Bændablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. mars 202250
Það þekkja það flestir að „fá í
bakið“ og oft er lélegri rúmdýnu
kennt um og vilja margir meina
að maður eigi að skipta um
rúmdýnu á 10 ára fresti. Þó
svo að kýrnar fái nú líklega
ekki í bakið, a.m.k. með sama
hætti og mannfólkið, þá skiptir
legusvæðið þeirra líka afar
miklu máli.
Það er vel þekkt staðreynd
að kýr sem ekki hvílast nóg eru
nytlægri, en hvað þarf til svo að
kýrnar hvílist nóg? Fyrst og fremst
er það hönnun legubássins sem
hefur áhrif á hvíld kúnna og sé
rýmið nægt, undirlagið mjúkt og
þurrt þá eru forsendurnar til staðar
svo kýrnar geti hvílst vel.
Af hverju?
Rannsóknir hafa sýnt fram á að séu
kýr afslappaðar og á mjúkum og
vel hönnuðum legubásum verður
blóðflæðið til júgursins gott sem
hefur svo bein jákvæð áhrif á
mjólkurframleiðsluna. Ef kýrnar
standa hins vegar hlutfallslega
mikið þá er þessu í raun þveröfugt
farið. Þessi einfalda staðreynd
gerir það að verkum að eitt af
aðalmarkmiðum með hönnun fjósa
er að útbúa þau með þeim hætti að
kýr geti legið og það sem lengst.
Breytilegur legutími
Legutími kúa er ekki ein föst stærð
heldur er hann mjög breytilegur
á milli kúa, þetta skýrist m.a. af
þáttum eins og hönnun básanna
sjálfra, aðgengi kúnna að básunum,
fóðri og vatni auk þéttleika í fjósi.
Allir þessir þættir skipta máli og
má nefna sem dæmi að sé aðgengið
að vatni takmarkað, þ.e. fáir staðir
í fjósinu þar sem kýrnar eiga að
drekka, þá sýna rannsóknir að
legutíminn getur orðið styttri!
Algengt er að miða við að
kýrnar nýti legubásana um
helminginn af sólarhringnum en
því hærra hlutfall sólarhringsins
sem fer í hvíld, því betra.
Röng notkun herðakambsslár
Rangt staðsettar innréttingar og
of litlir legubásar koma í veg
fyrir að kýrnar geti lagst niður
og staðið upp á eðlilegan hátt og
það sem hefur mest áhrif á hversu
auðveldlega kýrin getur staðið
upp og lagst niður í legubásnum,
og hvernig kýrin kemur til með
að liggja, er staðsetning og
hönnun herðakambsslárinnar.
Hér áður fyrr var herðakambs-
sláin í raun notuð eins og hálfgert
stjórntæki fyrir leguhegðun kúa
og ef herðakambssláin var sett of
framarlega í básinn var hætta á
því að kýrin legðist of innarlega í
básinn og þar af leiðandi gat hún
orðið óhrein af þeim völdum og
básinn skítugur.
Margir tóku því til þess ráðs
að hafa herðakambsslána mjög
aftarlega í básunum en það ýtti
oft kúm út í það að liggja nánast
út af í básunum með tilheyrandi
neikvæðum áhrifum á velferð
þeirra. Í dag er afstaðan til
herðakambssláa önnur enda hafa
rétt staðsett bringuborð eða -rör
leyst úr þessum staðsetningarvanda
að mestu. Með því að vera með
slíkan búnað í básunum þá
afmarkast legusvæðið fyrir kýrnar
og flestar ná að liggja rétt, óháð
því hvernig herðakambssláin er í
raun stillt.
Legubásarannsókn
Nýleg þýsk rannsókn, sem gerð
var á 64 kúabúum, sýndi fram á
að beint samhengi var á milli þess
hvernig legubásarnir voru hannaðir
og hve hreinar kýrnar voru.
Hreinleiki kúa skiptir verulega
miklu máli enda eru hreinar kýr
með betra júgurheilbrigði svo
dæmi sé tekið.
Þá eru kýr almennt þannig að
þær kjósa að halda sér hreinum
svo óhreinindi á húð eða hárum
er ekki eitthvað sem þær kjósa
sjálfar. Kúabúin í þessari rannsókn
höfðu að meðaltali 374 kýr og
voru fjósin öll legubásafjós
en þó með mismunandi gerðir
legubása. Sum fjósin voru með
legubásagúmmímottur með
undirburði ofan á eins og þekkist
víða á Íslandi, en önnur með hálm-
eða sandfyllingu í básunum.
Bein áhrif á hreinleika
Niðurstöðurnar sýndu skýrt fram á
áhrif þess á kýrnar hvernig básinn
var bæði hannaður og frágenginn.
