Bændablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. mars 20222 Eitt mál verður á málaskrá Búnaðar þings frá Búgreinaþingi deild ar geitabænda Bænda sam­ taka Íslands. Ályktað var að gripagreiðslur bærust geita bænd­ um seint frá ríkinu og er þess krafist að þeim málum verði komið í lag. Í ályktuninni, sem samþykkt var á Búgreinaþingi Bændasamtaka Íslands 3. mars, kemur fram að þess sé krafist „að lögbundnar greiðslur vegna geitfjárræktar berist bændum á tilskildum tíma ár hvert. Jafnframt bendir fundurinn á að umsóknarfrestir um styrki séu kynntir geitfjárbændum tímanlega.“ Nýkjörinn formaður deildar geitabænda er Anna María Flygenring, bóndi í Hlíð, og er hún jafnframt eini búnaðarþingsfulltrúi fyrir deildina. Hún segir að greiðslurnar sem um ræðir séu hluti af búvörusamningi og skiptist þannig að 69 prósent sé greitt fyrir hverja vetrarfóðraða geit, skráða í Heiðrúnu, átta prósent er greitt til innleggjenda á fiðu og átta prósent á lítra af mjólk. Síðan fara 15 prósent til reksturs hafrastöðvar Geitfjárræktarfélags Íslands. Hún segir að seinkun þessara greiðslna komi sér illa fyrir geitabændur, meðal annars vegna skila á virðisaukaskatti, en mjög oft þurfi að reka á eftir þeim. /smh „Nautgriparæktin stendur frammi fyrir fjölmörgum áskorunum. Líkt og aðrar búgreinar erum við uggandi yfir stöðu mála á tímum heimsfaraldurs og stríðsátaka í Evrópu. Búgreinin hefur nú þegar fundið fyrir hækkunum aðfanga og óvissu um hvað næstu mánuðir og ár bera í skauti sér. Það er því aðkallandi að við tryggjum sanngjarna afkomu bænda, förum af fullri alvöru að vinna að aukinni sjálfbærni landbúnaðarins og tryggjum greininni sanngjarnt starfsumhverfi með regluverki og tollasamningum,“ segir Herdís Magna Gunnarsdóttir, formaður Búgreinadeildar kúabænda, NautBÍ. Deildin sendir nokkrar tillögur á Búnaðarþing sem samþykktar voru á Búgreinaþingi nautgripabænda. „Tillögurnar snúa að uppbyggingu Bændasamtakanna og öðrum málum sem snerta landbúnaðinn allan, þá einna helst fjármögnun hans og innviði,“ segir Herdís Magna. „Okkar megináherslur núna felast kannski helst í því að við náum að byggja upp og efla Bændasamtökin svo að þau geti sinnt því mikla og mikilvæga starfi sem felst í hagsmunagæslu landbúnaðarins.“ Herdís Magna segir að nauta­ bændur séu þegar farnir að undirbúa næstu endurskoðun búvörusamninga en sú vinna mun vega þungt á þessu ári. „Nautgriparæktin stefnir að því að verða kolefnishlutlaus fyrir árið 2040. Við erum komin af stað í aðgerðum á búunum sjálfum með þátttöku kúabænda í verkefninu um loftslagsvænan landbúnað og stefnum á að vinna ótrauð áfram að þessu markmiði okkar,“ segir Herdís Magna. /ghp Á Búgreinaþingi deildar sauðfjár­ bænda Bændasamtaka Íslands á dögunum var ein tillaga samþykkt sem lögð verður fyrir Búnaðarþing 2022. Í tillögunni er lagt til að myndaður verði samstarfshópur allra búgreina kjötframleiðenda um innflutning, útflutning og innanlandsneyslu kjöts. Hópurinn verði skipaður þvert á búgreinar með fulltrúa frá hverri grein. Markmiðið með tillögunni er að efla samstöðu kjötframleiðenda um