Bændablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 58

Bændablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 58
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. mars 202258 Á gullaldarárunum 1968-1980 var vel tekið eftir bresku leikkonunni og kyntákninu Jane Birkin, sem þá átti í ástarsambandi við einn kunnasta leikstjóra þess tíma, Frakkann Serge Gainsbourg. Parið sem tók Evrópu með stormi á þessum árum voru í stuttu máli holdgervingur bóhemslífsstílsins, lífleg, áhyggjulaus og laus við hefðbundna lífssýn áranna áður. Fékk hin þokkafulla ungfrú Birkin jafnan mikla eftirtekt og segir sagan, á vefsíðum franska tískufyrirtækisins Hermès, að ekki hafi tilvist hennar farið framhjá stjórnarformanni fyrirtækisins á þessum tíma, Jean Louis Dumas. Kom það til, er þau urðu óvænt sessunautar í flugvél á leiðinni frá París til Lundúna í byrjun níunda áratugarins, að herra Dumas fékk yfir sig innihald tösku í hennar fórum – sem var einföld, opin tágakarfa. Bað ungfrú Birkin samferðamann sinn margfaldlega afsökunar og útskýrði að hún kysi tágakörfur fram yfir nokkuð annað þar sem henni reyndist erfitt að finna leðurtösku að skapi. Tók herra Dumas útskýringunni ekki illa og ákvað að setja sjálfum sér þá áskorun að hanna (lokaða) leðurtösku er hentaði Jane Birkin. Hönnunin átti svo sannarlega eftir að vekja lukku á heimsvísu og eru „Birkin“ töskur ein eftirsóttasta fjárfesting í formi fylgihluta í heiminum í dag. Verðlag þeirra er þó ekki á allra færi og hækkar bæði nývirði þeirra og verð í endursölu árlega. Sem reyndar gerir gripinn að frábærri fjárfestingu, en Birkin töskur má finna í allmörgum útgáfum leðurs og jafnvel tága. Ungfrú Birkin, sem er ekki launaður sendiherra nafnbótar töskunnar, fær þó árlega ríflega upphæð fyrir notkun á nafni sínu sem hún velur að gefa til góðgerðarmála. Tímarnir breytast ... Hermès hefur alla tíð verið þekkt vörumerki munaðar sem leggur metnað við hefðbundið vandað handverk í takt við sterka arfleifð sína. Það kom því vel á óvart árið 2021 að framleiðendur og hönnuðir fyrirtækisins hefðu hafið tilraunasamstarf með sprotafyrirtækinu MycoWorks í Kaliforníu og öflug skilaboð til annarra í sömu stétt: allt er breytingum háð! Lífefnafyrirtækið MycoWorks er eitt þeirra fyrirtækja er stendur í framleiðslu leðurs á annan hátt en hinn hefðbundna, þar sem dýr koma við sögu. Segir á vefsíðu MycoWorks að mikill heiður sé að vinna með tískuveldinu Hermès, en útkoma samstarfsins er ferðataska sem kallast Victoria en hana má finna á vefslóðinni: www.mycoworks.com/introducing- sylvania-by-hermes. Taska sú, vönduð og létt í meðförum, er gerð úr efni sem kallað er Silvania, blanda sveppamýsla og frumna – árangur líftækniferlis sem MycoWorks hefur einkaleyfi á. (Líftækni er tækni sem gerir það mögulegt að nota lífverur til að framleiða nýjar afurðir eða breyta náttúrulegum ferlum.) Kalla þeir efnið í raun byltingu efnisvísinda og líftækni, en útkoman er endingargott „gæðaleður“ sem jafnast fullkomlega á við hið hefðbundna. Er í kortunum breyting á aðfangakeðju iðnaðarins? Tísku- og fataframleiðendur heimsins keppast nú hver á fætur öðrum við markmið á borð við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, sýna lit er kemur að kolefnisjöfnun, umhverfisáhrifum, sjálfbærni og öllu því er mætti betur fara við vinnslu úrgangs, vatnsnotkunar og neikvæðra afleiðinga illa rekjanlegra aðfangakeðja. Meðvitund um uppruna og vinnslu efna sem notuð eru við framleiðslu fatnaðar er nú á uppleið og í forgangi hjá æ fleiri fyrirtækjum, en efnisnotkun hefur lengi einskorðast við ull, bómull, leður og gerviefni er kemur að framleiðslu fatnaðar og skóa án þess að mikil hugsun sé