Bændablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. mars 2022 7 LÍF&STARF Pétur Jónsson, kenndur við Hallgils staði í Hörgárdal, var lipur hagyrðingur og eftir hann liggur talsvert af vísum. Kunnastur var Pétur þó fyrir vörubílarekstur undir nafninu „Pétur og Valdimar“, sem starfrækt var lengi á Akureyri. Fyrsta vísa Péturs í þessum þætti tengist ferðalagi Lúðrasveitar Akureyrar til Selfoss. Með í för var góðvinur Péturs, Ingvi Flosason rakari. Eftirmál ferðarinnar á Selfoss urðu þau helst að allir þátttakendur veiktust herfilega af matareitrun. Ingvi rakari slapp ekki við eitrunina. Þá orti Pétur: Ingvi betur hefði verið heima, hljómsveitina og sukkið bara dreyma. Rauðkálið, það reið honum að fullu, rakarinn fékk pissmígandi drullu. Pétur giftist ekki um ævina, en lét þó eftir sig tvö börn. Einhverju sinni var hann að því spurður hví hann væri ókvæntur. Pétur ansaði: Ógiftur ég ennþá má ævi minni flíka. Fjarlægðin gerir fjöllin blá og flestar konur líka. Vilja sér á toppinn tildra, að tilveran sé fyrir sig. Reynast líkt og rottugildra, ég ræðst ekki í að gifta mig. Bjarni á Grýtubakka orti svo hranalega um son sinn Ara: Ekki er von hann Ari minn ætíð þarflegt vinni, af því hann er, auminginn undan mömmu sinni. Vilhjálmur Benediktsson á Brandaskarði orti um sjálfan sig og reiðhest sinn: Eftir farinn æviveg æði gleðisnauðan við höldum báðir, hann og ég, horaðir út í dauðann. Um sveitasímann sinn orti Ísleifur Gíslason: Oft ég fremdi axarskaft eða missti af fregnum, hefði ég ekki hjálparkjaft hangandi á veggnum. Ein sú mergjaðasta vísa sem ort hefur verið. Höfundurinn enda Þórarinn Sveinsson í Kílakoti: Hefur sjónlaust hugarfar, helgar krónum stritið. Klakahrjónur heimskunnar hafa skónum slitið. Þegar Eisenhower millilenti á Keflavíkur­ velli orti Jón M. Pétursson frá Hafnardal: Ýmsar plágur ennþá henda okkar smáu þjóð. Eisenhower er að lenda, ekki er spáin góð. Eftir Þorstein Guðmundsson á Skálpa­ stöðum eru næstu fjórar ferskeytlur: Það geta brugðist þagnarheit þegar skiljast vegir, ef þrennir vita, þjóðin veit það, sem enginn segir. Drottinn skapti mig til manns úr mold og leir og ryki. Var það ekki á ábyrgð hans að ekki smíðin sviki ? Ég hef ferðast stað úr stað og stöðugt fundið betur, að sumarið getur synjað um það, sem mig dreymdi í vetur. Það erfist, sem að ættin gaf eins og dæmin sanna. Dúfa kemur ekki af eggjum hræfuglanna. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com 294MÆLT AF MUNNI FRAM Hafliði Halldórsson, verkefnastjóri markaðssviðs BÍ, Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri BÍ, Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, við afhjúpum merkisins. Upprunamerki fyrir íslensk matvæli og blóm: Íslenskt staðfest Upprunamerki fyrir íslensk matvæli og blóm var afhjúpað 14. mars síðastliðinn. Tilgangur merkisins, Íslenskt staðfest, er að auka sýnileika og markaðs­ hlutdeild íslenskra afurða, tengja neytendur betur við frumframleiðendur og fræða um kosti íslenskra matvæla og verslunar. Bændasamtök Íslands eiga og reka merkið sem byggir á áratugareynslu af notkun sambærilegra merkja á Norðurlöndunum. Stofnun merkisins er afrakstur áralangs samtals hagaðila og opinberra aðila á innlendum matvörumarkaði. Upprunamerki fyrir matvæli og blóm Gunnar Þorgeirsson sagði í ávarpi sínu að merkið væri kærkomið og að með tilkomu þess gætu íslenskir neytendur treyst því að vara sem það ber sé íslensk, bæði matvara og blóm. „Hugmyndin og sérmerki fyrir íslenska matvælaframleiðslu hafa nokkrum sinnum komið upp og aðdragandinn að merkinu orðinn talsvert langur. Fyrir íslenska bændur, matvælaframleiðendur og Bændasamtökin er helsti kostur merkisins að með því er sannarlega íslensk framleiðsla aðgreind frá innfluttri. Að mínu mati er það langstærsti kosturinn við merkið, því núverandi reglugerð um merkingu matvara er opin í báða enda og nánast gagnslaus. Dæmi um það er að ef seldur er hreinn vöðvi eða hreint kjöt þá verður að geta uppruna þess, en ef sami vöðvi eða kjöt er selt kryddlegið þarf ekki að geta upprunans. Þeir sem koma til með að nota merkið þurfa því að standa klárir á því að um sé að ræða íslenska framleiðslu og ekkert annað.