heildstæða markaðssetningu á íslensku kjöti og fylgjast með neyslu innanlands. Einnig að halda innflutningi innan þeirra marka sem innlend framleiðsla þolir og til að fylgjast með hvort íslenskar afurðastöðvar nýti útflutningskvóta til fulls. Varðstaða um kjötgreinarnar Í greinargerð með tillögunni segir að kjötframleiðendur á Íslandi séu í eðlilegri samkeppni innbyrðis en geta með sam stöðu, þekkingarmiðlun og sam legðar áhrifum staðið vörð um atvinnugreinina í heild. „Kjötframleiðendur á Íslandi eru í eðlilegri samkeppni innbyrðis en geta með sam stöðu, þekkingarmiðlun og sam legðar áhrifum staðið vörð um atvinnu greinina í heild,“ segir í greinargerðinni. /smh FRÉTTIR Nautgripabændur á Búnaðarþingi: Uppbygging og efling Bænda- samtakanna megináhersla Herdís Magna Gunnarsdóttir, for- mað ur NautBÍ. Sauðfjárbændur á Búgreinaþingi 2022: Vilja samstarf allra kjötframleiðenda Búgreinaþing deildar svínabænda: Ingvi Stefánsson kjörinn formaður – Ályktað um mikilvægi þess að auka kornbirgðir Deild svínabænda innan Bænda­ samtaka Íslands hélt sitt Búgreinaþing með fjarfundar­ fyrirkomulagi 15. mars. Ingvi Stefánsson var kjörinn formaður og með honum í stjórn er Geir Gunnar Geirsson varaformaður og varamenn í stjórn eru Björgvin Þór Harðarson og Guðbrandur Brynjúlfsson. Þeir Ingvi og Geir Gunnar verða jafnframt fulltrúar á Búnaðarþingi fyrir deildina, sem haldið verður 31. mars og 1. apríl. Halda átti þing svínabænda með öðrum búgreinadeildum Bændasamtaka Íslands á Hótel Natura 3. mars, en vegna veikinda í þeirra röðum varð að fresta því. Auka þarf kornbirgðir Ein tillaga var samþykkt á þinginu, sem verður lögð fyrir Búnaðarþing. Hún snýr að mikilvægi þess að auka kornbirgðir í landinu. Í tillögunni er gert ráð fyrir að á Íslandi sé hverju sinni að lágmarki sex mánaða birgðir af korni til fóðurframleiðslu og manneldis. „Jafnframt verði stuðlað að aukinni kornrækt á landinu með það að markmiði að styrkja fæðuöryggi. Horft verði til samlegðar sem hlýst af því að koma upp birgðageymslum og móttökustöðvum fyrir innlenda kornframleiðslu,“ segir í tillögunni. Í greinargerð með henni er bent á skýrslu Landbúnaðarháskóla Íslands sem var gefin út á síðasta ári undir heitinu Fæðuöryggi á Íslandi. „Skýrsluhöfundar kortleggja þar vel hversu mikilvægt er að huga að auknu fæðuöryggi þjóðarinnar. Frá því að skýrslan var gefin út hefur skapast mjög mikil óvissa hvað varðar öll aðföng í íslenskum landbúnaði vegna stríðsreksturs í Úkraínu. Hækkanir á allri hrávöru og þ.m.t. korni hafa orðið gríðarlegar á einungis örfáum vikum. Þá kom það vel í ljós hversu berskjaldaður íslenskur landbúnaður var í efnahagshruninu árið 2008 þar sem litlu mátti muna að ekki væri hægt að flytja inn korn til landsins vegna efnahagsástandsins sem þá kom upp. Ein sviðsmyndin sem getur komið upp á yfirstandandi ári hlýtur að vera sú að ekki fáist keypt korn til landsins. Við þeirri stöðu er nauðsynlegt að bregðast hið allra fyrsta.