Morgunblaðið - 11.03.2022, Side 10
Fermingadrengurinn Tristan ásamt afa sín-
um, tónlistarmanninum Bjartmari Guðlaugs-
syni. Draumurinn hans var að fá Steinda Jr.
og Bjartmar til að taka lagið Týndu kynslóð-
ina saman.
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2022
morthens
Í dúnmjúku brauði
með beikoni, hvítlauks
grilluðum sveppum
og bernaise sósu til
hliðar.
Fabrikkusmá-
borgararnir
slá í gegn í
öllum veislum.
25 borgarar á
hverjum bakka!
7 gómsætar
tegundir í boði!
fer sla
WWW.FABRIKKAN.IS PANTANIR Í SÍMA575 7575
ÞÚ PANTAR - VIÐ GRILLUM - ÞÚ SÆKIR
-
Ferköntuð
mingarvei
E
lma Björk Bjartmarsdóttir, mark-
aðsfræðingur, er á skemmtilegum
stað í lífinu. Hún sagði nýverið upp
starfi sínu sem viðskiptastjóri hjá
Regin fasteignafélagi og er að leita
sér að markaðsstarfi við hæfi. Hún er gift Orra
Péturssyni og saman eiga þau þrjú börn, ferm-
ingardrenginn Tristan Mána sem er að verða
fimmtán ára, Söru Mist tíu ára og Styrmi Orra
átta ára. Fjölskyldan býr í Kópavogi ásamt
Birtu sem er fimm mánaða Coton de Tulear-
hvolpur.
Tristan var fermdur í Digraneskirkju 30. maí
í fyrra.
„Upphaflega átti hann að fermast 1. apríl en
vegna hertra samkomutakmarkana þá var þeim
fermingum frestað með mjög stuttum fyrirvara.
Við höfð-
um planað
að fara í Bláa
lónið þann dag
og svo út að borða um
kvöldið og geyma veisluna
fram á sumar. Þegar ákveðið var að klára þess-
ar fermingar 30. maí þá voru rýmri takmark-
anir svo við ákváðum að klára veisluna líka og
miða við þann fjölda sem mátti hafa, það var leið
sem við völdum því það hefði getað orðið mjög
langt í veisluna.“
Ómetanlegt að eiga fallegar myndir
Elma er á því að fermingarmyndirnar og ljós-
myndarinn sem tekur þær skipti miklu máli á
stóra degi barnsins.
„Það er ómetanlegt að eiga fal-
legar myndir af fermingarbarninu.
Hulda Margrét ljósmyndari tók mynd-
irnar fyrir okkur.
Hún hefur svo þægilega nærveru að henni
tókst að ná því besta fram hjá okkur öllum í fjöl-
skyldunni. Við fengum æðislega bók með mynd-
unum, sem er uppi í hillu og mikið skoðuð.“
Eins og sést á myndunum var Tristan í fal-
legum svörtum jakkafötum, hvítri skyrtu og
með svart bindi frá Gallerí 17.
„Draumurinn hans var svo að fá hvíta Nike
Air Force-skó með svörtu Nike-merki svo þeir
voru sérpantaðir að utan.“
Hvernig var veislan?
„Við héldum litla veislu sem passaði fyrir þær
samkomutakmarkanir sem voru í gildi á þessum
tíma. Við höfðum bara okkar nánustu fjöl-
skyldu, við hefðum viljað hafa fleira af fólkinu
okkar en aðstæður í þetta skiptið buðu ekki upp
á það. Aðdragandinn var stuttur svo það þurfti
að hafa hraðar hendur en allt gekk upp
hjá okkur og var fermingarbarnið al-
sælt með daginn.“
Eiginmaðurinn bakaði
fermingartertuna
Tristan hafði miklar skoðanir á því
hvernig mat hann vildi vera með og var
draumur hans að vera með smárétti.
„Við pöntuðum því æðislegt smá-
réttahlaðborð frá Múlakaffi, með öllum
uppáhaldsréttunum hans. Svo leigðum
við æðislega smáréttastanda eftir by-
Multi sem gerði svo ótrúlega mikið fyrir veislu-
borðið.
