Morgunblaðið - 11.03.2022, Blaðsíða 69
Þegar kemur að skemmtunum í veislunni þá er hann á
því að það sé mjög gott að hafa leikaðstöðu fyrir krakka.
„Annars finnst þeim hundleiðinlegt í veislum og þá trufl-
ast eldri systkini og foreldrar, þess vegna ætla ég að setja
upp svona alls konar leiki og dót fyrir yngri krakkana.“
Ætlar að hafa opið hús á fermingardaginn
Ásta Valdís Borgfjörð er vön fermingarundirbúningi og
segir hann hafa gengið prýðilega.
„Þegar ég þorði að fara af stað í undirbúningnum, þá
hefur vel tekist til. Hún Ella mín fermdist árið 2020. Hún
átti að fermast um páskana
en samkomutakmarkanir, lokanir og frestanir á ferm-
ingardögum ollu því að hún endaði á að fermast í lok
ágúst. Vegna þessarar reynslu vildi ég ekki hella mér í
undirbúninginn af
krafti fyrr en það væri alveg á hreinu að ferma mætti
drenginn á tilsettum tíma án nokkurrar hættu á að nýjum
dagsetningum, svo ég hélt að mér höndum með að fara af
stað, gera og græja, panta allt saman þar til ég var viss
um að engar takmarkanir eða lokanir myndu eiga sér stað.
En aftur þá var ég svo nýbúin að ferma, sem þýðir að ég
var með allt saman enn ferkst í minni og þurfti því næst-
um bara að ýta á „reload“-takkann. Ella mín hefur mikið
verið að hjálpa mér og að sannfæra fermingardrenginn um
hvað er fallegast og flottast. Sem dæmi þegar
kemur að servéttum og kortum sem hún hefur fundið
sjálf á netinu alla
leið fyrir austan hjá Héraðsprenti á Egilsstöðum. Hún
fann þetta fyrir sína fermingu og fannst þetta það flottasta
og að Ian ætti að fá eins og hún gerði.“
Ásta er þekkt fyrir að gera góðar veislur og verður
fermingin hans Ians engin undantekning á því.
„Mikilvægast er að allir hafi gaman af og öllum líði vel.
Að andrúmsloftið sé afslappað og þægilegt. Þess vegna
verður opið hús, sem mér finnst svo sniðugt fyrirkomulag.
Ég fékk þessa hugmynd að láni frá Hjördísi vinkonu minni
sem hafði þennan háttinn á þegar hún fermdi miðjubarnið
sitt hana Uglu. Með þessum hætti
komast allir þegar þeim hent-
ar. Við erum svo önnum
kafin í nútímaþjóð-
félaginu, sumir eru
kannski að fara í
tvær eða fleiri
ferming-
arveislur sama
daginn, eða
það er íþróttaviðburður hjá börnunum, afmæli eða hvað
eina,“ segir Ásta.
Ertu búin að ákveða með matinn og hvað er ómissandi
tengt fermingu barnanna?
„Það verður tertuveisla. Ég elska tertur og ég elska að
baka.
Ég er nú bara svolítið sammála Marie Antoinette sem
sagði: Af hverju að borða brauð ef þú getur fengið þér
brioche? Sem lauslega gæti þýðst: Hvers vegna matur ef
tertur eru í boði?
Það sem mér finnst ómissandi á
fermingarborðið er okkar norræna kransatertan, fal-
lega skreytt með styttu á toppnum. Hún er svo táknræn
fyrir þessa fallegu fermingarstund, hana baka ég ekki en
læt Björnsbakarí sjá um að gera hana fullkomna. En ég
baka aðra kransaköku sem er meira fyrir yngri kynslóð-
ina, það er Rice Krispies-kransakaka, sem ég sá fyrst í
fermingu hjá vinkonu minni þegar hún fermdi elsta
drenginn sinn og fékk ég uppskriftina hjá henni.
Það var fyrsta fermingin hans Ians, en þá var hann að-
eins nokkurra vikna gamall.
Uppáhaldssparitertan mín, sem ég baka auðvitað sjálf,
er Red Velvet tetra, hún er svo ljúffeng, dásamlega falleg
og ofur góð. Ómissandi á kaffiborðið er auðvitað líka mar-
engs-kaka, en allir elska marengs.“
Ásta er gamaldags þegar kemur að undirbúningi að
veislum að eigin sögn.
„Ég byrja að punkta allt niður til minnis. Hvað þarf að
kaupa, panta, baka, fá lánað, pússa og strauja svo dæmi
séu tekin. Síðan er mikilvægt að fara af stað með góðum
fyrirvara.“
Skiptir ekki máli þótt eitthvað verði
öðruvísi en planað var
Í hverju ætlar fermingarmamman að vera?
„Ég er svo heppin að í gegnum starf mitt sem klæð-
skeri og kjólameistari þá á ég svo mikið af fallegri, ís-
lenskri, klassískri hönnun, sérstaklega frá ELLA og
Spaksmannsspjörum og einnig svolítið frá Steinunni. Ég
trúi á að vanda valið við kaup á fatnaði, velja klassísk
snið, góð efni, fallegan frágang, stílhreina hönnun, pass-
andi „silúettu“ og það sem lætur manni líða vel í vegna
vitneskju um að flíkin sé hönnuð, unnin og framleidd af
fullorðnu fólki við mannsæmandi aðstæður. Ef við vönd-
um okkur við val á fatnaðnum okkar þá erum við glæsileg
til fara. Við eigum flíkurnar mun lengur og erum alltaf vel
til höfð. Að kaupa endalaust nýtt og henda er ekki minn
„tebolli“.
Áttu gott ráð fyrir aðra foreldra sem eru að ferma á
þessu ári?
„Þetta er gleðistund, við erum að fagna fallegum ung-
lingi að taka stórt skref inn í framtíðina sína og uppvöxt-
inn með öllu okkar besta fólki. Veisla á að vera skemmti-
leg og afslöppun, alls ekki stress. Það skiptir engu máli
þótt eitthvað verði öðruvísi en upp var lagt með, það fatt-
ar það enginn hvort sem er, og svo eru það mistökin sem
eru oftast eftirminnilegust og skemmtilegust að hlæja að
um ókomna tíð. Því langar mig að hvetja okkur sem erum
að halda fermingar á þessu ári að njóta og fagna.“
Ásta Valdís fermdi Ellu
dóttur sína fyrir einu og
hálfu ári. Þá var boðið upp
á girnilegar kökur, meðal
annars þessar tvær fal-
legu kransakökur sem
gestirnir voru einstaklega
ánægðir með.
Ljósmynd/Pinterest
Ásta Valdís ætlar að gera
Red Velvet-köku fyrir
veisluna hans Ians.
FÖSTUDAGUR 11. MARS 2022 MORGUNBLAÐIÐ 69
Grandagarði 13 Glæsibæ, 5.hæð eyesland.is
Titanflex eru vönduð gleraugu
fyrir krakka á öllum aldri!
Verð frá 27.900 kr.
Er ferming
framundan?
Þú finnar vandaðar og góðar
linsur hjá Eyesland.
Skoðaðu úrvalið á eyesland.is
Red Velvet-
kökuna má
skreyta á margan
hátt.
Ella var
ánægð
með
ferm-
inguna á
sínum
tíma.