Morgunblaðið - 11.03.2022, Side 75

Morgunblaðið - 11.03.2022, Side 75
1. Hreinsaðu húðina kvölds og morgna! Það er mjög mikilvægt að hreinsa mengun og svita af húðinni til að koma í veg fyrir leiðinlegar bólur. Waso Shiku- lime Gel-To-Oil Cleanser frá Shiseido er fullkominn fyrir unga húð. Hreinsirinn er mildur og mjög auðveld- ur í notkun. Settu smá í lófann og nuddaðu yfir allt and- litið og skolaðu svo vel af með volgu vatni eða taktu hann bara með þér í sturtuna og hreinsaðu húðina í leiðinni. 2. Drekktu nóg af vatni! Það er ótrúlegt hvað þú getur gert mikið fyrir húðina og heilsuna með því að drekka nægilegt magn af vatni daglega. Stund- um þarf húðin örlitla aukahjálp þegar hún er orðin þurr og erfið eftir langan vetur. Re-Fresh Hydrating Beauty Mist frá My Clarins er raka- vatn sem má nota eitt og sér eða yfir farða. Raka- vatnið mýkir húðina og frískar upp á hana. 3. Raki og meiri raki! Góður raki skiptir öllu máli í góðri húðumhirðu. Það ættu allir að eiga gott rakakrem til að nota kvölds og morgna. Það virkar vel að nota krem eftir sturtu og ekki verra að hafa það líka í íþróttatöskunni og bera á sig eftir æfingar. Waso Shikulime frá Shiseido er dæmi um gott krem sem gefur góðan raka, gerir við yfirborð húðarinnar og kemur í veg fyrir húðvandamál. Þetta krem hentar vejulegri og þurri húð og styrkir varnir húðarinnar á aðeins tveimur vikum! 4. Varaþurrkur! Það eru því miður fáir sem þjást ekki af þurrum vörum á þessum tíma árs. Gott ráð við því er að bursta varirnar vel með tannbursta. Mikilvægt er að bera góðan varasalva á varirnar áður en þú burstar þær. Eight Hour Cream frá Elizabeth Arden er góður varasalvi en kremið má líka nota á þurrkbletti í húðinni, á kuldaexem og á naglaböndin eða jafnvel á sár. 5. Verndaðu húðina! Umhverfismengun og sólin geta haft mikil áhrif á útlit húðarinnar og valdið bólum og þurrki. Andlitskremin frá Nip+Fab sem innihalda SPF30 eru snilldarkrem sem vernda húðina allan daginn. Kremin eru með sólarvörn og vernda húðina gegn mengum úr umhverfinu og sólargeislum. Þau henta einnig vel undir farða! 6. Maskar geta verið vopn gegn alls konar húðvandamálum og gert mikið fyrir húðina á stuttum tíma. Mundu að nota þá ekki of oft og notaðu rétta maska fyrir þína húð. SOS-maskarnir frá Clarins eru auðveldir í notkun en SOS-línan inniheldur þrjá maska sem vinna á misjöfnum vandamálum. Þeir eiga það allir sameiginlegt að þurfa aðeins 10 mínútur til að ná fullri virkni svo þeir eru mjög hentugir fyrir þá sem vilja fljótlega en áhrifamikla meðferð. Því fyrr sem þú lærir að hugsa vel um húðina því betra og það á við um öll kyn. Fólk sem vill vera með fallega, hreina og ljómandi húð ætti að tileinka sér þessi góðu ráð frá Birki Má Hafberg förðunarmeistara. MartaMaríaWinkel Jónasdóttir | mm@mbl.is Sex skotheld húðráð fyrir ferm- ingarbörn og ættingja þeirra Getty Images/iStockphoto FÖSTUDAGUR 11. MARS 2022 MORGUNBLAÐIÐ 75 Skraut • Sérmerktar blöðrur • Photo booth Ferming framundan? Faxafeni 11 108 Reykjavík partybudin.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.