Bændablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 48
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. mars 202248 LESENDARÝNI Blóðmerahaldið – eðli mótrakanna Um blóðmerahald hefur verið heit umræða í þjóðfélaginu að undanförnu. Hún hefur gripið með sér hrifnæmt fólk, sem fordæmir starfsemina á grundvelli þeirrar hrifnæmi, en ekki á grundvelli þekkingar og staðreynda. Hér skal aðeins vikið stuttlega að nokkrum veigamiklum staðreyndum í málinu sem sýna að áróðurinn gegn blóðmerahaldi er á villigötum en er hvorki reistur á þekkingu og staðreyndum né skilningi á eðli málanna. Ítrekað hefur það verið fullyrt að íslenskar merar þoli ekki að tekið sé úr þeim það magn blóðs sem vani er. Slík fullyrðing ber óhjákvæmilega í sér þá merkingu að merarnar veikist, veslist upp eða drepist vegna blóðtökunnar. Það eru hins vegar engin dæmi um það í reyndinni. Merarnar koma út úr blóðtökutímabilinu við bestu heilsu og hafa gert það í áratugi svo hundruðum skiptir árlega. Þessi staðhæfing um þolið er því greinilega ekki staðreynd og staðhæfingin er því alls ekki nothæf sem rök í málinu. Því hefur líka verið haldið fram að blóðtökurnar séu dýraníð. Staðreyndin er hins vegar sú, að engin íslensk hross hafa það eins gott og blóðmerarnar. Hámarksálag af mannavöldum á þær er á meðan þær eru reknar inn í blóðtökubásinn og blóðið tekið. Sá tími sem í þetta fer í tilviki hverrar hryssu er að jafnaði um ein klukkustund á ári og hryssur koma fullfrískar og eðlilegar út úr básnum. Allan annan tíma ársins eru þessar hryssur nánast eins og villihrossastóð í frjálsri náttúru að því fráskildu að þær hafa tryggt fóður allan ársins hring bæði í góðri beit og útgjöf eftir þörfum. Þörfin miðast við að þær komi vel fram gengnar og í sæld undan vetri og geti auðveldlega gengið með fóstur, kastað heilbrigðu folaldi að vori og séð því fyrir nægri mjólk og síðan komið inn í blóðtökurnar um mitt sumar hraustar og heilbrigðar. Staðhæfingin um dýraníð stenst því engan veginn, hún er ekki staðreynd og er vita gagnslaus sem rök í málinu. Því hefur einnig verið haldið fram að folöld úr blóðstóðum séu smærri eða ræfilslegri en önnur folöld. Líklega hefur engin magnbindandi úttekt verið gerð á því máli, en það er reynsla þeirra fjölmörgu sem fylgjast með hrossastóðum og kunna að lesa í ástand folalda að þessi fullyrðing er ekki á rökum reist. Ég hef t.d. um áraraðir fylgst með blóðtökum á ýmsum bæjum og aldrei séð annað en að folöldin í þeim stóðum sem ég þekki séu almennt stór og þroskamikil að hausti, heilsuhraust, falleg og sæl og síst smærri en önnur folöld. Það má því fullyrða að þessi staðhæfing um folöldin sé ekki staðreynd frekar en hinar ásakanirnar tvær og er því heldur ekki nothæf sem rök í málinu. Þessi þrjú atriði eru eiginlega allt sem segja þarf um blóðmerahaldið og nóg til að sýna fram á það, að áróðurinn gegn því byggist ekki á staðreyndum og miðar ekki að sannri og málefnalegri umræðu um málið. Þetta er í raun svæsinn áróður ætlaður til að spilla fyrir starfseminni og brjóta hana á bak aftur. Hann er sem sagt vísvitandi skemmdarverk. Páll ImslandPáll Imsland. Við höfum lengi talið okkur trú um að við séum svo græn að við séum öðrum þjóðum fyrirmynd í þeim efnum. Við þreytumst ekki á að benda á hitaveituvæðinguna sem átti sér stað fyrir 50-100 árum og vatnsaflið sem að stórum hluta eru 30-100 ára gömul orkuver. Raunin er hins vegar sú að við losum tvöfalt meira kolefni per einstakling en meðaltal Evrópska efnahagssvæðisins (EES) og með því mesta á heimsmælikvarða. Og þá erum við bara að tala um þann hluta