Morgunblaðið - 11.03.2022, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.03.2022, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2022 G uðrún Karls Helgudóttir prestur er í óða- önn að undirbúa messur helgarinnar, útfar- ir og skírnir næstu daga. „Svo vorum við að ljúka síðustu ferm- ingar-fræðslunni hjá okkur og vorum með tæplega 150 fermingarbörn hér um helgina og enduðum daginn á að borða pizzu saman. Hér eru tvær messur og sunnudagaskóli alla sunnudaga og yfirleitt eru nokkur börn skírð hverja helgi, ýmist í heimahúsi eða í kirkj- unni. Það er eiginlega full dagskrá í kirkjunni frá morgni til kvölds alla daga því fyrir utan athafnir er hér alls kyns hópastarf, opin hús, djúpslökun, kóræfingar, fyrirlestrar, barna- og unglingastarf og margt fleira.“ Fermingarfræðslan á að vera skemmtileg Fermingarfræðslan hefst í september ár hvert í kirkj- unni og er fram í mars. „Við hittum fermingarbörnin vikulega fram að jólum og förum auk þess í ferðalög í Vatnaskóg þar sem við gistum eina nótt. Eftir áramót eru þrjár fræðslu- samverur sem fara fram á laugardögum. Þar erum við með hópastarf með mismunandi þemum og svo fáum við gjarnan einhvern fyrirlesara í heimsókn sem getur frætt okkur um eitthvað áhugavert, svo sem samskipti, já- kvæða líkamsímynd eða eitthvað annað sem er gott fyrir unglinga og foreldra að fræðast um. Ein af þessum samverum er yfirleitt með foreldrum en það er gott að reyna að hitta for-eldrana líka í fræðslunni en ekki aðeins í helgi- haldinu.“ Hluti af fermingarfræðslunni er að börnin taki þátt í helgihaldinu. „Við gerum ráð fyrir því að þau mæti í ákveðið margar messur yfir veturinn og messur yfir veturinn og það eru foreldrarnir sem halda utan um það.“ Börnin fá lítið brot af kirkjunni með sér heim Eru margir að fermast og hvernig fara fermingarnar fram? „Í ár eru fermingarbörnin rúmlega 150. Við bjóðum upp á átta fermingar frá 3. til 14. mars og svo tvær sumarfermingar þann 18. júní. Eftir að hafa þurft að fresta fermingum fram á sumar síðastliðin tvö ár sáum við að það er fullt af fólki sem kýs frekar að láta ferma börnin sín að sumri ef það er í boði þannig að við ákváðum að bjóða upp á þann mögu- leika líka. Ég myndi lýsa fermingarathöfninni sem hátíðlegri og um leið skemmtilegri. Yfirbragðið er létt, skemmtilegir sálmar, fallegt ávarp til fermingarbarnanna og svo er fólk svo ánægt og þakklátt fyrir unglinginn sinn þenn- an dag. Það eru nefnilega ekki margir dagar sem eru tileinkaðir unglingnum á sama hátt og fermingardag- urinn. Á fermingardaginn játa fermingarbörnin að þau vilji ganga áfram á vegi Guðs og leyfa Guði að vera hluta af sínu lífi. En fermingardagurinn gengur líka út á að sýna fermingarbarninu hversu mikilvægt og dýrmætt það er í augum Guðs og í augum fólksins síns. Vissulega eru ekki allir unglingar jafn hrifnir af því að standa í sviðsljósinu en það er gott fyrir fjöl- skylduna að fá að sýna barninu hversu mikils virði það er þeirra augum. Fyrir hverja athöfn er ein æfing þar sem við reynum að undirbúa fermingarbörnin vel og ná úr þeim stressinu fyrir stóra daginn. Hér velja þau vers úr Biblíunni sem þau fara með í fermingunni og þau fá svo versið sitt með sér heim á litlu spjaldi með mynd af gluggabroti úr glugganum sem er svo einkennandi fyrir Grafarvogskirkju. Þannig fá þau lít- ið brot af kirkjunni með sér heim á fermingardaginn.“ Þótti fermingarfræðslan heldur leiðinleg Hvað getur þú sagt mér um þína eigin fermingu? „Ég fermdist á pálmasunnudag árið 1983 í Kópa- vogskirkju sem þá var eina kirkjan í Kópavogi. Frá athöfninni sjálfri man ég hvað helst mér þótti hún há- tíðleg og hvað ég var hrædd um að gera ekki allt rétt. Mér er einnig minnisstætt þegar við komum aftur í kirkjuna nokkrum dögum síðar í altarisgöngu, sem var haldin á öðrum degi en fermingin, og það var ekki síður hátíðlegt þó ekki værum við í kyrtlum í þeirri athöfn. Fermingarfræðslan þótti mér heldur leiðinleg og því var ég alltaf staðráðin að reyna að hafa fermingar- fræðsluna skemmtilega eða í það minnsta ánægjulega og ég vona að það hafi gengið þokkalega.