Bændablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. mars 202234 Votlendissjóður er í virkri endurheimt með fjölda landeigenda um allt land í samvinnu við Landgræðsluna sem mælir og metur jarðir fyrir sjóðinn til endurheimtar og miðlar þekkingu sinni við framkvæmd verkefnanna. Votlendissjóður greiðir framkvæmdina, leyfisöflun og allar mælingar framkvæmdarinnar en fær í staðinn þær kolefniseiningar sem var aflað. Samningurinn gildir í átta ár. Um þetta er gerður staðlaður samningur milli landeigenda og sjóðsins. Landeigandinn fær í staðinn alla framkvæmdina greidda og að loknum samningstímanum fær landeigandinn vottaðar og staðfestar kolefniseiningar sem unnar voru eftir ferlum IPCC. Þær einingar er hægt að nota í kolefnisjöfnun, rekstur eða áframhaldandi sölu eininganna en þá er það landeigandinn sem selur einingarnar. Forsenda sölu slíkra eininga er að þær hafi verið mældar, metnar og mótaðar í ferlum sem þessum. Votlendissjóður er sjálfseignarstofnun Mikilvægt er að halda því til haga að Votlendissjóður er sjálfseignastofnun sem er fjármögnuð af einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélögum með ríka samfélagsábyrgð. Votlendissjóðurinn hefur engar fyrirfram gefnar heimildir til neinna framkvæmda; hvorki í landi einkaaðila eða hins opinberra. Fyrir framkvæmdum þarf að liggja skýrt leyfi og ríkur vilji viðkomandi landeigenda og sveitarfélags. Hægt er að kynna sér gagnsemi endurheimtar votlendis á votlendi.is Votlendis- sjóður greiðir en fær í staðinn kolefnis- einingar til átta ára Íslensk votlendi eru mikilvæg fyrir vaðfugla á norðurhveli jarðar Votlendi hafa mikið og margvísleg gildi. Umhverfisstofnun hefur raðað votlendi upp í þrjá meginflokka sem hafa vatnsfræðileg-, næringarefnafræðileg- og vistfræðileg gildi. Þannig geymir votlendi stærstan hluta kolefnisforða jarðarinnar. Votlendin eru mikilvæg búsvæði plantna, fugla, fiska og smádýra, bæta vatnsbúskap jarðar og geta jafnað vatnsrennsli og þannig minnkað hættu á flóðum, sveiflum í vatnsrennsli og jarðvegsrofi. Veruleg miðlun er frá votlendi í árnar sem bætir lífsskilyrði í þeim. Þetta skiptir sérstaklega máli á þurrkatímum, líkt og hér var sumarið 2019. Í miklum rigningum taka votlendissvæði til sín vatn, en miðla vatni frá sér í þurrkatíð. Á þann hátt viðhalda votlendissvæði jöfnu rennsli í lækjum og ám, en jafnt rennsli straumvatna er mikilvægt fyrir þær lífverur sem þar búa, s.s. laxfiska. Hagsmunir eigenda og leigjenda veiðiréttar Þetta eru þættir sem eigendur og leigjendur veiðiréttar ættu að taka til skoðunar og velta fyrir sér hvort tækifæri er til þess að efla vatnsgæði sinna eigna með endurheimt á vatnasvæðunum. Bæði leigutakar og leigusalar veiðiréttar ættu að veita þessu sérstaka athygli því endurheimt votlendis á svæðum þeirra getur skipt miklu máli þegar kemur að fiskgengd og veiði. Þegar fréttir berast af meiri veiði – aukast tekjur landeigenda. Votlendi getur minnkað hættu á flóðum og sveiflum í vatnsrennsli Dýralíf Smádýralíf er fjölskrúðugt í mýrum og tjörnum. Í tjörnum og lækjum finnast fiskar svo sem hornsíli, silungar og áll sem er á válista. Votlendi ýmiskonar eru mikilvæg búsvæði fugla og yfir 90% íslenskra fugla utan sjófugla byggja afkomu sína að einhverju leyti á þeim. Íslensk votlendi eru einkar mikilvæg fyrir vaðfugla á norðurhveli jarðar og er þéttleiki þeirra oft mun hærri hérlendis en í nágrannalöndum okkar. Gróður Það sem einkennir gróðurfar íslenskra mýra er mikil gróska, þekja æðplantna er mikil og þekja barnamosa lítil þó að oft sé mikið um aðra mosa í sverði. Mýrarnar eru mikilvæg búsvæði sjaldgæfra plöntutegunda og tegunda sem njóta verndar. Algengar tegundir eru ýmsar starir (Carex spp.), elftingar (Equisetum spp.) klófífa og smárunnar. Jarðvegur Jarðvegur mýra er afar ríkur af lífrænu efni vegna þess að þar eru aðstæður ekki hliðhollar rotverum og það lífræna efni sem fellur til ár hvert brotnar ekki niður nema að hluta til en safnast þess í stað upp. Vegna eldvirkni og jarðvegsrofs hér á landi, berst töluvert af steinefnum í jarðveg mýranna og því er jarðvegurinn næringarefnaríkur