Þannig var t.d. beint samhengi
milli þess hve kýrnar voru óhreinar
og rangrar hönnunar eða frágangi
á legubásainnréttingum. T.d. voru
81% kúnna, þar sem gúmmímottur
voru í legubásum, óhreinar á fótum
í samanburði við einungis 45% kúa
þar sem sandur eða hálmur var í
stað gúmmímotta.
Þetta átti einnig við um
hreinleika á júgri en 69% kúnna,
þar sem gúmmímottur voru í
legubásum, voru stigaðar óhreinar
í samanburði við 35% kúa í fjósum
þar sem var sandur eða hálmur.
Þessar niðurstöður má hæglega
heimfæra upp á íslenskar aðstæður
og mæla með því, í ljósi þess hve
mörg fjós eru með gúmmímottur
á Íslandi, að tryggja næga notkun
á undirburði ofan á þessar mottur.
Herðakambssláin hefur áhrif
Eins og áður segir hefur hlutverk
herðakambsslár breyst á síðustu
25 árum og frá því að vera notuð
til þess að reyna að tryggja það að
kýrnar myndu ekki óhreinka bás-
ana, með því að geta ekki lagst of
ofarlega í þá, yfir í það að hafa það
hlutverk að halda innréttingunum
á sínum stað. Þetta breyttist í
raun með tilkomu svokallaðra
vel-ferðarherðakambssláa, sem
njóta vaxandi vinsælda en dæmi
um slíka má sjá á meðfylgjandi
mynd. Í raun eru til í dag ótal
aðrar gerðir innréttinga, sem hafa
þó það sama meginmarkmið að
taka tillit til kúnna og þarfa þeirra
í stað þess að vera einhvers konar
takmarkandi búnaður á eðlilega
hreyfingu kúnna.
Niðurstöður rannsóknarinnar,
sem hér að framan var nefnd,
sýndu skýrt fram á mikilvægi
þess að herðakambssláin væri
ekki fyrir kúnum þegar þær ætla
að nota básana og því hærri
sem herðakambssláin var, því
hreinni voru þær! Hins vegar,
og kemur það ekki á óvart, urðu
kýrnar óhreinni því lengra fram
í básnum sem herðakambssláin
var. Þetta kemur heim og saman
við fyrri ráðleggingar um að nota
herðakambsslána til þess að „stilla
af“ kýrnar í básunum. Eins og áður
segir þá er í dag mælt með því að
nota rétt staðsett bringuborð til
þess að stilla kýrnar af í básunum
í stað herðakambsslárinnar.
Breidd legubássins
Það er algengur misskilningur
bænda víða um heim að einhverjar
málsetningar í reglugerðum segi
í raun til um hvað sé rétt að hafa
bása langa eða breiða. Yfirleitt er
það þannig að í reglugerðum er
bara kveðið á um lágmörk, þ.e.
minnstu mögulegu stærðir sem
heimilt er að vera með.
Fullyrða má að oftar en ekki þá
eigi að horfa til annarra þátta við
stærðarval þegar básar eru hannaðir
og framangreind rannsókn sýndi
að breidd básanna hefur bein áhrif
á hreinleika kúnna. Þannig urðu
þær hreinni með breikkandi básum
og fyrir hverja 10 sentímetra
sem básarnir breikkuðu, lækkaði
hlutfall óhreinna kúa um 18,5%!
Hvernig á að meta ástandið?
Til þess að meta hvernig staðan
Á FAGLEGUM NÓTUM
Snorri Sigurðsson
snorri.sigurdsson@outlook.com
Kýrnar fá ekki í bakið, en …
Dæmi um innréttingar með velferðarherðakambsslá.
Nú er tími trjáa- og runna-
klippinga og rétt að huga að
þeim verkfærum sem notuð
eru við umhirðu garðsins.
Þeir sem eru langt gengnir í
garðyrkjuáhuganum hafa sumir
viðað að sér ýmiss konar
tækjum og tólum sem auðvelda
garðvinnuna, eða gera hana á
einhvern hátt skemmtilegri.
Tækin þarf að fara yfir fyrir
vorið, sjá til þess að verkfærin
bíti vel, virki eins og til er ætlast
og jafnvel endurnýja úr sér gengin
tæki.
Rafmagn í stað bensíns
Flest vélknúin garðverkfæri ganga
fyrir bensíni. Það er varasamt efni
sem ætti ekki að geyma í skúrnum
innan um annað dót. Sem betur fer
eykst sífellt úrval tækja sem hægt
er að knýja með rafmagni. Lengi
hafa t.d. verið notaðar sláttuvélar
og vélorf sem hægt er að stinga
í samband við rafmagn. Þar er
sjálf snúran eina vandamálið. En
á undanförnum árum hefur bæst
í flóruna mikið af tækjum, bæði
smærri og stærri, sem ganga fyrir
öflugum rafhlöðum sem eru bæði
endingargóð og auðveld í notkun.
