Morgunblaðið - 11.03.2022, Blaðsíða 68
I
an Arthur er ári á undan í skóla og því að fermast 13
ára. Hann er í Foldaskóla og kann vel við sig þar.
„Mér finnst gaman í skólanum en einnig að hitta vin-
ina í félagsmiðstöðinni okkar. Svo elska ég góðar kvik-
myndir og að fara í bíó. Ég
vil finna mér vinnu í sumar, nota fríið vel og vera dug-
legur að vinna mér inn laun,“ segir Ian sem ætlar sér að
verða lögfræðingur og viðskiptamaður í framtíðinni.
Hann er þeim stóra kosti gæddur að elska íslenskan vet-
ur og því hefur fermingarundirbúningurinn að hans mati
verið bara skemmtilegur. Sérstaklega þegar hann kemst á
skíði á milli skóla og annarra skyldustunda.
„Já, ég vil geta farið á skíði og á nýja snjóbrettið mitt
sem ég er alltaf að æfa mig að ná að verða flinkur á.“
Mamman hefur gert mest en ber allt undir ferming-
arbarnið
Ian mun fermast í Grafarvogskirkju um páskana eins og
komið hefur fram og verður veisla síðan haldin heima hjá
honum til að halda upp á ferminguna.
Hvernig hefur undirbúningurinn gengið?
„Mamma hefur gert mest, en hún spyr
mig alltaf að því hvað það er sem ég vil. Hvað mér finnst
flott og hvernig ég vil hafa allt sem viðkemur fermingunni.
Það er fínt af því að þá er
þetta eins og ég vil hafa
það.“
Ian spáir mikið í fötum
og tísku almennt.
„Ég vil vera fínn en
samt í þægilegum fötum
og ekki of karlalegur. Ég
er búin að finna buxur og
skyrtu en á eftir að finna
rétta jakkann.“
Hvaða gjafir óskarðu
þér að fá í fermingargjöf?
„Ég er ekki mikið að
spá í það en finnst alltaf
gott að fá bara pening svo
ég geti keypt það sem mig
langar í, það sem mig
vantar eða eitthvað sem
kostar mikið og ég get
safnað mér fyrir.“
Ætlar að passa upp á
börnin í veislunni
Ian á eldri systur sem
heitir Ella Margrét, hún
fermdist fyrir einu og
hálfu ári.
„Það er frekar stutt síð-
an Ella fermdist svo hún
er búin að vera að hjálpa
mér að velja ýmislegt sem
viðkemur útliti veislunnar
svo dæmi séu tekin. Hún
er mjög góð í því. Ella
elskar líka að tala og að
halda ræður.
Hún var sem dæmi nýverið á Barnaþinginu þar sem hún
talaði við forsætisráherra. Hún vil örugglega halda ræðu í
fermingunni minni,“ segir Ian.
Ásta Valdís Borgfjörð, klæðskeri
og flugfreyja, ætlar að ferma son
sinn Ian Arthur um páskana og
bjóða upp á opið hús þar sem girni-
legar kökur verða á veisluborðinu.
Enda veit hún ekkert betra en góðar
girnilegar kökur og tekur undir með
Marie Antoinette sem spyr hvers
vegna mat ef tertur eru í boði?
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Ásta Valdís, Ian Arthur
og Ella Margrét eru
spennt fyrir fermingu
Ians um páskana.
68 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2022
S IGN | FORNUBÚÐIR 1 2 , HAFNARF IRÐ I | S : 5 5 5 0800 | S IGN@S IGN . I S | S IGN . I S
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hvers vegnamat ef tertur eru í boði?
Ian spáir í fatnað og
tískuna en hefur engan
áhuga á að vera karlalegur
til fara á fermingardaginn.
Annars finnst þeim hund-
leiðinlegt í veislum og þá
truflast eldri systkini og
foreldrar, þess vegna ætla
ég að setja upp svona alls
konar leiki og dót fyrir
yngri krakkana.