Morgunblaðið - 11.03.2022, Blaðsíða 36
Litlar pavlovur
slá alltaf í gegn í
veislum.
Litlir réttir vinsælir á veisluborðið
Hanna er á því að fallegt leirtau skipti máli á veislu-
borðið en sjálf velur hún leirtau sem er stílhreint og ein-
falt og tekur ekki athyglina frá kræsingunum. Hún er á
því að litlir réttir á veisluborðið séu viðeigandi nú sem
fyrr og mælir með smáum pavlovukökum í ferminguna
ásamt fleiri góðum réttum. „Pavlovur eru mjög hentugar
í veisluna þar sem auðvelt er að grípa eina og eina. Botn-
ana má gera nokkrum dögum áður og hægt er að und-
irbúa fyllinguna fyrr um daginn eða jafnvel daginn áður.
Þá á bara eftir að sprauta á hverja köku og skella einu
beri ofan á hverja þeirra.“ Hönnu finnst veisluhald al-
mennt skemmtilegt. „Yfirleitt er mesti hausverkurinn að
ákveða boðslistann en þegar hann er kominn þá er bara
gaman að spá í matinn og skipuleggja. Stundum finnst
mér undirbúningurinn ekki síður skemmtilegur og þá
sértaklega þegar fólkið í kringum okkur er boðið og búið
að aðstoða og vera með – það er góð samvera og gaman.“
Búin að halda fermingarveislur fyrir öll börnin
Hvað er sniðugt að bjóða upp á í veislum á þessu ári?
„Himneskar halloumibollur eru upplagðar fyrir þá sem
kjósa frekar grænmetisfæði. Þær má útbúa snemma
morguns og velgja síðan í ofninum rétt áður en þær eru
bornar fram. Eins get ég mælt með þristasörum, sem
eru alltaf mjög góðar og vinsælar. Þær geymast vel í
kæli eða frysti og því hægt að búa þær til mörgum dög-
um fyrr.
Barnvænn kjúklingaréttur er eins alltaf vinsæll. Hann
hefur fylgt mér í nær 30 ár og er í miklu uppáhaldi hjá
börnunum mínum. Þessi réttur var á borðum í ferming-
arveislunni hjá elstu dóttur minni. Rétturinn er ekki
bara barnvænn heldur er hann góður og ekki spillir fyrir
að hann má undirbúa daginn áður og þá á bara eftir að
setja hann í ofninn í 20 mínútur. Marineruð lambaspjót
eru alltaf vinsæl í veislum, þau eru grilluð fyrst og síðan
sett í marineringu. Þetta er hægt að gera fyrr um daginn
og láta síðan spjótin liggja í marineringu við stofuhita.
H
anna Þóra G. Thordarson, viðskiptafræð-
ingur og framhaldsskólakennari, er á því að
allir geti útbúið glæsilegar veislur og bakað
eitthvað gott ef skipulagið er í lagi fyrir
veisluna. Hún útbjó sjálf fermingarveislur
allra barnanna sinna fjögurra sem hún gerði eftir smekk
hvers og eins. Hanna hefur náð að tengja mataráhuga
sinn vinnunni þar sem hún rekur Gallerí Hólshraun og
vinnustofu í Hafnafirði. Eitt af því sem vanalega slær í
gegn hjá Hönnu eru bleiku bragðgóðu prinsessukökurnar
hennar en það er fleira sem hún kann að gera alveg ein-
staklega vel. „Þegar ég var lítil bjó ég með móður minni í
Svíþjóð en hún tileinkaði sér sænska matargerð. Margar
sænskar uppskriftir fylgdu okkur heim til Íslands og er
prinsessutertan ein af þeim. Börnin mín hafa alist upp
við þessa fallegu og góðu tertu og þeim finnst hún al-
gjörlega ómissandi á veisluborðið. Þegar ég baka prins-
essutertu sér Heba dóttir mín alltaf um að skreyta tert-
una enda er hún miklu betri í því en ég. Ég mæli með að
virkja börnin í eldhúsinu – það skilar sér seinna meir.“
Það má líka gera aðra útfærslu af þessum rétti og bjóða
upp á snittur með marineruðu lambinu og rauðbeðu-
pestói. Svo ekki sé minnst á kókosbollupavlovuna, sem er
falleg, þægileg og einföld. Botninn má búa til einum til
tveimur dögum áður en kakan er borin fram og þá á bara
eftir að þeyta rjómann og skreyta með berjum.“ Hvert
barna hennar hefur verið með séróskir um hvað ætti að
