Morgunblaðið - 11.03.2022, Blaðsíða 38
Forvinna Stundum er gott að baka
svampbotnana einum til tveimur
dögum áður en kakan er sett saman.
Kakan er sett saman daginn áður en
hún er skreytt þar sem kremið þarf
að ná að stífna.
Gott er að setja hjúpmarsípanið á
kökuna samdægurs eða daginn áður
en hún er borin fram. Ef þarf að lita
marsípanið þá er gott að hafa dags
fyrirvara á því og láta það jafna sig.
Hráefni Oftast hef ég tertuna helm-
ingi stærri – (sjá tölur í sviga).
Botnar
5 egg (8)
1¾ dl sykur (rúmlega 2½ dl)
1 msk hveiti (1,5 msk)
¾ dl kartöflumjöl
(rúmlega 1 dl)
Krem
3 dl matreiðslurjómi (4½ dl)
2 eggjarauður (3)
1 msk sykur (1,5 msk)
2 tsk kartöflumjöl eða maizenamjöl
(3 tsk)
2 blöð matarlím (3)
2 dl rjómi – þeyttur (3 dl)
2 tsk vanillusykur (3 tsk)
Skreyting
Þeyttur rjómi
300-350 g (500-600 g) hjúp-
marsípan (það fæst til dæmis í
Fjarðarkaupum bæði litað og
ólitað). Stærsti hlutinn á að vera
grænn en ég lita alltaf smá hluta
bleikan til að skreyta með. Ef þarf
að lita marsípanið er betra að gera
það daginn áður – setja það í plast-
poka og láta jafna sig í kæli yfir
nótt.
Flórsykur
Botnar
1. Hita ofninn í 190°C á yfir- og und-
irhita (eða 180°C á blæstri).
2. Þeyta saman egg og sykur þar til
blandan verður létt og ljós.
3. Blanda saman hveiti og kartöflu-
mjöli (sigta saman). Blanda varlega
með sleikju – betra að sigta hluta í
einu ofan í eggjaþeytuna, þá bland-
ast það betur við hana. Blanda var-
lega saman með sleikju.
4. Sett í 20 cm form (24 cm) – smurð-
ur smjörpappír settur í botninn –
ekki smyrja hliðarnar.
5. Baka í 30 mínútur – passa að
brenni ekki (gott að setja álpappír
yfir ef yfirborðið er orðið of dökkt).
6. Láta kólna í forminu – skorið í tvo
botna (má líka baka í tveimur formum
en þá er betra að baka báða botnana í
einu á blæstri). Ágætt að láta botnana
kólna í ofninum svo þeir falli síður.
Krem
7. Setja matarlím í kalt vatn og láta
liggja í 5 mínútur.
8. Blanda saman matreiðslurjóma,
eggjarauðum, sykri og maizenamjöli
í potti og láta hitna – ekki of hratt og
hræra stöðugt. Mikilvægt að láta
ekki sjóða til að forðast kekki.
9. Þegar kremið hefur þykknað er
matarlímið látið ofan í (tekið upp úr
vatninu og kreist) – hrært rólega.
10. Kremið látið kólna – má ekki
stífna. Gott að hræra í reglulega.
11. Rjómi þeyttur ásamt vanillu-
sykri. Þegar kremið er orðið nægi-
lega kalt er rjómanum blandað sam-
an við með sleikju.
Samsetning
12. Gott að setja neðri svampbotn-
inn í smelluformið sem hann var
bakaður í. Allt kremið sett ofan á –
ágætt að láta stífna aðeins (ekki
nauðsynlegt). Þá er hinn svamp-
botninn settur ofan á. Best að láta
kökuna standa í kæli yfir nótt (setja
plastpoka yfir).
Skreyting
13. Þeyta rjóma og smyrja honum
ofan á kökuna og aðeins á hliðarnar.
Hafa vel af rjóma efst á brúnunum.
14. Fletja út hjúpmarsípanið (getur
verið púl) – gott að gera það á bök-
unarpappír með flórsykri yfir. Mæla
hæðina á tertunni – tvöfalda þá tölu
og bæta þvermálinu við 20 cm (24
cm). Fletja marsípanið þannig út að
það nái að hylja alla tertuna.
15. Hjúpurinn lagður yfir tertuna og
skorið frá við botninn.
16. Í lokin eru búnar til rósir eða
snæri úr afganginum til að skreyta
með.
17. Kakan er geymd í kæli áður en
hún er borin fram.
Athugið að setja ekki plastfilmu yfir
hana. Kakan þolir vel að standa
skreytt í kæli yfir nótt án þess að
skemmast.
Útfærslur Í Svíþjóð eru til nokkrar
útfærslur af þessari tertu. Oft er sett
sulta á neðri botninn og á það vel við.
Stundum eru sett nokkur fersk hind-
ber í kremið eða rjómann en þá er
sultunni sleppt. Enn ein útgáfan er
þannig að kremið og rjóminn eru höfð
aðskilin. Þá er kremið sett á annan
hvorn botninn og síðan rjóminn á
milli og ofan á. Sulta eftir smekk.
Geymsla Kakan geymist í nokkra
daga í kæli en er að sjálfsögðu best
ný.
Prinsesssuterta
Upprunalegur litur prins-
essutertunnar er grænn
með ljósbleiku skrauti.
Hægt er að gera prins-
essutertuna á margan
hátt. Hún er einnig falleg
þegar hún er gerð bleik
með grænu skrauti.
Prinsessutertan er í uppáhaldi
hjá fjölskyldu Hönnu. Upp-
skriftin er úr bók sem gefin var
út í Svíþjóð fyrir 40 árum.
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2022
Fermingarmöppur
og gestabækur
Við bjóðum upp á áletrun á
nafni og dagsetningu
við Reykjalund | 270 Mosfellsbæ
Sími 562 8500 | www.mulalundur.is