Bændablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 32
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. mars 202232 Fyrstu skrefin Upphafið er það að Landgræðslan metur hvort raunhæft sé að endurheimta svæðið. Ef það er niðurstaðan hefst greiningarvinnan í samvinnu við landeiganda. Í framhaldinu sækir Landgræðslan um framkvæmdarleyfi hjá sveitarstjórn. Þegar hönnun endurheimtarinnar lýkur hefst framkvæmdin í samstarfi við verktaka. Ári eftir að framkvæmd lýkur er svæðið síðan tekið út aftur. Aðspurð um skuldbindingar sagði Iðunn að liggi allar forsendur fyrir sé gerður 20 ára samningur milli landeiganda og Landgræðslunnar. Þar segir m.a. að nýta megi landið á sjálfbæran hátt svo fremi sem votlendinu sé ekki raskað aftur. Og hver borgar? „Styrkurinn felst í því að Landgræðslan borgar framkvæmdarleyfið og vinnu verktakans. Ef þurfa þykir kostar Landgræðslan einnig lagfæringar á svæðum eftir framkvæmd“, segir Iðunn og bætir því við að landeigandinn þurfi ekki að leggja fram mikla vinnu við verkið. „Hlutverk landeiganda er að veita okkur upplýsingar og tjá okkur þeirra sýn og óskir. Ef áhugi er fyrir þá má aðstoða með því að fylgjast með svæðinu og upplýsa okkur um gang mála.“ En hvers vegna ættu landeigendur að standa í þessu? „Ef landeigendur eiga land þar sem framræst mýri er til staðar, og í engri nýtingu, er það í raun land í mjög slæmu ástandi þó að gróður sé til staðar. Kolefnið í lífræna mýrarjarðveginum breytist í koltvísýring við þurrkun lands og hverfur því úr jarðvegi og fer upp í andrúmsloftið í staðinn. Þar með losnar einnig um önnur næringarefni og landið getur tekið að lækka. Svo í raun er hægt að horfa á framræsta mýri eins og rofið, illa farið land. Flestir vilja skila landinu í betra ástandi en þegar þeim var fyrst falið að varðveita það“. Batnar landið? Aðspurð sagði Iðunn að ávinningur af endurheimt votlendis sé fjölþættur. “Stöðvun losunar gróðurhúsalofttegunda er aðeins einn af mörgum ávinningum endurheimtar votlendis en ekki það eina sem endurheimtin snýst um. Nefna má endurheimt búsvæði lífvera og gróðurs, bættur vatnsbúskapur og stöðvun rofs. Oft erum við spurð hvort við breyting á losun gróðurhúsalofttegunda sé mæld fyrir endurheimt hvers einstaks svæðis en svo er ekki. Mælingar á breytingu á losun þarf að gera oft og yfir langan tíma til að sýna áreiðanlegar niðurstöður og eru ekki raunhæfar í framkvæmd, rétt eins og ekki er gasmælt fyrir og eftir endurheimt á þurrlendi/skóglendi.” Þáttur Votlendissjóðs Hvar kemur Votlendissjóður inn í þessa mynd? Landgræðslan er ráðgjafi fyrir Votlendissjóð sem fagaaðili endurheimtar vistkerfa. Hjá Votlendissjóði eru margar leiðir í boði fyrir landeigendur sem tengjast kolefniseiningum en Landgræðslan skiptir sér ekkert af þeim málum. Gagnrýni á endurheimt votlendis Iðunn nefnir umræðu síðustu ára og harða gagnrýni á endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð og bætir við „Þurrlendið hefur verið í umsjón Landgræðslunnar síðan 1907 en mýrarnar frá árinu 2016. Málaflokkurinn er því frekar nýr af nálinni hjá okkur og sætir meiri gagnrýni en nokkur önnur landgerð sem við vinnum með. Þessi mikla gagnrýni gerir það hins vegar að verkum að við erum sífellt að afla okkur nýrra upplýsinga, endurmennta okkur og að læra af reynslunni. Mitt helsta markmið sem verkefnastjóri endurheimtar votlendis er að reyna skapa jákvæðari umræður um mýrar, sem mikilvæg vistkerfi náttúru Íslands, og hversu gefandi er að taka þátt í endurheimt þeirra. Mig vantar bara fleira fólk sem vill tala við mig og þá sérstaklega fólk sem er svo heppið að eiga land og fá að gæta þess.” Iðunn Hauksdóttir, verkefnisstjóri: Ávinningur endurheimtar votlendis er fjölþættur Vopnfirðingurinn Þórður Helgason hóf vélaútgerð með notaðri taktorsgröfu í Vopnafirði