að baki. Aðfangakeðja iðnaðarins hefur því verið í föstum skorðum hingað til þótt gera mætti hlutina á annan hátt. Nú, eins og fleiri brýtur Hermès hefðina með samstarfi sínu við MycoWorks. Taka verður til þess að jafnvel þó um sé aðeins að ræða eina tösku, er vel eftir því tekið vegna stöðu Hermès í tískuðiðnaðinum og verður vonandi til þess að önnur tískumerki vilji bæta sína framleiðslu er kemur að efnisvali og þá sjálfbærari meðvitund alls ferlisins. Aukinn skriðþungi Telja tískuvitrungar kapphlaupið við þróun nýrra efna og meðvitund um ferli allrar birgðakeðjunnar sé að öðlast skriðþunga, þökk sé nýrri tækni og umfangsmeira og fljótsprottnara samstarfi milli tísku eða fataframleiðenda og frumkvöðla. Hins vegar eru verulegar áskoranir sem þarf að sigrast á, þar á meðal þurfa þeir sem búa til fataefni, hvort heldur textíl eða leður, fyrirfram fjármagn til að byggja upp getu. Vörumerki og fjársterkir aðilar geta þar hjálpað til með því að fjárfesta í hlutabréfum þeirra sem eiga framtíðina fyrir sér eða með langtíma kaupskuldbindingum. Eins og er, þarf þó mikið til svo nýjum efnum á borð við sveppaleður verði kleift að keppa eða standa jafnfætis gerviefnum, dýraleðri og slíku sem hefur átt markaðinn – sem er hannaður til að hámarka vöxt og hagnað fyrirtækja, frekar en að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif. En tímarnir breytast. Eitt skref í einu. /SP Fyrir tíma Birkin-töskunnar var Kelly-taskan frá Hermès, sem sést hér fagurbleik að ofan, ein eftirsóttasta taska heims og er reyndar enn. Var nefnd eftir Grace Kelly, prinsessu Mónakó og upphaflega hönnuð af Robert Dumas, föður Jean Louis, á 4. áratugnum. Árið 1956 var prinsessan mynduð með töskuna á arminum við hátíðlegt tilefni og ákvað hús Hermès að þaðan í frá yrði gripurinn kenndur við prinsessuna. Hagnaður fyrirtækja eða lágmörkun neikvæðra umhverfisáhrifa?: Framtíðarhorfur ... UTAN ÚR HEIMI Gerð sveppaleðurs er nú ásamt öðrum plöntuleðrum, að ryðja sér rúms í stað vinnslu dýrahúða er notaðar hafa verið grimmt í tísku- vörur að minnsta kosti síðastliðinn árhundruð. Um er að ræða sjálfbæra lífræna ræktun, en sveppi er hægt að rækta án mengandi efna og eftir notkun má meðal annars nýta úrganginn sem lífrænan áburð. Með því er komið á algerlega hringrænu hagkerfi þar sem tekið er til mismunandi stiga, allt frá framleiðslu og nýtingu til úrgangsstjórnunar og markaðar fyrir endurunnin hráefni. Að auki getur leðurframleiðsla úr sveppum komið í stað dýraeldis undir merkjum iðnaðar þar sem dýr eru gjarnan ræktuð til þess eins að vera slátrað og húð þeirra nýtt í tískuvarning. Rakadrægt og létt leður Leður sveppa er framleitt úr stærsta hluta hans, svokölluðum sveppaþráðum, sem má finna neðan- jarðar og mynda gríðarlega stórt net sem hefur verið kallað mýsli (lat. mycelium). Þeir sem standa í þessari framleiðslu velja gjarnan undirlag þar sem sveppir myndast og vaxa auðveldlega, líkt og sag, viðarflögur og slíkt – en þá er það vætt og sett í þartilgerða poka sem eru sótthreinsaðir svo bakteríur hægi ekki á vaxtarferlinu. Til að ná sem bestum árangri þarf síðan að gæta að raka, loftræstingu og hitastigi svo sveppaþræðirnir fjölgi sér hvað mest. Þegar æskilegri stærð er náð er pokinn opnaður og innihaldinu þjappað saman. Á þessum tímapunkti geta framleiðendur breytt áferð og lit þráðamassans, áður en hann er flattur út og þurrkaður, en með lagni kemur útkoman til með að líkjast öllu frá kúa- til krókódíla- eða slönguskinnsleðri. Komið hefur í ljós að þær vörur sem unnar eru úr leðrinu valda ekki húðertingu hjá fólki sem viðkvæmt er fyrir og dregur leðrið í sig svita án þess að mynda lykt – t.a.m. í tilvikum eins og við notkun