Bændablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 16
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. mars 202216 Umræðan um samþjöppun og hagræðingu í íslenskum sjávar­ útvegi á síðustu árum og áratug­ um hefur einkum snúist um fiskiskipaflotann, en þessi þróun er ekki síður afgerandi í fiskiðn­ aðinum. Í fiskvinnslugeiranum er sam­ þjöppunin mest áberandi í vinnslu uppsjávarfisks. Þeim stöðum á landinu þar sem starfræktar eru fiskimjöls­ og lýsisverksmiðjur hefur fækkað úr nítján árið 1992 í níu árið 2019 og á þeim fimm stöðum þar sem mest er unnið eru framleidd 88% af öllu lýsi og mjöli. Færri og stærri uppsjávarfrystihús Söltun á síld hefur nær lagst af og er nú eingöngu stunduð hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði, en þess í stað hefur framleiðsla á frystum uppsjávarafurðum aukist verulega. Jafnframt hefur fækkað þeim frystihúsum sem vinna þessar afurðir. Árið 1992 voru þau á 28 stöðum á landinu en á 17 stöðum árið 2019. Frystihús á fimm stöðum framleiða langmest af frystu uppsjávarafurðunum. Þessar upplýsingar er að finna í skýrslunni „Staða og horfur í íslensk um sjávarútvegi og fiskeldi“, sem atvinnuvega­ og nýsköpunar­ ráðuneytið lét taka saman á síðasta ári. Hér á eftir verða áfram raktar upplýsingar úr þessari skýrslu. Saltfiskvinnslum fækkar Enda þótt fyrirtækjum sem vinna frystar botnfiskafurðir hafi ekki fækkað mikið hefur átt sér stað mikil samþjöppun í vinnslu. Á þeim 10 stöðum þar sem mest er verkað eru nú framleiddir þrír fjórðu af öllum botnfiskafurðum landsmanna. Saltfiskverkunarhúsum hefur bæði fækkað og hlutur þeirra stærstu orðið stærri. Þau voru á 49 stöðum árið 1999 en á 26 stöðum árið 2019 og hlutur 10 stærstu staðanna farið úr 70% í 90%. Söltun hefur dregist mikið saman á þessu tímabili. Árið 1999 voru t.d. 112 þúsund tonn af þorski unnin í saltfisk, en árið 2019 hafði magnið minnkað í 41 þúsund tonn. Aftur á móti hefur vinnsla á léttsöltuðum fiski aukist en hann er fluttur út sem lausfryst vara. Aukin áhersla á ferskfiskvinnslu Önnur mikilvæg breyting er stóraukin framleiðsla á ferskum flökum og flakabitum sem eru verðmætasti hluti þorskafurða. Jafnframt hefur dregið úr flutningskostnaði þessarar vöru. Fyrir 20 árum var nær ekkert flutt út af ferskum þorskflökum og bitum með skipum heldur einungis með flugi. Framfarir í flutningstækni og bætt geymsluþol hefur opnað möguleika á skipaflutningum. Nú er svo komið að jafnmikið er flutt út af ferskum afurðum með skipum og með flugvélum. Staðsetning fiskvinnslufyrirtækja Fyrirtæki sem selja ferskar unnar fiskafurðir með flugi eða skipum eða óunninn fisk með gámum til útlanda hafa ótvíræðan hag af því að staðsetja sig nálægt flugvöllum eða höfnum. Árið 2019 voru 34% af öllum botnfiski sem seldur var ferskur með flugi unninn af fiskvinnslum sem staðsettar voru á höfuðborgarsvæðinu og fyrirtæki á Suðurnesjum seldu 22%. Þessi fyrirtæki eru bæði staðsett nálægt stærsta millilandaflugvelli og stærstu höfn landsins. Við Eyjafjörð eru fyrirtæki sem seldu 24% af öllum ferskum fiskafurðum og fluttu þær beint í skip í millilandahöfnum á Norðurlandi, Austurlandi og á höfuðborgarsvæðinu, eða í flug á Keflavíkurflugvelli. Samdráttur í sjófrystingu Samfara aukinni framleiðslu á ferskum fiskafurðum hefur orðið verulegur samdráttur í frystingu á sjó. Sjófrysting var árið 2019 komin niður í 23% af heildarbotnfiskaflanum en var 32% árið 2010. Frystitogurum hefur fækkað, sér í lagi þeim sem veiða þorsk. Samdráttinn í sjófrystingunni má að hluta rekja þess hve landvinnslan hefur þróast hratt með aukinni tæknivæðingu. Nýting á aflanum er mun betri í landvinnslu þótt þyngst vegi þó trúlega hár launakostnaður og hátt veiðigjald á sjófrystar afurðir, að því er segir í skýrslunni. Bent er á að framleiðsla á verðmætari afurðum í landi hafi einnig náð lengra með aukinni sjálfvirkni. Erfitt sé að koma við hátæknivinnslu hliðarhráefnis um borð í skipi og því ekki hægt að nýta lifur, hrogn, roð, hausa, hryggi, afskurð, maga og innyfli til framleiðslu á niðursoðnum afurðum, lýsisafurðum, snyrtivörum, lyfjum, ensímum, bragðefnum og fæðu­ bótar efnum, svo dæmi séu nefnd. Krosseignarhald Meðal stærstu sjávarútvegs fyrir­ tækja landsins er mikil fjölbreytni, bæði hvað varðar áherslur í starf­ semi og hve stóran hluta virðiskeðjunnar þau ráða yfir. Bent er á í skýrslunni að mörg dæmi séu um