Bændablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 28
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. mars 202228 LÍF&STARF Halla Sif keypti gróðrarstöð á fyrsta ári í garðyrkjunámi: „Ætli þetta sé ekki nett brjálæði“ – Nýliði í atvinnugreininni lætur til sín taka í stjórn Búgreinaeildar garðyrkjunnar Guðrún Hulda Pálsdóttir gudrunhulda@bondi.is Það skortir ekki atorku í Höllu Sif Svansdóttur Hölludóttur, þrítugum garðyrkjunema, sem festi kaup á garðyrkjustöðinni Gróðri á Hverabakka við Flúðir á sínu fyrsta ári í námi. Meðfram nýju hlutverki sínu sem garðyrkjubóndi reynir hún að klára námið og er nýliði í stjórn deildar garðyrkjunnar. Halla Sif er alin upp á Dalsmynni í Eyja- og Miklaholtshreppi, blönduðu búi með kúm og kindum, en á ekki langt að sækja garðyrkjuáhugann. „Amma mín, Margrét í Dalsmynni, ræktaði talsvert af matjurtum. Hún var aldrei í neinni framleiðslu en var dugleg að gefa fólki. Ég var alltaf með henni að dútla mér við að prikla og stússa,“ segir Halla sem hefur frá unga aldri haft metnað fyrir matjurtaræktun. „Þetta var eiginlega aðaláhugamálið mitt og ég ræktaði alltaf heima við þegar ég bjó í Reykjavík. En einhverra hluta vegna sá ég það þó ekki sem raunhæfan möguleika að vinna við garðyrkju framan af. Mig langaði til dæmis alltaf í Garðyrkjuskólann en sá ekki beint framtíð í því.“ Halla lagði garðyrkjuna því ekki fyrir sig heldur nam heimspeki og Mið-Austurlandafræði við Háskóla Íslands. Hún stefndi á framhaldsnám erlendis og vann hjá hvalaskoðunarfyrirtæki í nokkur ár. „Svo fór ég á opinn dag Garð yrkju skólans á Reykjum á sumardaginn fyrsta árið 2018 og langaði í framhaldinu að slá til og skrá mig í skólann. Ég fann líka löngun til að komast í tengingu við eitthvað sem hefur raunveruleg og bein áhrif á umhverfismál og auðlindanýtingu. Það var eitthvað sem kveikti í mér þarna. Skólinn tekur bara inn nýnema á tveggja ári fresti en ég fékk að byrja aðeins í fjarnámi meðfram vinnu árið 2019.“ Skall svo kófið á og Halla missti vinnuna. Þótti henni þá rakið að hella sér af fullum krafti í garðyrkjunámið um haustið. „Ég var þá þegar komin með þann draum í magann að vinna sjálfstætt og vera með eigin ræktun og rekstur. Ég sá þó fyrir mér að vinna hjá einhverjum í einhvern tíma áður en af því yrði, enda gríðarleg fjárfesting að eignast land og koma rekstri af stað.“ Sagan af kaupum Gróðurs Fyrir tilstilli sameiginlegra vina fékk garðyrkjuneminn Halla að heimsækja garðyrkjustöðina Gróður því hún hafði áhuga á að skoða garðyrkjustöð í rekstri. Í því innliti komst hún að því að stöðin væri til sölu. „Húsnæðið var í góðu standi, öll tæki til staðar og mjög vel að rekstrinum staðið. Í framhaldinu gerði ég mér grein fyrir því að það væri nokkuð langsótt að ætla að koma rekstri af stað sjálf, fá markaðshlutdeild og gera allt frá grunni. Það eru líka ekki margar svona stöðvar á landinu og ég fór að átta mig á að þetta væri frekar einstakt tækifæri.“ Byggðastofnun hafði þá nýlega byrjað með lán til fjármögnunar jarðarkaupa í landbúnaði í því skyni að styðja við nýliðun, nýsköpun og framþróun, en í gegnum þá leið er hægt að fá allt að 90% lánshlutfall ef um er að ræða kynslóðaskipti. „Vitandi af lánaleiðinni og mögulegum nýliðunarstyrk í landbúnaði sá ég að þetta væri jafnvel raunhæft. Á þessum tíma var líka bullandi Covid og ég var búin að vera atvinnulaus, lokuð inni heilan vetur og sumar og langaði að komast aftur út á land og komast á hreyfingu. Tímapunkturinn spilaði því klárlega inn í þessa ákvörðun.“ Hún lét því vaða og bauð í garðyrkjustöðina og rekstur hennar. Kaupferlið tók marga mánuði og fól í sér, að sögn Höllu, gott samstarf við Byggðastofnun og seljendur. Hún fékk svo garðyrkjustöðina Gróður afhenta 1. júní síðastliðinn. „Ætli þetta sé ekki nett brjálæði. Ég held þetta sé ekki alveg búið að síast inn einu sinni, enda hefur verið svo mikið að gera síðan ég tók við.“ Halla býr þó að góðum stuðningi því fyrri eigendur, Þorleifur Fyrir tilstilli sameiginlegra vina fékk garðyrkjuneminn Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir að heimsækja garðyrkjustöðina Gróður á Hverabakka til að skoða slíka stöð í rekstri. Nokkrum mánuðum síðar var hún orðin eigandi stöðvarinnar. „Ég held þetta sé ekki alveg búið að síast inn einu sinni, enda hefur verið svo mikið að gera síðan ég tók við,“ segir Halla, en á Gróðri er stunduð tómatarækt í rúmum 4.000 fm af gróðurhúsum ásamt útiræktun yfir sumarmánuði. Mynd / ghp Gróðrarstöðin er sú eina sem ræktar sellerí hér á landi og hyggst Halla Sif auka framleiðsluna. Mynd / HSSH Halla hugar að nýgræðlingum. Mynd / ghp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.