íþróttaskóa – enda taka sveppir í sig mikinn raka við eðlilegar aðstæður. Reyndar þykir leðrið bæði létt og sveigjanlegt og góður kostur sem rakadræg einangrun. Stutt ræktunarferli og siðferðislega jákvætt Eitt stærsta fyrirtæki sveppaleðurs heitir Bolt Threads, og nefndu þeir sitt vinsælasta leður Mylo. Forsvarsmenn Bolt Threads eru afar jákvæðir í garð þess að skipta sveppum út fyrir nautgripi er kemur að leðurræktun. Þeir eru miklir talsmenn þess að fólk geri sér grein fyrir að utan siðferðislega hlutans er varðar leðuriðnað dýraræktenda, þarf einungis vatn og rafmagn við ræktun sveppa í stað alls þess er viðkemur dýraeldi – auk þess sem mun styttra ræktunarferli á sér stað – dagar í stað ára. Einnig vilja þeir benda á að þar sem dýraleður er manngerð vara er það pakkað af kemískum efnum og öðrum innihaldsefnum til að gefa því aukinn glans, sveigjanleika, lykt og svo framvegis. Ágætt er svo að hafa í huga, ef fólk velur að klæðast gervileðrinu gamla, þá er það búið til úr eitruðum efnum eins og pólýúretani og PVC – á meðan sveppaleður er gert á náttúrulegan hátt. Hvað varðar framleiðslukostnað sveppaleðurs stendur hann reyndar til jafns við framleiðslu hágæða dýraleðurs, ef tekið er til framboðs og eftirspurnar dagsins í dag, en allar líkur eru á að kostnaðurinn lækki verulega þegar það breytist. Auðvitað eru þeir til sem kjósa upprunalegt alvöru leður með lyktinni og öllu sem því fylgir – en hafa skal í huga, að auk annars sem áður hefur verið nefnt, myndast við framleiðslu leðurs gífurleg mengun. Leður – tilbúið til sölu – hefur farið í gegnum langt ferli sútunarstöðva þar sem það er meðhöndlað með fjölda efnasambanda, meðal annars í formi litarefna. Krómsútun vinsæl Krómsútun leðurs fer fram víða en eitt algengasta vandamál sútunarstöðva er krómmengun. Við krómsútun eru notuð sérstök efnasambönd, oftast krómálún með sóda eða annarri basískri upplausn sem allt of oft kemst í umhverfi, jarðveg, mat eða annað í nærliggjandi samfélögum. Króm getur ollið eitureinkennum á borð við lifrar- og nýrnabilun, lungnakrabbamein og ótímabæra heilabilun. Að auki sýna rannsóknir að loft og jarðvegur í kringum sútunarstöðvar er svo eitrað að gróðursælir staðir breytast fljótlega í froðukennd fen. Þrátt fyrir að reglur hafi verið settar til að stöðva slíka mengun síðan 1986, halda sútunarverksmiðjur áfram að nota eitruð efni. /SP Enn sem komið er er ræktun ostrusveppa (lat. Pleurotus ostreatus) algengust í leðursveppaiðnaðnum, en með auknum áhuga fólks á leðurgerð hafa allmörg fyrirtæki reynt fyrir sér með mismunandi tegundir sveppa og útkoman þá orðið á ýmsa vegu. Eitt leðranna hefur hlotið nafnið MuSkin™, en það er búið til úr stórum sníkjusveppi (lat. Phellinus Ellipsoideus) sem leggur undir sig tré í skógum heittempruðu beltanna. Plöntuleður Rétt er að geta þess að auk gerðar sveppaleðurs eru nú tilraunir hafnar með leðurgerð úr m.a. eplum, ananas og kaktusplöntum. (Sjá t.d. á vefsíðu www.ananas-anam.com/) Fjölskyldufyrirtækið Hermès varð stórveldi í tíð Dumas, velta þess hleypur á milljörðum, en fyrirtækið var stofnað af fjölskyldu hans fimm kynslóðum fyrr, árið 1837, og framleiddi þá helst hnakka og leðurbelti. Hér má sjá þau skötuhjú, Jane Birkin (t.v.) með tágakörfuna víðfrægu og Jean Louis Dumas að ofanverðu. Muskin, sveppaleður, fundið upp af fyrirtækinu Zero Grado Espace og framleitt án mengandi efna. Taskan Hermès Picnic Birkin er afar eftirsótt meðal safnara, enda gefin út í takmörkuðu upplagi. Árið 2015 bað Jane Birkin Hermès-fyrirtækið að hætta að kenna við sig eina Birkin-töskuna, gerða úr krókódílaskinni, vegna slæmrar meðferðar á dýrunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.