Morgunblaðið - 11.03.2022, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.03.2022, Blaðsíða 18
S iðfræðsla og siðfesta samsvara kristinni fermingu og fermingar- fræðslu. Fyrsta siðfestuathöfnin á Íslandi var haldin árið 1973 og hefur þeim sem kjósa að taka siðfestu fjölgað jafnt og þétt. „Við bjóðum upp á siðfestuna sem kost fyrir unglingana í Ásatrúar- félaginu, því ferming er stór þáttur í að verða fullorðinn, eins kon- ar kennileiti í lífinu fyrir marga. Unglingar eru á þeim aldri þegar lífið er að breytast og þurfa allt í einu að standa ein í ýmsum að- stæðum. Þá er alveg kjörið að ræða það sem raunverulega skiptir máli í lífinu og undirbúa þau undir að geta gengið örugg til móts við það og með veganesti sem hjálpar til við að finna réttu leiðina,“ segir Jóhanna Harð- ardóttir, Kjalnesingagoði og starfandi allsherj- argoði. Áhersla lögð á ábyrgð, virðingu og drengskap „Við leggjum áherslu á vellíðan sem felst í að þekkja sjálfan sig, kunna að leita að því besta í sér og nota hæfileika sína og að kunna að leita hjálpar þegar maður þarfnast henn- ar. Í siðfræðslunni leggjum við áherslu á ábyrgð, virðingu og drengskap, ekki bara gagnvart okkur sjálfum heldur öllum sem mað- ur umgengst og jörðinni okkar. Við skoðum sam- an heilræðin í Hávamálum sem eru alveg jafn mik- ilvæg í dag og þegar þau voru samin. Fólk og þarfir þess hafa lítið breyst, það er bara umhverfið sem breytist og við þurfum aðallega að læra að lifa í sátt og samlyndi, kunna að umgangast hvert annað og vinna sameig- inlega að betri heimi,“ segir Jóhanna. Hvert og eitt siðfestubarn fær sína einkaathöfn Ólíkt því sem yfirleitt tíðkast í kristilegum og borgaralegum fermingum fær hvert og eitt siðfestubarn sína einkaathöfn. Jóhanna segir siðfestudaginn samkomulagsatriði milli goðans og fjölskyldunnar og það sama gildi um stað- setningu athafnarinnar. „Sumir nota einhverja fjölskylduhátíðisdaga, afmæli eða annað, eða finna dag þar sem fjölskylda og vinir geta komið saman. Nán- ast allar okkar athafnir fara fram utanhúss og okkur þykir það mjög viðeig- andi og alltaf besti staðurinn. Athafnirnar eru miðaðar að hverjum ein- staklingi og þetta er algerlega þeirra dagur. Hann snýst ekki um loforð til lífstíðar heldur að fagna því að viðkomandi einstaklingar eru að halda út í líf- ið með réttu hugarfari. Siðfestukrakkarnir eru með skemmtilegasta fólki sem maður kynnist, þau eru með opinn huga og einlæg og það er svo gaman að skiptast á skoðunum við þau. Það er svo mikilvægt að þau geri sér grein fyrir hvað þau eru mikilvæg og að fram- tíðin sé þeirra.“ Tók siðfestu íklædd upphlut af langömmu sinni Iðunn Gunnsteinsdóttir, nemandi í 10. bekk Vogaskóla í Reykjavík, tók siðfestu í Ásatrúarfélaginu sumarið 2020. Hvers vegna kaus hún að fara þá leið? „Ég var alltaf ákveðin í því að fermast, en það tók mig tíma að ákveða á hvaða hátt. Ég skoðaði einnig kristna og borgaralega leið en leist best á ásatrúna. Aðalástæða þess er sú að þar er ekkert trúboð og ég var því ekki að tileinka mér einhverja trú þó ég tæki þátt í siðfestu. Mér finnst goðafræði skemmtileg og fannst mjög heillandi að þarna væri íslensk menn- ing og gömul trú í aðalhlutverki, áhugaverð lífsspeki. Svo vildi ég alltaf ferm- ast úti og félagið bauð upp á mjög persónulega athöfn þar sem ég mátti ráða mjög miklu,“ segir Iðunn. Heimsfaraldurinn setti strik í reikninginn hjá fjölskyld- unni eins og svo mörgum, fresta þurfi fermingunni tvisvar og þegar að henni kom var einungis hægt að halda litla veislu í ljósi samkomutakmarkana. Iðunn tók loks siðfestu á Mógilsá við Esjurætur 13. ágúst 2020. „Athöfnin fór fram í mígandi rigningu og lítil veisla var á eftir fyrir mitt allra nánasta fólk. Athöfnin var mjög per- sónuleg þar sem komið var til móts við langanir mínar. Dagurinn var allur mjög skemmtilegur, við höfðum súpu og köku í eftirrétt og ég fékk fínar gjafir. Ég valdi mér vers úr Hávamálum sem ég las upphátt og goðinn sagði einnig nokkur orð. Þá var horn með vatni látið ganga á milli og allir lyftu því. Þeir sem vildu höfðu þar tækifæri til að segja eitthvað við mig. Það var skemmtilegt að heyra hvað fólk hafði að segja, en vandræðalegt á sama tíma að hafa alla athyglina á sér. Ég ákvað að taka siðfestu í upp- hlut sem langamma mín átti, en þar sem þetta er íslenskur siður þótti mér tilvalið að vera í íslenskum þjóðbúningi,“ segir Iðunn. Þótti gaman að lesa Hávamálin Heimsfaraldurinn náði einnig að teygja anga sína inn í fermingarfræðsluna. „Það varð minna úr henni en annars, vegna Covid. Í siðfestufræðslunni og athöfninni sjálfri rík- ir mikil áhersla á virðingu og ábyrgð þess að vera fullorð- inn einstaklingur, pælingar um hvað væri rétt og rangt og áherslan lögð á að vera almennileg manneskja í lífinu en ekki endilega að tilbiðja guði. Mér þótti samt sem áður mjög skemmtilegt þegar verið var að segja sögur úr ása- trúnni og lesa Hávamálin,“ segir Iðunn. Athöfnin við Esjurætur í mígandi rigningu Ásatrúarfélagið býður upp á manndómsvígslu sem skiptist í siðfræðslu og siðfestu. Athöfnin felur ekki í sér neins konar yfirlýsingu eða trúarjátningu, heldur er hún staðfesting á því að viðkomandi hafi kynnt sér heiðinn sið og sjónarmið og vilji taka siðfestu. Kristborg Bóel Steindórsdóttir | boel76@gmail.com Iðunn Gunnsteins- dóttir fermdist í grenjandi rigningu að ásatrúarsið. Hún lét veðrið ekki stoppa sig þennan dag. Jóhanna Harðardóttir, Kjal- nesingargoði og starfandi allsherjargoði fermdi Iðunni. Athöfnin fór fram í mígandi rigningu og lítil veisla var á eftir fyrir mitt allra nánasta fólk. At- höfnin var mjög persónuleg þar sem komið var til móts við langanir mínar. 18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2022 WWW.FABRIKKAN.IS PANTANIR Í SÍMA575 7575 PANTAÐU ÞÍNA VEISLU ÁWWW.FABRIKKAN.IS Fabrikkusmáréttir í fermingarveisluna KIMCHI KJÚKLINGAvængir eða LUNDIR Kimchi kjúklingavængir (1 kg.) löðrandi í Kimchi-mangó-engifergljáa með vorlauk og sesamfræjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.