Morgunblaðið - 11.03.2022, Blaðsíða 12
K
ristín Pétursdóttir er grafískur hönnuður að mennt
sem starfar á leikskóla á daginn. Hún nýtir hvert
augnablik sem hún getur til að taka ljósmyndir,
þegar hún er ekki með manni sínum, Youssef Mait-
nate, og fimm ára syni þeirra, honum Pétri Amir
Maitnate.
Ljósmyndir Kristínar eru áhugaverðar fyrir margar sakir
og er blaðamaður nokkuð viss um að djúpstæð upplifun
snemma á lífsleiðinni geti gert fólk öðruvísi sjáandi í lífinu.
„Ég hef allt frá því ég man eftir mér verið heilluð af fólki og
umhverfinu í kringum það. Ég er mjög næm og hef gaman af
því að lesa í aðstæður fólks, sem er eiginleiki sem ég hef til-
einkað mér allt frá því ég man eftir mér.
Ég er áhugaljósmyndari og tek ljósmyndir daglega af öllu
því sem ég sé í umhverfinu sem heillar mig. Ég er kannski
ekki með flóknasta ljósmyndabúnað landsins, en er með auga
fyrir því sem mér finnst fallegt og svo geri ég ákveðnar kröfur
þegar kemur að ljósmyndunum mínum.“
Ekki með bein í nefinu til að demba sér í harkið
Kristín var lengi að ákveða hvað hún vildi læra á sínum
tíma að eigin sögn og byrjaði í Kennaraháskólanum en hætti
og fór að vinna á leikskóla við Tjörnina þar sem hún tengdist
sterkum böndum.
„Ég fór svo í fornámið í Myndlistaskóla Reykjavíkur og
kynntist ljósmyndun þar svona af alvöru. Ég hafði reyndar
mjög lengi haft áhuga á að taka myndir og eignaðist myndavél
frekar ung. Síðar tók við listaháskólanám í grafískri hönnun
þar sem ég skráði mig í alla mögulega ljósmyndaáfanga sem í
boði voru. Ég útskrifaðist þaðan með BA-gráðu og bjartsýni
en það var rétt fyrir hið fræga hrun svo ekkert varð úr
framtíðarplönum mínum að vinna við
grafíska hönnun. Ætli ég hafi ekki
verið frekar óframfærin og ekki
með bein í nefinu til að demba
mér í harkið í þessum heldur
karllæga hönnunarheimi.
Ég gat fengið vinnu á
leikskólanum sem ég hafði
unnið á og þar er ég enn
og uni vel með börnunum í
þessu frábæra umhverfi.“
„Ég hef allt frá því égman eftir
mér verið heilluð af fólki“
Kristín Pétursdóttir hefur þann
eiginleika að sjá töfrana á bak við
hversdagsleikann. Þetta er eitthvað
sem hún hefur gert frá því hún man
eftir sér. Þegar hún tekur ljósmyndir
af fermingarbörnum þá velur hún
náttúruna og svo barnaherbergið
sem henni finnst veita innsýn í
veruleika fermingarbarnsins.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Kristín er áhugaljósmyndari sem á sér áhuga-
verða sögu. Hún hefur allt frá því hún man eftir
sér haft mikinn áhuga á fólki og umhverfi þess.
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2022
grísa-
samloka
Í dúnmjúku brauði
með rifnum og
reyktum svínabóg og
japönsku majónesi.
Fabrikkusmá-
borgararnir
slá í gegn í
öllum veislum.
25 borgarar á
hverjum bakka!
7 gómsætar
tegundir í boði!
F
fer la
WWW.FABRIKKAN.IS PANTANIR Í SÍMA575 7575
ÞÚ PANTAR ÞÚ SÆKIR
erköntuð
mingarveis
- VIÐ GRILLUM -
Kristín átti fallegt unglinga-
herbergi sjálf en hún er forvitin
um herbergi fermingabarna
þar sem hún segir þau segja
svo mikið um barnið sjálft.
Kristín Pétursdóttir er graf-
ískur hönnuður að mennt og er
áhugaljósmyndari sem tekur
ljósmyndir nær daglega á
myndavélina sína. Ljósmyndir/Kristín Pétursdótti