“ /smh Ingvi Stefánsson er formaður búgreinadeildar svínabænda innan Bænda- samtaka Íslands. Geitfjárbændur á Búnaðarþingi: Gripagreiðslur berast geitabændum seint Anna María Flygenring, formaður deildar geitfjárræktar Bændasamtaka Íslands og Búnaðarþingsfulltrúi. Deild skógareigenda ætlar að leggja fram fimm tillögur á Búnaðarþingi. Helstu áherslur skógarbænda í stefnumörkun BÍ eru aukin sjálfbærni og að skógar og skjólbelti gegni þar lykilhlutverki. Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður Búgreina deildar skógar eigenda hjá Bænda samtökum Íslands og fulltrúi deildarinnar á Búnaðarþingi, segir að skógarbændur ætli að leggja fram fimm tillögur á Búnaðarþingi. „Áhersluatriði okkar á þinginu eru að efla þurfi Kolefnisbrúna og að sjálfbærni sé höfð í öndvegi í landbúnaði og þar eru skógar í lykilhlutverki.“ Tillögur deildar skógarbænda Tillögurnar eru að: 1) skora á stjórn BÍ að bjóða stjórnum deilda þóknun fyrir sín störf, 2) Búnaðarþing taki áskorun að hefja kolefnisjöfnun landbúnaðarins, 3) hvetja bændur til að koma upp skjólbeltum á bújörðum sínum, 4) leggja áherslu á skógrækt, skjólbeltarækt og landgræðslu í komandi búvörusamningum og að lokum 5) skora á að Bændasamtökin einfaldi inngönguferli í BÍ. Ábyrg landnýting Jóhann segir að aldrei hafi verið mikilvægara nú en að horfa til landnýtingar. „Treysta þarf jarðvegs auðlindina og tryggja sjálfbæra nýtingu lands sem meðal annars styður við þá matvælaframleiðslu sem hér fer fram. Mismunandi lausnir henta ólíkum landgerðum. Skógrækt er vitanlega auðlind framtíðarinnar, sem og landgræðsla, en einnig má horfa til endurheimtar votlendis þar sem við á. Skjólbeltarækt kemur að góðu gagni til að auka uppskeru af ræktarlandi og spara þar með áburðarnotkun. Skógrækt er þegar orðin mikilvæg auðlind í íslenskum landbúnaði og gegnir til lengri tíma litið stóru hlutverki, bæði í kolefnisbúskap landsins og í timburframleiðslu. Í búvörusamningum þarf að tryggja fjármagn til skógræktar, skjólbeltaræktunar og landgræðslu á bújörðum og hvata fyrir allar búgreinar til að vinna að kolefnishlutlausum landbúnaði sem allra fyrst.“ /VH Jóhann Gísli Jóhannsson, fulltrúi deildar skógarbænda á Búnaðarþingi 2022. Skógareigendur á Búnaðarþingi 2022: Skógurinn gegnir lykilhlutverki Frá Búgreinaþingi deildar sauðfjárbænda Bændasamtaka Íslands á dögunum. Mynd / smh Staða Nafn Heimili Stjórn Trausti Hjálmarsson Austurhlíð Stjórn Ásta Fönn Flosadóttir Höfða 1 Stjórn Jóhann Ragnarsson Laxárdal 3 Stjórn Sigurborg Hanna Sigurðardóttir Oddsstöðum 1 Stjórn Sveinn Rúnar Ragnarsson Akurnesi Vesturhólf Þóra Sif Kópsdóttir Ystu-Görðum Vesturhólf Jón Ingi Ólafsson Þurranesi Vesturhólf Jóhann Pétur Ágústsson Brjánslæk Norðvesturhólf Sigríður Ólafsdóttir Víðidalstungu Norðvesturhólf Birgir Þór Haraldsson Kornsá Norðvesturhólf Bjarni Egilsson Hvalnesi Norðausturhólf Böðvar Baldursson Heiðargarði Norðausturhólf Sigurður Þór Guðmundsson Holti Norðausturhólf Guðfinna Harpa Árnadóttir Straumi Suðurhólf Hólmfríður Guðlaugsdóttir Svínafelli Suðurhólf Sæunn Káradóttir Norðurhjáleigu Suðurhólf Ragnar Matthías Lárusson Stóra-Dal Fulltrúar deildar sauðfjárbænda á Búnaðarþing 2022.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.