Bændablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 54

Bændablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 54
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. mars 202254 Ford Mustang hefur verið þekkt vörumerki síðan 1961 þegar fyrsti prufubíllinn var framleiddur, en 1965 var byrjunin á gullaldarárum Mustang og seldust yfir 2 milljónir Mustang bíla á árunum 1965 til 1969. Metsala var 1966 þegar 607.568 Mustang bílar voru seldir á einu ári. Nú er Ford komið með nýjan 100% rafmagnsknúinn fjórhjóla­ drifinn Mustang sem hægt er að fá í fimm mismunandi útfærslum. Ódýrasti Mustang Mach­E er á verði frá 6.890.000 og sá dýrasti er Mach­E GT LR, sem er 487 hestöfl og kostar frá 10.990.000. Prófaði Mustang Mach-E SR AWD Mustanginn sem var prófaður er sagður vera 269 hestöfl, á að geta farið úr kyrrstöðu í 100 á 5,6 sek., fjórhjóladrifinn með 75kWh, en hægt er að fá stærri rafhlöður, eða 98 kWh, sem eiga að koma bílnum í allt að 610 km við bestu skilyrði. Uppgefin drægni á prufubíl er um 400 km. Mustang er þannig útbúinn að þegar maður setur í gang mælir hann hitann úti og gefur þá upp drægnina miðað við hitastig við gangsetningu sem var 358 km, í mínu tilfelli í tveggja stiga hita. Fyrri daginn keyrði ég bílinn um 200 km og taldi rafhlaðan tiltölulega rétt niður í samræmi við ekna kílómetra. Seinni dagurinn var kaldari og líka verra færi og taldi mælirinn heldur hraðar niður. Eknir voru um 80 km, en rafhlöðumælirinn taldi nálægt 100. Taka skal fram að bíllinn var kaldur og ekki í hleðslu yfir nóttina, en hleðslan hitar rafhlöðuna. Ekki skemmtilegt að prófa bíl á skemmdu og holóttu slitlagi Ástand vega hér í Reykjavík er þannig að sumar götur er vart keyrandi vegna holuskemmda. Smæstu holurnar í Reykjavík voru verri fyrir fjöðrunina á bílnum en holótti malarvegurinn heim að sveitabænum í Kjósinni sem ég keyrði. Ég var ekkert að hlífa bílnum fyrir holunum þar, vitandi að ég væri á bíl sem var yfir tvö tonn og ekkert varadekk og því í hættu á að höggva dekk í holu. Holur í hefðbundnum malarvegum eru mun hættuminni en malbiksholur með sínar hvössu brúnir sem þarf að varast mun meir á þyngri bílum. Á þeim vegum sem malbik var óskemmt var virkilega ljúft að keyra bílinn. Eins og alla bíla sem ég prófa þá hávaðamældi ég hann á 90 km hraða og kom Mustanginn ágætlega út í mælingunni, var 67,8 db og það á vetrardekkjum. Fjórhjóladrifið virkaði vel í hálku og bremsur líka Bíllinn er fljótur að hitna að innan og gott að hafa hita í stýrinu. Almennt eru aksturstölvur í nútímabílum flóknar fyrir mér, en í þessum bíl fannst mér ég vera nokkuð laginn við að læra á það sem ég var að leita eftir. Bíllinn er með mikið af ýmiss konar öryggisbúnaði og þægindum, svo sem upphitaða framrúðu, akreinalesara, árekstrarvara, nema sem skynjar gangandi vegfarendur, blindhornsvara og ýmislegt fleira. Á nokkrum stöðum þar sem ég ók var mikil hálka og fannst mér fjórhjóladrifið skila bílnum vel áfram. Hann var fljótur að ná hraða, en vitandi af miklum þunga bílsins þá fannst mér hann bremsa óvenju vel miðað við skriðþunga og bremsaði nánast alltaf beint í hálkunni. Gott verð miðað við það sem í bílnum er Farangursrýmið er gott, en geymslu­ rými er bæði að framan og aftan. Að vísu frekar lítið að framan sem tekur ekki nema tvo til þrjá innkaupapoka. Sætin eru góð, bæði fram­ og aftursæti, en þegar ég settist í aftursætið minntist ég aftursætanna í gamla 1966 Mustang sem voru einn helsti ókostur þeirra bíla og ekki góð fyrir lengri keyrslur. Þegar ég bar saman það sem í bílnum er og verðið þá finnst mér ekki mikið verð fyrir bílinn, 7.990.000. Samt hefði ég viljað sjá varadekk. Eins að maður þurfi ekki að muna að kveikja ljósin í hvert skipti sem maður leggur upp í ökuferð til að fá ljósin aftan á bílnum til að vera löglegur í umferðinni. Bíll sem er 2.086 kg er í mikilli hættu á að höggva dekk í færð eins og verið hefur að undanförnu. Þar sem að dekkin eru af stærðinni 225/55/19 er ekki nema um 12 cm fjöðrun sem maður fær út úr hjólbarðanum. VÉLABÁSINN Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is rafmagnsbíll Ford Mustang Mach-ESR AWD. Myndir / HLJ Fannst það ókostur að þurfa alltaf að muna að kveikja ljósin í hvert sinn sem ég fór af stað til að fá afturljósin á. Þegar mælaborðið segir að 79 km séu eftir á rafhlöðu kemur viðvörun og áminning um að fara að hlaða bílinn. Bremsudælurnar eru næstum eins stórar og í vörubíl, en þær virka vel. Á gamla Mustang var oft kíkt á 8 strokka vélina, en í þessum er lítið farangursrými. Ekkert varadekk, bara pumpa og vökvi sem bjarga engu þegar dekkin höggvast í sundur í hvössum malbiksholum. Bakkmyndavélin er mjög góð og sýnir tvær myndir. Mæling á hávaða upp á 67,8db. er ágæt í rafmagnsbíl á 90 km hraða. Allt yfir 69-70 finnst mér hins vegar óásættanlegt í rafmagnsbíl. Þyngd 2.086 kg Hæð 1.624 mm Breidd 1.881mm Lengd 4.713 0mm Helstu mál og upplýsingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.