Morgunblaðið - 11.03.2022, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2022
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna
Netverslun á www.belladonna.is
Fæst í
netverslun
belladonna.is
Við eigum frábært úrval af flottum kjólum
sem passa við öll tækifæri
I
nga Reynisdóttir fasteignasali
hélt fallega veislu fyrir Söru Lind
dóttur þeirra Ólafs Tryggvasonar
akkúrat á þeim tíma þegar 50 manns
máttu koma saman í fyrra. Þau Inga og
Ólafur eiga marga góða vini og fjölskyldu,
svo það reyndist erfitt að halda gestunum
innan ákveðins fjölda, þótt það hafi tekist á
endanum. Þau eiga fjögur börn saman-
lagt, en Sara Lind fermdist 13. mars í
fyrra, og er yngsta barn þeirra hjóna
sem fermist. „Veislan var yndisleg í
fallegum sal í Áskirkju. Veðrið lék
við okkur og tókst allt vel þrátt
fyrir ástandið í fyrra. Við vorum
mjög heppin og náðum að halda
veisluna á milli strangra reglna.
Undirbúningurinn litaðist af
ástandinu, en við reyndum að gera
fermingardaginn eins gleðilegan og
eftirminnilegan fyrir dóttur okkar
og hægt var. Í raun fór mesti tíminn
í að finna rétta kjólinn og skó á Söru
Lind.“
Voru með ljósmyndirnar
tilbúnar fyrir veisluna
Ákveðið var að taka fermingarmyndirnar
áður en veislan var haldin til að minnka allt
stress á fermingardaginn sjálfan. „Ljós-
myndatakan var daginn sem hún fór í prufu-
greiðsluna sem gerð var á Solid hári.
Við rétt náðum smá glugga í
afléttingum þegar bjóða mátti
50 manns. Helgina á eftir var
hámark þeirra sem saman
máttu koma 20 manns þannig
að við rétt sluppum að því leyt-
inu til. Það var mjög erfitt að
velja og hafna hverjum átti að
bjóða. Ég útbjó excel-skjal með
nöfnum gestanna. Þeir sem
voru búnir að fá kórónuveiruna
töldust ekki með í gestafjöld-
anum, það sama var upp á ten-
ingnum með börn undir tólf
ára aldri. Þetta var flókið en
svo þess virði að leggja aðeins
tíma í boðslistann,“ segir Inga.
Fermingarbarnið hafði
ákveðnar skoðanir á veislunni.
„Sara Lind vildi hafa salinn í fallegum fjólu-
bláum lit í bland við silfraðan, sem kom mjög
vel út að mínu mati. Ég er hrifin af því að
hafa hringborð í veislum því þá skapast svo
skemmtileg stemning þar sem fólk nær betur
að tala saman en ella.“
Afslappað umhverfi í myndatökunni
Inga er alltaf glæsileg til fara og gerði
sitthvað fyrir sig fyrir fermingu dóttur sinn-
ar. Meðal annars fékk hún sér nýtt pils, nýja
eyrnalokka og svo lét hún setja huggulegar
strípur í hárið. Var ekki mikil stemning í
ljósmyndatökunni? „Jú, en mamman kveið
held ég mest fyrir henni! Sem betur fer vor-
um við með frábæran ljósmyndara, hana
Kristínu Þorgeirsdóttur hjá Krissý Ljós-
myndastúdíói, sem gerði myndatökuna svo
skemmtilega og frjálslega. Öllum leið vel hjá
henni en fermingarbarnið vildi hafa okkur öll
með sér í myndatökunni. Vegna þess var
mjög mikið stuð hjá okkur og eftir á að
hyggja er ég mjög svo þakklát fyrir mynd-
irnar. Ég get hiklaust mælt með Kristínu í
fermingarmyndatökuna.“
Gerðu alla uppáhaldsrétti
fermingarbarnsins
Hvernig veitingar voruð þið með í veisl-
unni? „Við bæði pöntuðum mat og gerðum
sjálf veislurétti, sem mér finnst góð blanda
fyrir þá sem vilja létta vinnuna í veislunni.
Sara Lind vildi hafa sushi, þannig að það var
að sjálfsögðu pantað. Pabbi hennar gerði
sína góðu rétti og svo gerði ég nokkrar kök-
ur sem Sara Lind heldur mikið upp á og bað
mig að gera fyrir sig.“ Inga telur nokkuð víst
að nú þegar fólk getur haldið stærri veislur
sé mikilvægt að hafa nóg af veitingum og að
gera ráð fyrir því að fólk sitji lengur en vani
er, til að tala saman. „Svo er alltaf gott að
hafa eitthvað skemmtilegt að gera. Ljós-
myndarinn hafði prentað út allar myndirnar
úr myndatökunni í venjulegri stærð og við
dreifðum þeim á borðin. Við það skapaðist
skemmtileg umræða og flakk á milli borða
þegar fólk var að skoða myndirnar. Svo
máttu gestirnir eiga þær myndir sem þeir
vildu,“ segir Inga.
Dóttir Ingu Reynisdóttur, Sara
Lind, fermdist í fyrra. Öll fjöl-
skyldan fór í myndatöku og var
ljósmyndum komið fyrir á
borðum veislugesta, sem
skapaði skemmtilega stemn-
ingu og ráp á milli borða.
Elínrós Líndal elinros@mbl.is
Ljósmyndir/Kristín Þorgeirsdóttir
Við vorummjög
heppin og náðum að
halda veisluna á
milli strangra
reglna. Undirbún-
ingurinn litaðist af
ástandinu, en við
reyndum að gera
fermingardaginn
eins gleðilegan og
eftirminnilegan
fyrir dóttur okkar
og hægt var.
Sara Lind vildi hafa alla fjölskylduna
með sér í ljósmyndatökunni. Á mynd-
inni eru þau Inga Reynisdóttir og Ólaf-
ur Tryggvason ásamt börnum sínum.
Dóttir Ingu Reynis-
dóttur, Sara Lind,
fermdist í fyrra.
Ljósmynd-
irnar sköpuðu
skemmtilega
stemningu