Morgunblaðið - 11.03.2022, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.03.2022, Blaðsíða 50
M argrét Birgitta er búsett á Selfossi með manni sínum og þremur börnum. Hún starfar sem lögfræðingur hjá Vel- ferð lögfræðiþjónustu á Selfossi og Félagsþjónustu Rang- árvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu. Segja má að hún hafi fengið umhverf- isvitundina í arf frá ömmu sinni og afa. „Ég hef áhuga á umhverfismálum og er alltaf að leita leiða hvernig ég get bætt mínar neysluvenjur með því að velja sjálfbærari kosti og huga að notagildi þess sem ég kaupi. Ég er langt frá því að vera hinn fullkomni um- hverfismógúll en reyni hægt og bítandi að tileinka mér umhverfisvænni kosti,“ segir Margrét Birgitta sem ólst að stórum hluta upp hjá ömmu sinni og afa sem voru afar nýtið fólk. „Amma og afi voru bæði fædd árið 1922 og í sveitinni þeirra í Skógsnesi var engu hent, virðing borin fyrir hlutunum þar sem hver þeirra átti sinn stað. Amma til dæmis endurnýtti brauðpoka, heklaði mottur úr Bragakaffipokum, saumaði föt upp úr gömlum fötum og svo mætti lengi telja. Engu var hent og ef eitthvað var keypt þá fór dágóður tími í að velta þeim kaupum fyrir sér áður en tekið var af skarið. Hver hlutur átti einnig sína sögu og ekkert var keypt í blindni. Matarsóun var engin, allir afgangar borðaðir, meira að segja brauð- mylsnan sem lenti á matarborðinu, flusið utan af kartöflunum og roðið af fiskinum var borið í fuglana. Jólapappírinn var endurnýttur milli ára og maður átti að vanda sig vel þegar tekið var utan af pökkunum. Þau voru mér mikil fyr- irmynd og ef ég hefði ekki nema 10% af um- hverfis- og nytjavitund þeirra þá tel ég mig vera í ágætismálum,“ segir Margrét Birgitta. Enginn getur allt en allir geta eitthvað Þegar Margrét Birgitta var að undirbúa fermingu elsta barnsins síns ákvað hún að stofna facebookhópinn Fermingar + aðrar veislur – Endurnýtanlegar skreytingar, gefins eða til sölu. „Enginn getur allt en allir geta eitthvað og með það að leiðarljósi ákvað ég að stofna hóp sem væri til þess fallinn að minnka sóun þegar kæmi að skreytingum í kringum fermingar og aðrar veislur. Hópurinn er tilval- inn fyrir þá sem vilja spara sér tíma og fjár- muni og takmarka neyslu á einnota skrauti, eða í það minnsta gefa slíku skrauti framhalds- líf í nokkur skipti,“ segir Margrét Birgitta, en fólk er ýmist að lána skreytingar eða gefa áfram. Þá óska margir eftir ákveðnum skreyt- ingum. „Ef fólk vill vera séð er sniðugt að ganga í hópinn snemma á undirbúnings- tímabilinu, vera með mótaðar hugmyndir og fylgjast svo vel með þegar réttu auglýsing- arnar detta inn og ná þannig að safna upp skrauti fyrir stóra daginn. Aðalástæða þess að ég stofnaði hópinn var að mig óaði við allri þeirri sóun sem fólst í að kaupa pappírsskraut og aðra skrautmuni sem var einungis ætlað til notkunar fyrir einn dag. Annars hefur mér þótt mikil vakning í umhverfismálum síðustu árin, sem hefur þó dalað í faraldrinum, en tel að aftur muni þau verða ofarlega á baugi og eiga umræðuna á kaffistofum landans þegar Covid-öldurnar fer að lægja,“ segir Margrét Birgitta. Krúsir og glerflöskur vinsælt skreytingaefni Aðspurð hvort hún sjái ákveðin þemu frá ári til árs segir Margrét Birgitta: „Ég sé að krúsir og glerflöskur eru mikið notaðar til skreytinga í alls konar veislum í dag. Mér hefur þótt það skemmtilegt því það er einmitt hluti af um- hverfisvitundinni; að nýta það sem til fellur á heimilinu, svo sem sultukrukkur og safaflösk- ur. Það sem fólk kannski miklar fyrir sér með slíka hluti er að ná miðunum af en ég tek eftir því að slíkur varningur fer mikið á milli fólks í hópnum. Ég sé líka að oft er verið að selja eða gefa alveg ónotað skraut þar sem til dæmis hefur verið keypt of mikið, auk þess sem far- aldurinn hefur orðið til þess að fólk þarf að hætta við veislur sem kannski var búið að und- irbúa. Þá hefur ætt skraut einnig verið mjög vinsælt, þá er ég bæði að tala um skraut sem sett er á borðin og sérmerkingar með nafni barnsins og fermingardegi sem áður voru til dæmis á servíettum en eru nú á súkku- laðimolum og gosflöskum.“ Fólk hefur haldið að sér höndum Líkt og svo margir hefur Margrét Birgitta reynslu af því að undirbúa fermingu á tímum heimsfaraldurs. „Elsta barnið mitt fermdist í mars árið 2018 og svo héldum við Covid- fermingarveislu í ágúst 2020. Mikill munur var á skreytingarefni milli þeirra ferminga og mér þótti skemmtilegra að skreyta í seinna skiptið, en á haustin er hægt að nýta svo margt úr nátt- úrunni á borð við lyng, laufgaðar trjágreinar og fleira. Mér fannst margir vera að vinna með náttúrulegt skraut en til mótvægis var það blessaður sprittbrúsinn sem þurfti að vera á hverju borði, en ýmis ílát voru notuð til að gera þá lekkerari, sem gengu svo manna á milli í hópnum,“ segir Margrét Birgitta. En er eitthvað eitt umfram annað vinsælt í skreytingum í ár? „Það er svolítið erfitt að segja á þessum tímum, en ef ég tek mið af því að hafa haldið eina Covid-fermingaveislu þá var það allavega þannig að fólk var bara í start- holunum með fermingarveislurnar þegar kom svo loksins að þeim. Það var jafnvel búið að láta merkja ýmsan varning fyrir upprunalega fermingardaginn sem aldrei varð og ætla ekki að reka sig aftur á í þeim efnum og hafa því haldið að sér höndum varðandi umfang. Trú- lega er það sama upp á teningnum núna þar sem óvissan um hvort hægt verði að halda veislu hefur verið yfirvofandi. En við viljum trúa því að núna séu bjartari tímar fram undan og við getum öll á vormánuðum fagnað með fermingarbörnunum, skælbrosandi í majones- móki með marsípan milli tannanna,“ segir Margrét Birgitta. Facebookhópur þar sem fólk skiptist á ferm- ingarskrauti Á Facebook er að finna hóp þar sem fólk getur skipst á, óskað eftir eða gefið notað fermingarskraut eða efnivið til skreytinga. Hópurinn telur nú um 3.000 manns og nýjar auglýsingar berast daglega. Það var Margrét Birgitta Davíðsdóttir sem stofnaði hópinn fyrir fjórum árum þegar hún var að undirbúa fermingu sonar síns. Kristborg Bóel Steindórsdóttir | boel76@gmail.com Margrét Birgitta Dav- íðsdóttir stofnaði hóp- inn á Facebook fyrir fjórum árum. Að setja rósir í gamlar gosflöskur getur verið mikil prýði í veislum. Á síðunni er að finna skemmtilegt fermingarskraut sem hægt er að nota aftur og aftur. Hér er skraut sem var auglýst á síð- unni á dögunum. 50 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.