Morgunblaðið - 11.03.2022, Blaðsíða 59
FÖSTUDAGUR 11. MARS 2022 MORGUNBLAÐIÐ 59
eiga fondú pott, heldur er hægt að nota ofnfast
mót og bræða alla osta í ofni. Fituríkari ostar
bráðna fyrr og betur, svo sem Búri, Havarti,
Ísbúi og Jarl. Það er um að gera að prófa sig
áfram með þetta. Í flestum helstu verslunum er
hægt að fá hollt og gott íslenskt ostasnakk á
hliðarborðin, svo sem bakaðan Lava cheese og
poppaðan óðals og Gouda með og án bragðteg-
unda frá Næra. Bæði er ótrúlega hollt og gott,
tilvalið á bakkann eða í snakkskálar.“
Mikilvægt að bera ostinn fram við stofuhita
Eitt lykilatriði sem Guðbörg Helga vill
benda á í lokin er að taka ostinn tímanlega úr
kæli. „Ostur er bestur við stofuhita, svo sirka
tveimur klukkustunum fyrir veisluna er best að
koma honum á borðið með filmu yfir sem er
fjarlægð er veislan hefst,“ segir hún og bendir
á að alltof margir flaski á þessu leyniráði. „Ost-
urinn verður mýkri og bragðmeiri ef hann nær
stofuhita.“
Grillaður Dalahöfðingi er dásam-
lega góður með gómsætu brauði,
jarðarberjum og pekanhnetu salsa.
Íslenskir mygluostar eru sívinsælir
á veisluborðum landsmanna, ekki
síst þegar þeir hafa verið hitaðir í
ofninum eða settir út á grillið.
Sætur ostabakki með öllu því sem
hugurinn girnist. Hér er gæðabrauði
raðað með ostunum og alls konar
góðgæti sem veislugestirnir munu
kunna að meta.
Ljósmynd/Gottímatinn.is
Úrvalið í verslunum landsins af ost-
um er mikið. Þegar halda skal
veislu er mikilvægt að raða saman
nokkrum tegundum af osti og
skreyta síðan ostabakkann með
berjum og skinku sem dæmi.
Ostar eru girnilegir smá-
réttir sem eru vinsælir í
veislum landsmanna núna.
17.-30. júlí (13-16 ára)*
Þátttökugjald 520.000 kr.
31. júlí-13. ágúst (15-18 ára)
Þátttökugjald 490.000 kr.
Öðlastu betri færni í ensku og menningarlæsi með því að taka þátt í
skemmtilegu prógrammi og kynnast krökkum frá öllum heiminum.
Umsóknarfrestur er til 27. mars.
Nánari upplýsingar á afs.is.
SUMARNÁMSKEIÐ
Á ENGLANDI
*fylgd í flugi