Bændablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 38
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. mars 202238 LÍFSHÆTTIR &RANNSÓKNIR Niðurstöður landskönnunar um mataræði: Fæstir fylgja ráðleggingum – Íslendingar borða of lítið af grænmeti og ávöxtum og drekka minna af mjólk Aðeins 2% landsmanna ná að uppfylla ráðleggingar um mataræði í heild miðað við niðurstöður landskönnunar sem Embætti landlæknis og Rannsóknarstofa í næringarfræði við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands framkvæmdu á árunum 2019–2021. Holl og fjölbreytt fæða er mikilvæg fyrir heilsu og vellíðan manna, bæði til skemmri og lengri tíma. Embætti landlæknis hefur frá árinu 1990 fylgst reglulega með mataræði landsmanna með það að markmiði að leiðbeina bæði almenningi og stjórnvöldum um hvað megi bæta. Niðurstöður einnar slíkrar könnunar var gerð opinber á dögunum og var hún borin saman við niðurstöður könnunar frá árinu 2019. Þar kemur í ljós að neysla ávaxta, mjólkur og trefjaefna minnkar. Inntaka kolvetna og viðbætts sykurs er á niðurleið en mettuð fita er enn of há miðað við ráðleggingar. Samkvæmt niður- stöðunum stendur grænmetisneysla í stað og er að meðaltali 114 grömm á dag. Einungis 1% þ á t t t a k e n d a borðuðu meira en 250 grömm af grænmeti á dag eins og ráðlagt e r . Dregið hefur úr neyslu ávaxta og berja og er minna en 100 grömm á dag en ráðlagður dagskammtur er 250-300 grömm á dag. Hreinir safar eru þó undanskildir tölunum. Íslendingar mættu borða meira af heilkornavörum á borð við heila hafra, bygg, rúg, heilhveiti og hýðishrísgrjón og skipta þeim út fyrir fínni vörur. Meðalneysla heilkorna er aðeins 56 grömm á dag en ráðlagt er að neyta 70 gramma á dag. Um 30% þátttakenda neyttu engra heilhveitikornvara þá daga sem neysla þeirra var skrásett. Könnunin leiddi einnig í ljós að fólk borðar tvöfalt meira af sætabrauði, kökum og kexi en af heilkornavörum, eða rúm 300 grömm á viku. Minni mjólk en meiri ostur Grænmetisréttir sem innihalda baunir, linsur, hnetur og fræ var á borðum hjá fjórðungi þátttakenda einu sinni í viku eða oftar. Meðalneysla af hnetum var um 5 grömm af dag en ráðlagt er að borða um 30 grömm á dag, eða það sem nemur hnefafylli. Rúmlega þriðjungur þátttakenda sögðust borða 2-3 fiskmáltíðir á viku eins og ráðlagt er. Minna en 1% af konum í yngsta aldurs- hópnum (18–39 ára) fylgdu þeim ráðleggingum. Neysla á rauðu kjöti er hins vegar umfram ráðlögð viðmið. Heildarkjötneysla fer þó minnkandi og er 581 gramm á viku. Ráðlagt er að fara ekki yfir 500 grömm á viku. Á sama tíma hefur neysla á alifuglakjöti aukist og er nú um 245 grömm á viku. Rúm 30% þátttakenda inn- byrða ráðlagðan dagskammt af mjólk og mjólkurvörum. Meðalmjólkurneysla hefur minnkað töluvert, úr 300 í 245 g á dag. Neysla á feitri mjólk hefur aukist á meðan fituminni mjólk er minna drukkin. Neysla á osti hefur aukist um 20% frá árinu 2019. Um 54% kvenna ná ekki ráðlögðum dagskammti af kalki gegnum fæðuflokkinn en hægt er að ná kalki úr öðrum vörum, t.d. með kalkbættri jurtamjólk. Neysla á sykruðum gos- og svaladrykkjum er á niðurleið og minnkaði um 40% milli kannana. Ungir karlar drekka mest af þessum drykkjum, en 40% karla á aldrinum 18–39 drekka meira en lítra af sykruðum gosdrykkjum á viku. Sælgætisneysla og ísát stóð í stað frá fyrri könnun, en fram kom í máli Hólmfríðar