“ Guðrún segir fermingarfræðsluna hafa breyst mikið síðan að hún var í fermingarfræðslu því nú er gengið út frá reynsluheimi fermingarbarnsins þar sem áhersla er lögð á upplifun, að ræða siðferðileg málefni og hvernig það er að vera ung manneskja í dag með þeim áskorunum sem þau standa frammi fyrir. „Þegar ég var í fermingarfræðslu var áherslan fyrst og fremst á að læra ýmislegt utan að.“ Guðrún fékk ýmislegt fallegt í fermingargjöf þó minnisstæðasta fermingargjöfin hafi án efa verið Bibl- ían sem hún fékk frá ömmu sinni. „Afi minn, sem var prestur, dó ekki löngu áður en ég fermdist og því var gjöfin aðeins frá ömmu minni prestsfrúnni. Þessi Biblía var frekar óvenjuleg því þetta var „ferða“-biblía. Hún var með rennilás og hægt var að loka henni þegar ekki var verið að nota hana. Ég viðurkenni fúslega að mér þótti þetta minnst spennandi fermingargjöfin og hún fór bara beint upp í hillu þar sem ég hélt að hún myndi standa og safna ryki það sem eftir væri. En það fór nú ekki svo, nú er þetta líklega mest lesna bók sem ég á. Rennilásinn er löngu ónýtur og það sést á bókinni að hún er mikið notuð. Þarna vissi hún amma mín og nafna hvað hún söng. Og oft er það nú þannig að við vitum ekki hvað lífið ber í skauti sér og það sem okkur þykir lítið til koma getur reynst vera það dýrmætasta af öllu. Í dag þykir mér gaman að leika mér að þeirri hugmynd að þessi ferðabiblía frá ömmu minni standi fyrir Guð í mínu lífi. Guð sem hefur reynst mér svo vel og verið svo dýrmætur hluti af lífi mínu þrátt fyrir að hlutverk Guðs, okkar samband og mín trú hafi breyst mikið á þessum árum.“ Hið góða sigrar að lokum Hvað getur Biblían kennt okkur um samskipti og frið á jörðu? „Biblían er bókin um samspil Guðs og manneskjunnar. Í Biblíunni er að finna ríkan frið- arboðskap og þá ekki síst í guðspjöllunum. En þar er líka fjöldinn allur af sögum um ófríð, stríð og ofbeldi enda hefur það því miður alltaf verið hluti af lífi og sögu manneskjunnar. Biblían eða Nýja testamenntið segir okkur þó fyrst og fremst að hið góða sigrar að lokum. Að þegar upp er staðið sigrar lífið dauðan og góðvildin illskuna. Hin sterku sigra ekki í öllum sögum Biblíunnar heldur eru það oft hin veiku sem sigra með visku sinni og góðvild og með því að gefast ekki upp. Upprisuboðskapur kristninnar gefur okkur þá von að við getum risið upp frá nánast hverju sem er og að líf- ið sé sterkara en dauðinn.“ Þótti ekkimikið til Biblíunnar koma fyrst Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur í Grafar- vogssókn fékk dásamlega fallega ferðabiblíu frá ömmu sinni í fermingargjöf. Í fyrstu setti hún bókina upp á hillu en svo með tímanum jókst áhugi hennar á boðskap biblíunnar, enda má í henni finna ýmislegt um lífið og tilveruna, bæði um stríð og frið en einnig hvernig ást og friður sigra alltaf að lokum. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is „Upprisuboðskapur kristninnar gefur okkur þá von að við getum risið upp frá nánast hverju sem er og að lífið sé sterkara en dauðinn,“ segir Guðrún Karls Helgudóttir prestur. Sjálf fékk hún fallega ferðabiblíu í fermingargjöf á sínum tíma sem hafði mikil áhrif á hana þegar hún fór að fá áhuga á trúmálum. Ég viðurkenni fúslega að mér þótti þetta minnst spennandi fermingargjöfin og hún fór bara beint upp í hillu þar sem ég hélt að húnmyndi standa og safna ryki það sem eftir væri. ERNA, Skipholti 3 – Sími 552 0775 – erna.is Silfurmunir og skartgripir síðan 1924 ERNA GULL- OG SILFURSMIÐJAFaber Islandicus ermahnappar 17.500 kr. Yggdrasil, hálsmen eftir Jörmund: 14.500 kr. Handsmíðuð íslensk armbönd í úrvali 45.000 til 145.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.