Morgunblaðið - 11.03.2022, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 11.03.2022, Blaðsíða 54
Vel blásið hár er að koma mjög sterkt inn hvort sem fólk er 13 ára eða 92 ára. Á tískusýningu franska tískuhússins Chanel í París í vikunni voru margar fyrirsætur með blás- ið hár og spennu í hliðinni. Slíkar greiðslur eru stelpuleg- ar og einfaldar í framkvæmd. Til þess að geta framkallað þetta útlit þarftu að þvo hárið vel og setja í það hárnær- ingu. Svo þarftu að setja hitavörn í hárið áður en það er blásið og gott er að setja örlitla lyftingu með sérstöku spreyi. Byrjaðu á því að halla þér fram og þurrka hárið á hvolfi svo það komi næg lyfting í rótina og þegar hárið er orðið þurrt í rótina skaltu snúa þér við og taka lokk fyrir lokk og blása hann vel. Gamli góði krulluburstinn er að koma sterkur inn og ef það er eitthvað sem mæður og ömmur þessa lands ættu að geta kennt þeim yngri þá er það að nota hárblásara og krullu- bursta. Hárblástur er svolítið eins og læra á skíði. Fólk þarf að læra réttu tökin og æfa sig svo mjög mikið til að ná árangri. Þannig er þetta líka með hárið og í rauninni með eiginlega allt í lífinu. mm@mbl.is Blásið hár og spenna í hliðinni Volume-burstinn frá HH Simonsen er mjög góð- ur þegar blása á hárið almennilega. Hann fæst á hárgreiðslustofum. Hér er hárið vel blásið og krullað með krullubursta í endana. Punkt- urinn yfir i-ið er spennan í hliðinni. Hárblásari frá HH Simonsen er fal- legur á litinn og öflugur. Hann er tilvalin fermingargjöf. Hann fæst á hár- greiðslustofum. 54 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2022 Fermingardagurinn er stór dagur fyrir hvert fermingarbarn og skiptir það sköpun að fólki líði sem best á þessum degi. Á þessum tíma- mótum eru unglingar oft að stíga sín fyrstu skref í förðun og því mikilvægt að fara varlega en leyfa sér svolítið á sama tíma. Birkir Már Hafberg förðunarfræðingur segir að förðunartískan í ár snúist um ljómandi húð sem ýtir undir náttúrulega fegurð. Léttir og hlýir litir á augum eru allsráðandi en varirnar glitra með léttum glossi. MartaMaríaWinkel Jónasdóttir | mm@mbl.is MyClarins Healthy Glow Tinted Gel-Cream Létt litað gelkrem sem veitir húðinni raka og guðdómlegan ljóma. Liturinn aðlagast eigin húðlit og gefur fullkominn sól- kysstan ljóma. Gosh Chameleon Foundation Fullkomin farði sem veitir mikinn raka, gefur náttúrulega áferð og fallegan ljóma. Hann er með einstaka formúlu sem að- lagast þínum húðlit. Chameleon- farðinn er vegan, ofnæmisprófaður og án allra ilmefna. Gosh Concealer High Coverage Vel þekjandi hyljari sem er full- kominn til þess að nota undir augun og til dæmis á rauða bletti og bólur. Hann þornar mattur og helst vel á húðinni. Gosh Waterproof Setting Powder Glært púður sem er tilvalið til að nota yfir farða til að matta og tryggja að hann haldist á manni allan daginn! Gosh Contour’n Strobe Kit Contour’n Strobe inniheldur ljóma- púður, kinnalit og tvenns konar sólar- púður, allt sem sólkysst og ljóm- andi húð þarf! Hefur létta áferð sem auðvelt er að byggja upp og blanda. Gosh Eyedentity – 002 Be Humble Eyedentity Be Humble inni- heldur einstaklega fallega blöndu af hlýjum litum sem eru fullkomnir á fermingardaginn! Mjúk formúla og litirnir blandast auðveldlega. Gosh Just Click it!-maskarinn Just Click It!-maskarinn lengir og þykkir augnhárin, en burstinn er þykkur og nær því öllum augnhár- unum auðveldlega. Gosh Defining Brow Gel – 001 Transparent Glært augabrúnagel er fullkomið tól til þess að greiða úr og móta augabrúnirnar. Þetta gel mun tryggja að augabrúnirnar haldist fínar út daginn. Gosh Lumi Lips – 001 BFF Fallegt gloss sem veitir léttan lit. Formúlan inni- heldur olíu sem unnin er úr sjávarþara sem mýkir varirnar og gefur þeim aukna fyllingu. Glossið er ekki klístrað og er ótrúlega þægilegt á varirnar! MyClarins Re-Fresh Hydrating Beauty Mist Eftir að búið er að fullkomna lúkkið er hentugt að skella á sig rakaúða til að reka endahnútinn á förðunina. Re-Fresh Hydrating Beauty Mist frá MyClarins er æðislegt rakavatn sem bræðir púður- áferð og gefur húðinni fallegan ljóma. Hægt er að nota það yfir farða eða eitt og sér til að gefa húðinni smá rakabúst! Förðunarráð fyrir fermingarbörn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.