Þorgeirsdóttur, verkefnastjóra hjá Embætti landlæknis, að vel þekkt sé vanmat þátttakenda á slíkri neyslu. Of lítið af kolvetnum Þegar horft er til þeirra næringar- efna sem þátttakendurnir innbyrtu með matnum kom í ljós að meðaltal heildarorku voru 2.044 hitaeiningar á dag. Þar komu 18% úr próteinum, sem er ríflegt miðað við ráðleggingar. Neysla á fitu hefur aukist og er nú rétt yfir ráðleggingum, eða 41%, og telur þar sér í lagi aukning á mettuðum fitusýrum sem fóru úr fjórtán í sextán prósent milli kannana. Samkvæmt ráðleggingum ættu þær ekki að fara yfir 10%. Á meðan komu 37% úr kolvetnum sem er undir ráðleggingum og mun lægra hlutfall en í síðustu könnun. Í máli Jóhönnu Eyrúnar Torfadóttur kom fram að skýringin á því liggi í minnkandi neyslu trefjaefna og viðbætts sykurs. Neysla flestra vítamína og steinefna náðu að meðaltali ráðlögðum dagskömmtum. Undantekningin er inntaka D-vítamíns en öllum er ráðlagt að taka auka D-vítamín sem bætiefni. /ghp Holl og fjölbreytt fæða er mikilvæg fyrir heilsu og vellíðan. Myndi/Odd Stefán Um 30% þátttakenda neyttu engra heilhveitikornvara þá daga sem rannsóknin fór fram. Ráðlagt er að borða um 70 grömm á dag. VANDAMÁL Í ELDSNEYTI?? Dísel bætiefnið frá eyðir öllum raka í eldsneytiskerfum, hreinsar spíssa og kemur því í veg fyrir sveppamyndun. Það geta því sparast töluverðir fjármunir með því að nota DIESEL SYSTEM CLEAN MOTUL Á ÍSLANDI WWW.MOTULISLAND.IS SÍMI 462-4600 Stórlækkað verð á Diesel System Clean í 10L umbúðum. Hægt að panta í vefverslun Birgitta Lúðvíksdóttir og Þórður Sigurjónsson á Möðruvöllum 3 taka við verðlaunum fyrir afburðagóða sauðfjárrækt á liðnu ári. Birgir Arason, formaður BSE, veitir verðlaunin. Ábúendur á Möðruvöllum í Hörgárdal, bræðurnir Þórður og Sigmundur Sigurjónssynir, og eiginkonur þeirra, Birgitta Lúðvíksdóttir og Helga Stein­ grímsdóttir, hlutu sauð­ fjár ræktar verðlaun Búnaðar­ sam bands Eyjafjarðar fyrir árið 2021. Verðlaunin voru afhent á aðal­ fundi BSE nýverið. Eftir að bú - rekstri Möðru- valla ehf. var hætt á bænum tóku Þórður og Birgitta jörðina á leigu og keyptu íbúðarhús sem ber nafnið Möðruvellir 3, fluttu þangað og tóku til við að fjölga kindum og efla sauðfjárbúið. Sigmundur og Helga fluttu í Möðruvelli 4 og hafa rekið sauðfjárbúið þar síðan. Lengst af hafa ábúendur unnið við önnur störf með búskapnum og Þórður við störf hjá BSE og Bókvís ehf. um langt árabil og Birgitta einnig um skemmri tíma. Þau öll sem standa að bú rekstrinum hafa frá æsku lifað og hrærst í búskap eða störfum í kringum hann. Frá upphafi hafa afurðir verið eins og best gerist og eru þau ávallt í hópi þeirra sem ná hvað bestum árangri þar. Að meðaltali síðastliðin 8 ár hafa verið um 35 kg eftir vetrarfóðraða á og fallþungi undanfarin ár milli 19 og 20 kg og frjósemi einnig til fyrirmyndar eftir 250-300 ær. Einkunn fyrir gerð er einnig afar góð og fór í rúmlega 11 fyrir tveimur árum. Við uppgjör síðastliðins hausts voru 278 ær með 1,89 lömb til nytja með 19,3 kg fallþunga sem gerir 36,7 kg eftir hverja á. Þá skiluðu 36 gemlingar að jafnaði 18,1 kg af kjöti. Einkunn fyrir vöðva er 10,66 og fita 7,74 sem gerir hlutfall þar á milli 1,38. Á búinu voru 62 ær fleirlembdar. /MÞÞ Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar: Ábúendur á Möðruvöllum hlutu sauðfjárræktarverðlaunin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.