og sýrustig er tiltölulega hátt miðað við önnur lönd. Kolefni jarðvegs er oft lægra en 25 % í efri lögum en hærra í þeim sem neðar liggja. Þó að hlutfall kolefnis sé tiltölulega lágt miðað við mýrar heimsins er magn kolefnis hátt á Íslandi þar sem steinefnin eru alla jafna viðbót við lífræna efnið en koma ekki í stað þess. Í byrjun síðastliðins haust fór hópur Íslendinga til Skotlands á vegum ELP (Endangered Landscape Programme) sjóðsins, sem er í eigu sænskrar auðmannsfjölskyldu. Sjóðurinn hefur veitt mjög háa styrki til endurheimtarverkefna, til vistheimtar, landslagsverndunar og fleiri verkefna á því sviði. Ferðin var hugsuð sem hluti af undirbúningsvinnu fyrir endurheimtarverkefni í Hvalfirði. Umrætt verkefni er unnið í samstarfi Fuglaverndar og Votlendissjóðs með aðkomu RSBP (The Royal Society of Bird Protection), sem eru ein stærstu umhverfissamtök heims. Á síðustu öldum hafa votlendi í Skotlandi átt undir högg að sækja vegna landbúnaðar og skógræktar. Mýrarjarðvegi var víða flett ofan af láglendissvæðum til akuryrkju og iðnaðar. Mórinn var notaður til eldiviðar og stundum einfaldlega fleytt niður árnar. Skotar eru hins vegar komnir langt á undan okkur í endurheimt votlendis og glataðra vistkerfa. Vélakostur Skotanna var meiri en Íslendingarnir áttu að venjast. Á svæði nokkru í hálöndunum var t.d. verið að vinna að endurheimt votlendis með afkastamikilli gröfu. Á bómu gröfunnar sem vann að þessu verkefni var skófla til að moka aðliggjandi jarðvegi í skurðinn og hún gat einnig tætt torfurnar og blásið þeim á rétta staði og einnig tætt sinubagga yfir sárið til að flýta fyrir sjálfgræðslu þess. Á hverju hausti er sina slegin á völdum svæðum á hálendi Skotlands og sett í stórsekki. Sinan er einnig notuð og má nefna að hún er látin græða upp jarðvegssár í svörtum mýrarjarðvegi og til að stöðva rofið sem þar er á áveðurshjöllum og vatnsrofi. Það var eftirtektarvert hve landeigandinn leggur mikla áherslu á alhliða og fjölbreytta endurheimt – ekki bara votlendis heldur líka alhliða vistheimt, fuglavernd, endurheimt byggða, þorpa og bæja. Þá var eftirtektarvert að skoska skógræktin tekur virkan þátt í endurheimt vistkerfa með því að höggva niður stafafuruskóga og planta innlendum tegundum í staðinn og gildir þá einu hvort stafafuran er fullvaxin eður ei. Hópurinn heimsótti verndarsvæðið í Abernethy en þar var gestastofan í verðmætu votlendi og umlukt gömlum skógi. Á þessu svæði var mikið langt upp úr aðgengi og fræðslu fyrir almenning. Fræðslan var bæði á formi skilta við göngustíga og leiðsögn starfsmanna verkefnisins um svæðið. Sama áhersla var lögð á fræðslu á 10.000 ha svæði sem er flæðiengi Spey árinnar. Svæðið er af mörgum talið eitt verðmætasta votlendi í Evrópu. Skotar leggja mikla áherslu á fræðslu og aðgengi almennings að votlendissvæðum 4 - Votlendi Endurheimt votlendis er viðurkennd aðferð hjá Loftslagsráði sameinuðu þjóðanna (IPCC) í baráttunni við loftslagsbreytingarnar. Alþjóðleg viðmið um losun hvers hektara sem IPCC hefur gefið út eru 19.5 tonn. Mælingar hér á landi gefa til kynna að meðaltalið sé nokkuð svipað og þegar kemur að losun íslenskra mýra. Þetta þýðir að árlega losar hver hektari í framræstu mýrlendi 19.5 tonn af koldíoxíð. Árið 2019 stöðvaði Votlendissjóður losun 1.404 tonna af koldíoxíði en uppreiknað til 3 ára eru það 4.212 tonn. Árið 2020 stöðvaði sjóðurinn losun 2.636 tonna en uppreiknað til 2 ára eru það 5.265 tonn. Samtals til dagsins í dag eru þetta 9.477 tonn sem samsvara losun 4.738 nýrra fólksbíla á sama tíma. Stöðvaði losun 5000 fólksbíla! Votlendi eru mögnuð vistkerfi sem í góðu ástandi gegna mörgum mikilvægum hlutverkum. Þau geyma gífurlegan forða kolefnis sem losnar út í andrúmsloftið við framræslu. Votlendi eru búsvæði ýmissa lífvera sem sumar eiga nú undir högg að sækja auk þess sem votlendi gegna stóru hlutverki við miðlun og geymslu vatns og næringarefna. Þess vegna er mikilvægt að hlúa að votlendi landsins, vernda þau og laga það sem búið er að raska. Votlendi geyma gífurlegan forða kolefnis www.votlendi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.