Bændablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. mars 202242 Romm er brennt vín unnið úr gerjuðum melassa og sykurreyrs­ safa. Drykkurinn er upprunninn á eyju austast í Karíbahafi og nátengdur þrælaverslun og þrælahaldi. Flestar tegundir af rommi eru framleiddar á eyjum í Karíbahafi og í Mið­Ameríku. Romm var um tíma viðurkennt sem gjaldmiðill á pari við gull. Heimildir um áfengan drykk sem unninn er úr safa sykurreyr þekkjast allt frá sjöundu öld fyrir Krist. Náttúruleg heimkynni sykurreyrs eru í hitabelti Suður- og Suðaustur- Asíu. Ættkvíslarheiti plöntunnar á latnesku er Saccharum og þrjár tegundir eru algengastar, S. barberi, sem er upprunnin á Indlandi eða Kína og S. edule og S. officinarum, sem báðar koma frá Nýju-Gíneu. Sykurreyr og sykurreyrssafi Samkvæmt indverskum Ayurveda- lækningum frá sjöundu öld fyrir upphaf vestræns tímatals var hollt að drekka gerjaðan sykurreyrssafa í félagsskap vina. Sami drykkur undir heitinu shidhu er síðar nefndur í fornu riti á sanskrít. Á sjöttu öld fyrir Krist hófst verslun, í smáum stíl, með sykurreyr og sykur úr reyr frá Indlandi um Persíu til Grikklands. Í fyrstu var sykurreyr hjúpaður talsverðri leynd og talið að stönglar plöntunnar framleiddu hunang án býflugna, enda var hunang eina þekkta sætuefnið í Evrópu á þeim tíma. Sykur var kallað hvítt salt og salt frá Indlandi. Verð á sykri var gríðarhátt í fyrstu og reyndar allt fram á 18. öld og ekki á færi nema aðalsmanna og ríkra að neyta þess. Sagt er að Pétur I af Kýpur hafi fært fulltrúum þjóðhöfðingja Evrópu á Kraká-þinginu árið 1364 flöskur af rommi sem gjöf, en tilgangur þingsins mun hafa verið að ræða trúarleg áhrif múslima í Evrópu. Samkvæmt þessu má ætla að sykurreyr hafi verið ræktaður á Kýpur á fjórtándu öld, að verslað hafi verið með drykki gerjaða úr sykurreyr á Kýpur eða að um allt öðruvísi drykk hafi verið að ræða sem var kallaður romm. Malay-fólk á eyjunum Súmötru, Borneó og á Malasíuskaga hefur í tugi alda gerjað áfengan drykk sem það kallar brum úr safa sykurreyrs. Landkönnuðurinn Markó Póló segir í ferðabók sinni frá 14. öld að hann hafi smakkað áfengi sem gert var úr sykurreyr þar sem í dag er Íran. Í Tékklandi og Slóveníu er búið til rommlíkt áfengi úr sykurrófum sem kallast tuzemak. Sykurreyr var ein af fyrstu plöntunum sem Evrópumenn fluttu með sér til eyja Karíbahafs eftir landafundina í vestri. Eftir að ræktun á sykurreyr barst til Nýja heimsins óx framleiðsla sykurs hratt og verð á honum lækkaði. Þrátt fyrir það urðu plantekru- eigendur á eyjum eins og Barbados, svokallaðir sykurbarónar, fljótlega með ríkustu mönnum í heimi, enda margir hverjir með illræmdustu þrælahöldurum sem sögur fara af. Rytmi þræla Sagan segir að rytminn í söng þrælanna á sykurökrunum hafi verið mun ákafari og hraðari en þeirra sem strituðu við bómull og tóbaksrækt. Auk þess sem líftími sykurþrælanna var mun styttri en við annars konar plantekruþrældóm. Gerjaður safi úr sykurreyr Melassi er hliðar- og afgangsafurð sem fæst við vinnslu á sykri úr sykurreyr og safa plöntunnar. Þrælar frá Afríku á eyjum Karíbahafsins, nánar tiltekið á eyjunni Nevis, uppgötvuðu á 17. öld að hægt var að gerja sterkt áfengi úr melassa. Um drykkinn var sagt í bréfi frá 1620 að hann væri rótsterkur og hryllilegur á bragðið. Nafnaspeki Ekki er vitað fyrir víst hver er uppruni heitisins rum eða romm eins og drykkurinn kallast á íslensku og nokkrar getgátur á lofti. Ein kenningin og sú sem talin er líklegust tengir heitið við „rumlullion“ eða „rumbustion“, fyrra orðið var heiti á drykk sem gerður var úr soðnum sykurreyrsstönglum en hitt táknar óróa eða læti. Heitið rum var almennt komið í notkun um 1650 sem heiti á áfengum drykkjum frá eyjum í Karíbahafi og ekki síst Barbados. Auk þess sem drykkurinn gekk undir gælunöfnum eins og blóð Nelsons lávarðar, djöflabani, djöflavatn, sjóræningjavatn og Barbadosvatn. Blóð Nelsons lávarðar Nelson lávarður, flotaforingi og þjóðhetja Breta, lést skömmu eftir að hann sigraði Spánverja og Frakka í sjóorrustu 1805, sem kennd er við Trafalgar. Eftir dauða hans var skrokknum komið fyrir í tunnu og tunnan fyllt af rommi til að marinera og varðveita líkið sem skyldi jarðað á Englandi. Við heimkomuna kom í ljós að rommpækillinn var horfinn úr tunnunni og við nánari eftirgrennslan kom í ljós að áhöfnin á skipinu sem flutti hetjuna heim hafði borað gat á tunnuna og drukkið rommið. Gjaldmiðill á pari við gull Eiming á rommi úr sykurreyr hófst í Boston í Massachusetts-ríki í Norður- Ameríku árið 1664. Framleiðsla á Romm tengdist snemma sjómennsku og sjóræningjum. Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is SAGA MATAR&DRYKKJA Rommi helt niður á bannárunum í Bandaríkjunum. Rommi var oft smyglað með því að fleyta rommtunnum í land. Á myndinni má sjá eina slíka sendingu sem laganna verðir hafa komist yfir og eru í óða önn að hella niður. Romm er stundum kallað blóð Nelsons lávarðar og flotaforingja, en ekki er allt sem sýnist um tilkomu nafnsins. Drykkur með slæma samvisku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.