“ Að sögn Gunnars hafa ýmsir, og þar á meðal stóru verslunarkeðjurnar, lýst áhuga á að nota merkið en hann segir einnig að of snemmt sé að segja til um móttökurnar þó að hann voni að þær verði sem mestar. Svar við óskum neytenda Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra afhjúpaði merkið við athöfn og sagði meðal annars að merkið væri unnið í samræmi við tillögu sem samráðshópur undir forystu Bændasamtaka Íslands lagði fyrir atvinnu­ og nýsköpunarráðuneytið 2020 um betri merkingar matvæla og innleiðingu sameiginlegs merkis fyrir íslenskar matvörur. „Vinna við gerð merkisins hófst í júní 2021 og núna, eftir níu mánaða meðgöngu, lítur merkið dagsins ljós.“ – Ráðherra sagði einnig að: „Merkið væri svar við ósk neytenda um að geta á einfaldan hátt staðfest íslenskan uppruna hráefna og fá upprunamerkingu á íslenskar afurðir. Vaxandi hluti neytenda vill geta valið íslenskar vörur og leggja sig fram um að styðja íslenska framleiðslu og verslun. Rótgróin íslensk vörumerki geta jafnvel ekki uppruna íslenskra hráefna, sem rýrir traust neytenda. Á sama tíma eru sannast sagna óskýrar upplýsingar í gangi og dæmi um að vörur séu sagðar íslenskar á forsendum um úrvinnslu innanlands, sem dregur úr trausti neytenda. Einnig eru dæmi um að sannarlega íslenskar vörur séu í samkeppni við innfluttar staðgönguvörur, án þess að upprunans sé getið. Einhverjir framleiðendur gætu talið að heimilisfang fyrirtækisins dugi, en markaðsrannsóknir sýna að sú tíð er löngu liðin. Hið minnsta má fullyrða að grátt svæði í merkingum rýri neytendavernd og sé líklegt til að skapa ákveðið vantraust neytenda, sem er óþarft. Lagaramminn er skýr, ekki er hægt að skylda seljendur til að merkja allar innfluttar vörur, svar við þessu liggur í að merkja íslenskar vörur sérstaklega.“ Samstarf við alla virðiskeðjuna Hafliði Halldórsson, sérfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands, og Guðrún Vaka Steingrímsdóttir, yfirlögfræðingur BÍ, hafa stýrt hönnun merkisins og þeirri hugmyndafræði og reglum sem liggja að baki notkun þess. Hafliði segir að lykilatriði í gerð merkisins sé að veita frumframleiðendum, m a t v æ l a f r a m l e i ð e n d u m , verslunum og neytendum þjónustu til að styrkja sameiginlegan grundvöll með íslenskar afurðir og eiga með því farsælt samstarf við alla virðiskeðjuna. Að sögn Hafliða má nota merkið á allar tegundir matvælahráefna, matvara og plantna sem uppfylla skilyrði um íslenskan uppruna. Merkið á því erindi í fjölmarga matvöruflokka og geta ferskar, frosnar og þurrvörur verið merktar upprunamerkinu, auk blóma. „Við fengum leyfi til að nýta okkur samanlagða hálfrar aldar reynslu af slíkum merkjum á Norðurlöndunum og byggir merkið því á vel heppnuðum og sannreyndum fordæmum. Þannig gátum við sparað dýrmætan tíma, vinnu og fjármuni við gerð merkisins, sem er svar við gráu svæði í evrópskri löggjöf, sem skyldar ekki í öllum tilfellum seljendur matvöru til að merkja uppruna hráefna.“ Að sögn Hafliða er notkun merkisins valkvæð en háð leyfi og skilyrðum sem eru byggð á staðli og sæti úttektum þriðja aðila eða vottunarstofu. „Enda er slíkt algjört lykilatriði í að afla merkisins trausts og fylgis neytenda sem skilar svo notendum sama trausti. Liður í því að skapa traust er að á opinni heimasíðu merkisins birtum við allar reglurnar sem notendur merkisins gangast undir.“ Sýni sér um úttektir Vottunarstofan Sýni sér um úttektir hjá þeim fyrirtækjum sem kjósa að nota merkið. Enginn má nota merkið nema hafa til þess leyfi sem sótt er um sérstaklega, gangast undir staðal merkisins og uppfylla opinberar kröfur til sinnar starfsemi. Kostnaður við notkun merkisins byggir á norskri fyrirmynd og í tveimur skrefum. Í fyrsta lagi fast árgjald byggt á veltu fyrirtækisins með allar matvörur og í öðru lagi veltugjaldi á merktum vörum. Nánari upplýsingar um merkið má finna á stadfest.is. /VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.