að gerast í mínum bransa og er enda- laust að læra eitthvað nýtt. Sem dæmi má nefna að í fyrra var töff oblátupappírsskreyting vin- sæl, súkkulaðiblettir og fersk blóm og ber á kök- um var vinsælt. Í ár er naumhyggja meira áber- andi en áður. Línur, rúmfræði og rifið mastík, sem og steypukökur og kökur með „vatni“ áber- andi.“ Mikilvægt að gera kökur sem henta öllum Anzheliku er umhugað um hvað hún notar í kökugerðina sína. Eftir þrjá mánuði tekur hún við diplómaskírteini í matvælatækni og næringarfræði. „Ég er með mjög ábyrga nálgun í því sem ég geri. Reynslan hefur kennt mér að það eru sífellt fleiri með ofnæmi og óþol þegar kemur að mat. Þess vegna vil ég gera eftirréttina mína ekki bara bragðgóða og fallega heldur einnig þannig að þeir henti hvaða hópi sem er. Ég geri líka til- raunir með hráefni og bý til skreytingar og sykurlausan massa úr algjörlega náttúrulegum hráefnum sem henta fólki með sykursýki. Ég geri glútein-, eggja- og mjólkurlausar kökur sem henta fólki með ofnæmi fyrir þessum vörum. Í framtíðinni vil ég leggja áherslu á eftirrétti sem innihalda lágmarksmagn af sykri. Fram- tíðin er að mínu mati hollir, bragðgóðir og auð- vitað fallegir eftirréttir. Í fyrra hóf ég að halda meistaranámskeið í að baka kökur og búa til skreytingar. Ég er spennt að halda áfram ferðalaginu mínu þegar kemur að kökugerð og held það sé alltaf tækifæri til að gera nýja hluti sem falla vel í kramið hjá almenningi.“ „Ég elska virkilega flóknar skreytingar“ Anzhelika Dedukh er menntaður konditor og gerir kökur sem minna meira á listaverk en eitthvað ann- að. Anzhelika gleymir stund og stað þegar hún bakar og mælir með fyrir alla að hafa skýra sýn þegar kemur að fermingarkökunni. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Kökur eru fyrst og fremst listsköpun. Hugmyndin að baki þessarar köku er Mikki Mús í bland við bolinn hennar Anzheliku sem sjá má á þessari mynd. Kökur þurfa að vera bragðgóðar en ekki síður þannig að allir geti borðað þær. Í dag er vinsælt að gera kökur úr lágmarks- magni af sykri. Eins er vinsælt að gera kök- ur sem eru úr náttúrulegum hráefnum. Anzhelika Dedukh er konditor sem býr til fal- legar kökur sem hún skreytir á sinn einstaka hátt. 42 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2022 YRSA sjálfvindu úr Sími 551 8588 • skartgripirogur.is Bankastræti 12, S: 551 4007 skartgripirogur.is Skipholti 3 – Sími 552 0775 – erna.is ERNA GULL- OG SILFURSMIÐJA umhverfisvæn fyrir unga fólkið, engin batterí Kringlunni og Smáralind Jörmundur 43.900,- Perla 37.500,- Ef það er eitthvað sem bæði börn og fullorðnir elska, þá er það ljúf- fengar kökur gerðar úr jarðar- berjum. Hefðbundin jarðarberja- kaka slær alltaf í gegn í veislum, þar sem valhnetur, haframjöl, döðl- ur og kókosolía er notuð í botninn og síðan er sett girnilegt osta- og jarðarberjakrem ofan á. Eins er vin- sælt að gera bleika jarðarberja- kókosköku svo ekki sé talað um það að setja jarðarberjakökuna í bollakökuform og raða þeim svo fallega upp á veisluborðið. Þeir sem vilja ganga lengra með jarðar- berja-þemað í veislunni geta sett jarðarberjadropa í marengsbotninn þegar pavlovan er bökuð. Hún lítur einstaklega fallega út með bleikum botni, hvítum rjóma og jarðar- berjum á toppnum. elinros@mbl.is Himneskar jarðarberjakökur í veisluna Litlar Pavlovur sem gerðar eru úr bleikum marengs eru sætar, sér í lagi þegar hvíti rjóminn er kominn ofan á þær og svo jarðarber til skreytinga. Ljósmyndir/Colourbox Jarðarberjabollakökur renna vanalega út í veislum. Kremið er þá gjarnan bleikt og svo er vinsælt að hafa kókos í ljósum botni kökunnar. Það gerir bollakökurnar ómótstæðilegar fyrir bæði börn og fullorðna. Jarðarberjakökur setja svip sinn á veisl- una. Þær eru bæði ómótstæðilega góð- ar og svo eru þær líka svo sætar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.