sem tekinn er með í kolefnisbókhaldinu. En kolefnið veit ekkert hvaðan það kom og hefur heldur ekki neinn skilning á bókhaldi. Losun frá landnotkun (LULUCF) er mun meiri en sú sem talin er með í bókhaldinu (BÁS) og frá stóriðjunni (ETS) til samans. Ef við ætlum að halda væntan­ legri hlýnun innan einhverra marka þurfum við að skoða alla kosti til bæði minni losunar og meiri bindingar með opnum huga. Við þurfum að nálgast verkefnið saman, í stað þess að reyna að finna sökudólga eða reyna að hafa lífsviðurværi af fólki. Við þurfum að hafa skilgreind verkefni þar sem meiri hagsmunir borga fyrir þá minni. Markmiðið er skýrt… að minnka magn kolefnis í andrúmsloftinu. Það eru tvær leiðir til þess, að minnka losun og auka kolefnisbindingu. Þetta er ekki spurning um það hvort eitt sé betra en annað, nema þá í samhengi við skilvirkni, heldur mun allt sem við gerum hjálpa. Kolefni er frumefni og því allt eins, þetta er sameiginlegt verkefni allra jarðarbúa. Tillaga að leiðum: Innlendur markaður með kol­ efnis ígildi í losun og bindingu Það eru til alþjóðleg viðskipta­ kerfi fyrir kolefni, en þau taka ekki tillit til losunar og bindingar við landnotkun nema að litlu leiti. Því er einsýnt að koma þarf upp innlendu viðskiptakerfi fyrir losun og bindingu við landnotkun þannig að hægt sé að gera breytingar í landbúnaði sem leiða af sér minni losun frá landnotkun með fjárhagslegum hvötum. Lög um beitarrétt verði svipuð og um veiðifélög Sett verði lög sem skilgreini ítölu fyrir afrétti út frá beitarþoli og geri beitarréttarhöfum mögulegt að leigja frá sér beitarrétt svæðis­ bundið. Þá væri hægt að leigja eða kaupa upp beitarrétt t.d. með aðferðum tvíhliða uppboða í anda Nóbelsverðlaunahafanna 2020, Paul R. Milgrom og Robert B. Wilson (https://www. nobelprize.org/prizes/economic­ sciences/2020/summary/) sem m.a. notuðu þessa aðferð til að færi senditíðnir frá sjónvarpsstöðvum (sem hvort sem eru voru að mestu komnar á ljósleiðara) til símafyrirtækja sem vantaði tíðnir vegna aukinnar notkunar snjalltækja. Þar borguðu meiri hagsmunir fyrir þá minni. Kolefnisspor tengt vöru Hægt væri að merkja kolefnis­ jafnaða vöru sem slíka með vottun. Neytendur gætu þá frekar keypt vöru sem framleidd hefur verið án sótspors. Höfum gert það áður og getum það aftur Íslendingar fengu í gegn reglur sem takmarka losun þrávirkra eiturefna (sem annars hefðu eyðilagt fiskafurðirnar okkar), við fengum í gegn 200 mílna efnahagslögsögu, við tókum á unglingadrykkju, við höfum næstum komið í veg fyrir slys á sjó og við erum að massa Covid­19. Þegar við tökum okkur til getum við sannarlega skipt máli þótt við séum fá. Ósk mín er sú að við tökum á þessu sem heild og lítum á þetta sem tækifæri, en leitum ekki sökudólga. Þar sem losun er mikil er tækifærið stórt, sem getur dregið til sín umtalsverða fjármuni. Þá þannig að enginn beri skarðan hlut frá borði. Lárus Elíasson, skógarbóndi Rauðsgili 320 Reykholti Borgarbyggð Heimild: Hagstofan, 07.11.2018, https://hagstofa.is/utgafur/frettasafn/ umhverfi/losun-koltvisyrings-a-einstakling/ Heimild: Umhverfisstofnun, https://ust.is/loft/losun-grodurhusalofttegunda/ losun-fra-landnotkun/ Heimild: Rit LbhÍ nr. 133, 2020, Loftslag, kolefni og mold, Ólafur Arnalds og Jón Guðmundsson. „Allan annan tíma ársins eru þessar hryssur nánast eins og villihrossastóð í frjálsri náttúru að því fráskildu að þær hafa tryggt fóður allan ársins hring bæði í góðri beit og útgjöf eftir þörfum.“ Mynd / Páll Imsland Það fari saman hljóð og mynd ... –við skiptum öll máli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.