Grassláttur með hleðslu-
sláttuvél er þægileg lausn
Flestir garðeigendur þurfa að slá
gras í görðum sínum mörgum
sinnum á hverju sumri. Fátt
er leiðinlegt í garðyrkju en eitt
af því leiðinlegasta er þegar
sláttuvélin fer ekki í gang eins og
til var ætlast, þegar til á að taka.
Þá koma hleðslusláttuvélarnar
eins og himnasending. Hægt er
að fá fullkomlega nógu öflugar
sláttuvélar og rafhlöðurnar endast
vel, þær eru tiltölulega hljóðlátar
og fara í gang eins og hugur
manns.
Það sem þarf til er rafhlaða,
kannski tvær, og hleðslutæki.
Ein hleðsla dugar vel til að slá
meðalstóran garð. Sláttuvélin
safnar grasinu í kassa og auðvelt
er að tæma hann í safnhauginn eða
undir beðin. Þá er hægt að setja í
garðinn slátturóbót sem vinnur á
svipaðan hátt og ryksuguróbót og
gerir mikið gagn.
Aðrir góðir kostir sem
garðeigendur geta velt fyrir sér
er léttur jarðvegstætari fyrir
matjurtabeðin. Til eru tæki sem
skipta má út á þann hátt að
með fáum handtökum er hægt
að breyta jarðvegstætaranum í
limgerðisklippur, litla keðjusög,
laufblásara, vélorf sem getur tekið
bæði gras og grófara efni eins og
lúpínuhálm, þétta sinutoppa og
annan rudda sem þarf að fjarlægja.
Limgerðisklippur knúnar
rafmagni eru sérlega hentug tæki
sem eru í notkun bæði sumar og
vetur.
Rafknúinn greinakurlari
vinnur á smærri greinum og
saxar þær vel. Einnig eru til
rafknúnar bakdælur, kantskerar,
háþrýstidælur og laufsóparar.
Keðjusögin er sér kapítuli
Rafhlöðudrifnar keðjusagir eru
nógu öflug tæki til þess að fella
með jafnvel stærri tré og sverar
greinar, enginn garðeigandi þarf að
búast við að þurfa að nota stærstu
gerðir þeirra. Ef staðan er orðin sú
að fella þurfi há eða krónumikil
tré í garðinum ættu garðeigendur
samt skilyrðislaust að leita til
fagfólks í stað þess að ráðast á
trén sjálf. Keðjusagir eru nefnilega
viðsjárverðir gripir og alls ekki
hættulausar.
Það er æskilegt að notendur
keðjusaga hafi fengið leiðsögn
fagfólks í meðhöndlun þeirra,
og beri tilhlýðilega virðingu
fyrir söginni. Þá er alltaf notaður
sérhæfður öryggisbúnaður eins
og keðjusagarskór/-stígvél,
buxur með sagarvörn, hjálmur
með heyrnarhlífum og andlitshlíf.
Aldrei ætti maður að vinna einn
með keðjusög. Þegar notandinn
hefur komist upp á lag með að
nota rafhlöðudrifna keðjusög er
hann fær í flestar trjáfellingar
nema þær stærri, grisjun ungra
skógarteiga, hreinsun greina o.fl.
Rafhlöðuknúin tæki menga
sáralítið og vinna starf sitt vel
Margir kostir fylgja tækjum af þessu
tagi. Engin ástæða er til að geyma
hálftóma bensínbrúsa mánuðum
saman, bensínleifum úr vélum
þarf ekki að farga, vélarnar eru
tiltölulega hljóðlátar og ekki þarf
að trekkja þær í gang, aðeins ýta
á takka til að gangsetja þær. Þegar
unnið er lengi með tækin finnst að
titringur er minni en við notkun
bensínknúinna tækja og bruni
eldsneytis veldur hvorki höfuðverk
né óþægindum í öndunarfærum.
CO2-útblástur er úr sögunni að
mestu og kolefnissporið hverfur.
Þessi tæki geta því að langmestu
leyti komið í stað eldri tækja.
Ef notuð eru tæki frá sama
framleiðanda er hægt að nota sömu
rafhlöðuna og hleðslutækið við
þau öll, með tilheyrandi sparnaði.
Engar snúrur flækjast fyrir sem
gerir kost á að vinna ýmis verk í
sumarhúsalóðinni sem ekki var
hægt að gera með áður nema með
ærnu erfiði.
Ingólfur Guðnason.
GARÐYRKJUSKÓLI LBHÍ REYKJUM
Orkuskipti í garðinum
Slátturróbót.
Keðjusagir eru viðsjárverðir gripir og alls ekki hættulausar.
Limgerðisklippur eru sérlega
hentug tæki bæði sumar og vetur.