fyrir hálfri öld. Hann er maðurinn sem fyllti upp í skurði hjá Vopnfirðingunum Gauta og Halldóru sem sagt er frá á forsíðu blaðsins. Það er full ástæða til að leita til reynslubolta á borð við Þórð. Menn eins og hann þekkja landið og hvernig best er að koma því í samt lag. Þórður sagði að þegar mokað væri ofan í gamla skurði til að endurheimta votlendi, þyrfti að þjappa nokkuð vel í þá einkum þar sem halli er talsverður. „Ef lítið er um uppmokstur vegna þess að honum hefur verið ýtt út er ráðlagt að gera band eða einskonar brýr með 10 - 20 metra millibili, þjappa vel og láta þær ná út yfir bakkana beggja vegna og vera nokkuð hærri en yfirborð skurðarins,“ sagði Þórður. Notað er efni úr skurðbökkum næst bandinu og af bakkanum nálægt því en gæta þess að grafa alls ekki djúpar holur eða gryfjur sem mynda óþarfa hættu fyrir dýr og menn. En hvernig vélar er best að nota? Þórður sagði að yfirleitt væru beltagröfur taldar bestar í svona verk. Þær fljóta oftast betur en ýtur og minna rask verður á landinu sem unnið er á. „Sjálfur er ég með 22 tonna beltagröfu á löngum undirvagni miðað við þyngd vélar.“ En hvenær árs er best að vinna verkin? Þórður segir að gott sé að moka ofan í skurði síðla vetrar ef nota þarf frost í jörð, annars snemma vors. Allt velti þetta þó á aðstæðum Þá sagði Þórður að það þyrfti að kynna bændum og öðrum landeigendum betur hvað felst í endurheimt votlendis. Þá skipti auðvitað miklu máli að þeir yrðu ekki fyrir umtalsverðum fjárútlátum vegna endurheimtarinnar. Beltagröfur eru bestar í endurheimtina 2 - Votlendi Það er hreint ekki sama hvernig staðið er að endurheimt votlendis. Þekking og reynsla kunnáttumanna á borð við Þórð, sem rætt er við í þessum blaðauka, er ómetanleg. Landgræðslan hélt námskeið fyrir vélaverktaka og fékk nokkra til að mynda s.k. rýnihóp. Þátttakendur, sem allir höfðu reynslu af endurheimt, voru sammála um að námskeiðið væri gagnlegt og hefðu sjálfir vilja sitja það áður en þeir fengu sitt fyrsta verk. Árið 2019 kom út leiðbeininga rit fyrir framkvæmdaraðila sem má finna á heimasíðu Landgræðslunnar. www.land.is Landgræðslan vill vanda enn betur til verka og býður áhugasömum verktökum á námskeið þar sem farið er yfir endurheimt votlendis og aðferðir við framkvæmdir. Landgræðslan þróar aðferðir við framkvæmdir á endurheimt votlendis „Ég ráðlegg þeim sem vilja endurheimta votlendi á sínu landi að kynna sér málefnið á heimasíðu Landgræðslunnar en þar er mikið af gagnlegum upplýsingum. Ég hvet líka bændur og landeigendur til að hafa beint samband við mig, en þeir sem kjósa að endurheimta votlendi í samstarfi við Landgræðsluna sækja um á rafrænu formi í gegnum heimasíðuna og hefur þá ráðgjafi samband við fyrsta tækifæri,” sagði Iðunn Hauksdóttir, verkefnisstjóri endurheimtar votlendis hjá Landgræðslunni. Lestu og læknaðu landið! Ein þeirra bóka sem hafa haft ótrúlega mikil áhrif á viðhorf fólks til umhverfismála heitir Að lesa og lækna landið. Margir kennarar hafa nýtt sér bókina og bent nemendum á hana. Bókin kostar ekkert og það er auðvelt að hlaða henni niður. Einn viðmælenda þessa blaðkálfs, Halldóra Andrésdóttir, sagði í samtali að á sínum tíma hefði hún ekki haft mikla trú á því að gróðurhúsalofttegundir væru vandamál hér á landi en eftir lestur bókarinnar hefði hún sannfærst um hið gagnstæða. Bókinni er hægt að hlaða frá vefnum www.moldin.net Landgræðslan býður vélaverktökum á námskeið um vernd og endurheimt votlendis með áherslu á aðferðir við framkvæmdir. Eftir námskeiðið fá þátttakendur staðfestingarskjal sem hægt verður að framvísa þegar sótt er um verk tengd endurheimt votlendis Fundurinn verður haldinn 19. apríl klukkan 20 Rafrænn fundur (Teams) Skráning í síma 4883000 eða með tölvupósti á votlendi@land.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.