vera á boðstólum í fermingunni. „Við fjölskyldan höfum
alltaf gert allar veitingar sjálf nema þegar vinur okkar
bjó til sushi fyrir sushidrottninguna Örnu Sólrúnu. Mér
finnst skipta máli að hafa eitthvað matarkyns í veislu –
ég vil síður að veislugestir þurfi að spá í kvöldmatinn á
heimleiðinni – og þá er betra að hafa eitthvað ósætt á
boðstólum. Í dag eru meiri sérþarfir og þess vegna eru
kannski smáréttir góð útfærsla – bara svo allir finni eitt-
hvað við sitt hæfi.“
Gott skipulag grunnurinn að góðri veislu
Eru skreytingar mikilvægar og hverju mælir þú með
því tengt? „Hérna einu sinni var ég ekki mikið að spá í
skreytingar en sé nú betur og betur hvað það er stór
hluti af góðri veislu. Ég hef meira gaman af einföldu
skrauti. Ég hef geymt fallegar flöskur og nota þær til að
skreyta með blómum í hér og þar. Mér finnst fallegt að
nota lifandi blóm en í fermingarveislunum skreytti ég
veisluborðið með blómalengjum sem tengdamóðir mín
heklaði. Vinkona mín hefur svo alltaf séð um að búa til
kerti fyrir hvert og eitt barn.“ Ef það er eitthvað sem
Hanna kann betur en margur annar, þá er það kúnstin
við að skipuleggja sig í aðdraganda fermingar. „Þegar á
að halda veislu er mjög gott að vera skipulagður og eitt
af því sem ég lærði af móður minni, þegar hún var að
halda veislur eða að hjálpa mér í veisluhöldum, var
skipulag. Þá skrifaði hún allt niður og teiknaði upp
veisluborðið til að sjá hvernig þetta kæmi út. Þegar ex-
celinn kom til sögunnar var öllu haldið til haga þar. Sem
dæmi þá bý ég til aðgerðalista alveg viku fyrir veislu og
set þar inn allt sem á að gera á hverjum degi eins og til
dæmis innkaup og bakstur. Þá eru minni líkur á stressi
og að eitthvað gleymist. Mér finnst gaman að sjá að
Drífa elsta dóttir mín gerir þetta líka en á þeim bæ er
þegar búið að halda afmælisveislur og skírnarveislur fyr-
ir börnin tvö.
Mamma kenndi mér líka annað; þegar verið er að velta
fyrir sér hvað eigi að bjóða upp á í veislunum, þá er gott
að hafa fjölbreytileika og vera til dæmis ekki með marg-
ar tegundir af marenskökum. Frekar að bjóða upp á
ólíkar tegundir af kökum eins og eplapæ, súkkulaðiköku
og marensköku. Svo er líka gott að hafa í huga að velja
frekar rétti sem hægt er að útbúa nokkru áður eða dag-
inn áður en veislan er haldin. Þannig má forðast óþarfa
stress og hafa bara gaman af undirbúningnum.“
Prinsessu-
tertan er
ómissandi á
veisluborðið
Hanna Þóra G. Thordarson er mikil áhuga-
manneskja um matargerð. Hún hefur mikla hæfi-
leika á sviði baksturs og kann að gera alls konar
spennandi útfærslur af prinsessutertu. Þessi kaka
er einstaklega falleg og líka mjög bragðgóð.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Hanna er áhugamann-
eskja um matargerð. Hún
er á því að allir geti útbú-
ið glæsilegar veislur ef
skipulag er gott.
Himneskar halloumibollur eru
grænmetisbollur með hallou-
miosti og harissasósu.
Kókosbollu-
pavlovan er
girnileg en
einnig mjög
fersk með létt-
um rjóma,
jarðarberjum
og bláberjum.
Það getur verið nauðsynlegt
að bjóða upp á barnvænan
kjúklingarétt í veislum svo
gestirnir fari ekki svangir heim.
Þristakossar og þristasörur
eru fallegar smákökur sem
bragðast einstaklega vel.
Marineruð
lambaspjót eru tilvalin í
veisluna. Þau eru gerð
þannig að fyrst er lamba-
kjötið steikt og síðan er
það sett í marineringu.
Rauðbeðupestóið kemur
skemmtilega á
óvart.
5 SJÁ SÍÐU 38
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2022
Fermingartilboð
ÍSLENSK HÖNNUN