Bændablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. mars 202230 LÍF&STARF Séð yfir svæði Gróðurs á Hverabakka, en gróðrarstöðin er steinsnar frá Gömlu lauginni við Flúðir. Mynd / ghp Blómkál og kínakál eru einnig framleidd á Gróðri. Halla segir mikilvægt að auka styrki fyrir útiræktun til að stuðla að raunverulegri hvatningu til þeirra sem vilja stunda hana. Mynd / HSSH Halla óskar eftir umræðum um nýliðunarstuðning á Búnaðarþingi, en hún telur æskilegt að endurskoða þá stigagjöf sem byggt er á. Mynd / ghp Þungt yfir garðyrkjunáminu Staða Garðyrkjuskólans hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu vegna tilfærslu garðyrkjunáms frá LbhÍ til FSu og hafa nemendur skólans fundið fyrir því að sögn Höllu. „Námið hefur ekki beint verið draumurinn sem það átti að vera. Covid hefur haft mikil áhrif og vegna skemmda á húsnæði skólans vorum við fyrst í bænum og komumst ekki í aðstöðuna á Reykjum. Það er þungt yfir umræðunni um framtíð garðyrkjunámsins og á köflum eins og að vera dreginn inn í forræðisdeilu. Þetta eru ekki mjög hvetjandi aðstæður og eiginlega magnað að kennararnir hafi náð að halda sjálfum sér og okkur við efnið.“ Hún óttast afleiðingar ef starfsfólk skólans hætti störfum. „Það hljómar eins og sú mikilvæga þekking sem er til staðar núna inni í skólanum sé að fara að glatast. Ein af þeim ástæðum fyrir því að ég vildi læra garðyrkju hér heima er sú að á Íslandi eru sérhæfðar aðstæður sem fólkið sem nú starfar hjá skólanum þekkir, auk þess sem þau eru mikilvæg tenging inn í atvinnugreinina. Það var metskráning í garðyrkju- nám þegar ég byrjaði og áhugi fólks á garðyrkju, hvort sem það er við framleiðslu eða heimaræktun, er bara að fara að aukast. Þá er sorglegt að framtíð eina verklega garðyrkjunámsins virðist hanga á bláþræði frekar en að verið sé að efla það.“ Hún segir mikilvægt að tryggja tilveru verklegs starfsmenntanáms. „Mennta þarf fólk sem tilbúið er til þess að vinna í greininni, með haldbæra verklega reynslu og fræðilega þekkingu. Við þurfum að rækta meira og ræktendur þurfa líka hæfni til að prófa sig áfram með nýja hluti. Núverandi námskrá mætti alveg endurbæta, ég sé það núna þegar ég er byrjuð að vinna við þetta, en slíkt hefur líklega setið á hakanum síðustu ár út af óvissunni í kringum framtíð skólans. Námið er þó klárlega góður grunnur og mér finnst örlítið vafasamt ef þróa á allt garðyrkjunám í fræðilegri átt á háskólastigi. Frekar myndi ég vilja enn meiri áherslu á hið verklega en nú er gert. En til þess þarf að tryggja fjármagn og aðstöðu,“ segir Halla en bætir við að henni hafi verið sýndur mikill stuðningur hjá skólanum í ljósi aðstæðna sinna. „Mig langaði að minnka við mig námið þegar ég keypti, því það er búið að rífa í að vera í fullu námi meðfram rekstrinum. En svo varð ég smeyk um að það yrði ekki nám fyrir mig til að klára við þær breytingar sem eru að eiga sér stað svo ég er að þrjóskast við að útskrifast í vor sem garðyrkjufræðingur.“ Kallar eftir endurbættum nýliðunarstuðningi Þótt verkefni Höllu séu ærin þá virðist hún geta á sig blómum bætt – og það á sviði félagsmálanna. Því á liðnu Búgreinaþingi var hún kjörin ný í stjórn deildar garðyrkjubænda. „Þó ég hafi ekki verið lengi starfandi þá verð ég vonandi til staðar í þó nokkurn tíma í viðbót. Því finnst mér mikilvægt að koma að því að móta umhverfi garðyrkjubænda. Það var áhugi fyrir því að fá nýliða í stjórn svo ég sló til.“ Endurskoðun búvörusamninga er henni hugleikin. „Ýmsu er lofað í stjórnarsáttmálanum sem þarf að tryggja að rati inn í búvörusamningana, eins og fast niðurgreiðsluhlutfall á rafmagni. Einnig er þar talað um að auka styrki og efla útiræktun en spurningin er hvað stuðli að raunverulegri hvatningu fyrir fólk sem vill fara út í slíkt.“ Henni finnst horfur framleiðslu- greinarinnar bjartar. „Það er meðbyr með innlendri framleiðslu og íslensku grænmeti, neytendur eru mjög meðvitaðir um að á því séu góð gæði og spennandi tækifæri fólgin í að takast á við sívaxandi eftirspurn.“ Á Búnaðarþingi vill Halla sjá umræður fara fram um nýliðunarstuðning. „Ég hélt að nýliðunarstuðningurinn væri eitthvað sem ég gæti gengið að nokkuð vísu, en svo er alls ekki. Kerfið byggir á óljósri stigagjöf sem mætti endurskoða, bæði hvað varðar menntun, starfsreynslu og vægi rekstraráætlunar. Til dæmis er alveg óljóst hvernig starfsmenntanám í garðyrkju telur þar inn í. Enn fremur er erfitt fyrir fólk sem er að koma af stað eigin rekstri að sækja stuðninginn. Ef stuðningurinn á að vera hvati til nýliðunar þarf að vera eitthvert öryggi á bak við hann. Miðað við að stjórnvöld vilji meiri og fjölbreyttari garðyrkjuframleiðslu þá þarf nýliðun að vera raunhæf án þess að þurfa að fjárfesta í risastórri garðyrkjustöð. Það þarf meiri umræðu um hvernig hægt er að gera það.“ Hún hvetur þó fólk, sem býr með þann draum í maganum að gerast garðyrkjubóndi, að hefja þá vegferð með því að skrá sig í nám eða, og enn frekar, að ráða sig til vinnu á garðyrkjustöð til að öðlast þekkingu og reynslu: „Mig vantar sumarstarfsmenn!“ Halla segir mikilvægt að tryggja tilveru verklegs starfsmenntanáms, enda er þörf á fólki sem hefur bæði haldbæra verklega og fræðilega þekkingu. Mynd / ghp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.