Orri maðurinn minn er sjómaður en lærður
bakari svo hann dustaði rykið af gömlum tökt-
um og töfraði fram æðislega Oreo-ferming-
artertu í anda Tristans sem var bæði falleg og
bragðgóð.
Hann bakaði svo líka uppáhaldstertur ferm-
ingarbarnsins svo við vorum einnig með köku-
hlaðborð sem innihélt meðal annars franska
súkkulaðiköku og marengstertu. Eftir það var
boðið upp á nammibar, með alls konar nammi
og poppi sem sló rækilega í gegn.“
Sjálf var Elma einstaklega glæsileg á ferm-
ingardag Tristans.
„Ég treysti alltaf á mína konu Andreu Magn-
úsdóttur og fór til hennar í AndreabyAndrea og
keypti mér æðislegan kjól sem hefur haft mikið
notagildi síðan. Ég var svo í ljósum skóm við og
leðurjakka sem ég keypti hjá Andreu.“
Fannst mjög gaman að fermast
Veislan var látlaus og falleg vegna aðstæðna í
samfélaginu í fyrra. Faðir Elmu er tónlistamað-
urinn Bjartmar Guðlaugsson og er því mikil
tónlist í fjölskyldunni og ef allt hefði verið eins
og vanalega, hefði fjölskyldan verið með áhuga-
verð tónlistar- og skemmtiatriði.
„Það var mjög gaman að fermast, í raun
miklu skemmtilegra en ég átti von á. Mér fannst
mjög gaman að fá alla gestina, sem mættu bara
til að halda upp á daginn með mér,“ segir Trist-
an sem þótti hvað mikilvægast að vita hverju
hann var að gangast við með fermingunni.
Hvað var það flottasta sem þú fékkst í ferm-
ingargjöf?
„Ég fékk ferð í fótboltabúðir frá mömmu og
pabba og systkinum mínum. Mér fannst það
skemmtilegasta gjöfin, en ég fer í ferðina í sum-
ar.“
Tristan segir mikilvægt að þeir sem eru að
fermast á þessu ári njóti dagsins, því hann klár-
ast allt of hratt að hans mati.
„Svo get ég mælt með því að halda ræðu,
maður sér eftir því að gera það ekki, seinna
meir.“
Þegar kemur að framtíðinni þá óskar Tristan
sér þess að komst í atvinnumennsku í fótbolta
en hann hefur unnið að því síðan hann var átta
ára. Þó veislan hafi verið minni en áætlað var í
upphafi þá var Tristan mjög ánægður með
hana.
„Veislan var mjög flott og var ég mjög
ánægður með þá gesti sem ég gat boðið í hana.“
Ljósmyndir/Hulda Margrét Óladó
Tristan var umvafinn ást og umhyggju á fermingardaginn sinn eins og þessi mynd sýnir. Orri Pét-
ursson bakaði kökuna á fermingardaginn fyrir son sinn á meðan að Elma Björk Bjartmarsdóttur
sá meira um skipulagninguna. Styrmi Orri og Sara Mist tóku þátt í fermingardegi bróður síns líka.
Tristan vildi vera með smárétti
og bakaði fjölskyldufaðirinn
Orri Oreo fermingatertu í anda
Tristans sem var bæði falleg
og einstaklega góð á bragðið.
Elma Björk Bjartmarsdóttir og Tristan Máni
Orrason eru ánægð með fermingardag
Tristans sem var í lok maí á síðasta ári. Þó
veislan hafi verið lítil þá skemmtu allir sér
vel eins og ljósmyndir af fjölskyldunni á
fermingardaginn sýna.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Hulda Margrét tók fallegar
myndir af fermingarbarninu
og fjölskyldu hans.
Orri sker ferminga-
kökuna sem hann
bakaði fyrir Tristan.
„Það ermikil
tónlist í fjöl-
skyldunni“
Ég fékk ferð í
fótboltabúðir frá
mömmu og
pabba og systk-
inummínum.
Mér fannst það
skemmtilegasta
gjöfin, en ég fer í
ferðina í sumar.