krosseignarhald milli stærri og minni fyrirtækja sem auki sveiflujöfnun. Fyrirtæki sem sérhæfi sig annars vegar í botnfiskveiðum og ­vinnslu og önnur sem sérhæfi sig í uppsjávarveiðum og ­vinnslu eigi hvort í öðru. Slíkt stuðli að stöðugleika í rekstri og dragi úr fjárhagslegri og rekstrarlegri áhættu. Auk þess hafi efnahagslegur styrkur stærstu fyrirtækjanna gert þeim kleift að ekki aðeins kaupa, heldur einnig taka þátt í að þróa nýjustu tækni í veiðum og vinnslu í samvinnu við innlend tækni­ og rannsóknafyrirtæki. Fækkun starfa í fiskvinnslu Samfara fækkun og stækkun fiskvinnslu húsa og síaukinni tækni­ væðingu hefur störfum í fiskvinnslu fækkað um helming á síðustu fjórum áratugum. Árið 1982 voru ársverkin 9.800. Árið 2014 voru þau tæplega 6.000 og árið 2019 komin niður í 5.000. Í nefndri skýrslu segir að þróun in allra síðustu árin eigi sér tvær meginskýringar. Annars vegar hafi sjálfvirkni og aukin vél­ og tæknivæðing í stærstu fiskvinnslu húsunum hugsanlega fækkað atvinnu­ tækifærum og hins vegar hafi aukinn útflutningur á óunnum fiski minnkað eftirspurn eftir vinnuafli. Fiskvinnslan ekki á leið úr landi Það er mat skýrsluhöfunda að enda þótt einstaka vinnslugreinar geti átt í erfiðleikum með að standast erlenda samkeppni sé samt ekki ástæða til þess að óttast að fiskvinnsla flytjist í stórum stíl til útlanda. Til þess sé samkeppnisstaða stóru íslensku fyrirtækjanna einfaldlega of sterk. Lítil ástæða sé því til að halda að útflutningur hérlendis þróist með svipuðum hætti og í Noregi þar sem útflutningur á óunnum þorski var um 51% árið 2020. Heimild: Staða og horfur í íslenskum sjávarútegi og fiskeldi. Höfundar: Sveinn Agnarsson prófessor, Sigurjón Arason prófessor, dr. Hörður G. Kristinsson og dr. Gunnar Haraldsson. Núna er rétti tíminn til að setja vorlaukana í potta og mold. Vorlaukar eru settir niður að vori og blómstra að sumri og fram á haust. Eftir að vorlaukar eru komnir í pott á að setja pottinn á bjartan stað. Þegar fyrstu blöðin koma í ljós á að flytja pottinn á svalari stað en gæta þess að birta sé nóg. Gott er að gefa áburð þegar vöxturinn er kominn vel af stað og plantan hefur náð vænum 10 sentímetrum. Seinni hluta maí eða í byrjun júní er kominn tími til að herða jurtirnar með því að setja pottinn út á svalir eða tröppur í 2 til 3 klukkutíma á dag. Útiverutíminn er svo lengdur smám saman þar til hætta á næturfrosti er liðinn hjá. Eftir það er óhætt að hafa plönturnar úti allan sólarhringinn. Vorlaukar, hnýði og forða­ rætur þurfa bjartan og skjólgóðan stað í garðinum svo að blómin fái notið sín. Jurtir í pottum er auðvelt að flytja í skjól, gerist þess þörf. Það auðveldar þeim lífið og eykur blómgunina. Fæstir vorlaukar lifa veturinn af úti en þeir sem vilja rækta þær áfram eiga að láta blöðin sölna að fullu og taka svo pottinn inn fyrir fyrsta frost. Geyma skal pottinn með forðarótinni eða rótina sjálfa á þurrum og svölum stað yfir veturinn. Næsta vor er forðarótin sett aftur í pott með góðri mold og þegar búið er að vökva vaknar jurtin af dvala sínum. Auðræktanlegir vorlaukar Brúska er harðgerð, fjölær jurt sem vex upp af stuttum jarðstöngli. Kemur seint upp og nær 35 til 40 sentímetra hæð. Ræktuð vegna breiðra blaðanna sem eru græn eða blágræn með gulum eða hvítum lit, slétt, bylgjótt eða hrukkótt. Blómin lítil, ljósbleik og ljósblá, í hangandi klösum á löngum blómstöngli. Þrífst best í hálfskugga, í rökum jarðvegi og þarf mikið vatn en gerir annars litlar kröfur. Dalíur eru að öllum líkindum vinsælustu jurtir í heimi sem ræktaðar eru sem vorlaukar. Þær eru gullfalleg blóm og til í fjölda afbrigða. Blómlögun og blómlitir eru fjölbreyttir. Upprunalega koma dalíur frá Mexíkó þar sem þær vaxa villtar. Dalíur urðu snemma vinsælar til ræktunar og mikið um kynbætur og blöndun innan tegunda. Hnýðin eru sett í mold í kringum mánaðamótin mars/ apríl. Rótarhálsinn á að standa upp úr moldinni og þess þarf að gæta að moldin sé rök en ekki of blaut. Yfirleitt þarf að binda stærri dalíur upp eftir að þær eru settar út. Liljur eru um metri á hæð og geta þurft stuðning. Ræktunarafbrigði skipta þúsundum og þegar vel tekst til blómstra liljur stórum og litríkum blómum. Dafna best í frjósamri mold með góðu frárennsli, enda rotna laukarnir ef þeir standa í bleytu. Snotra vex af hnýði og getur orðið 20 til 40 sentímetra há og þær eru fáanlegar í nokkrum litum, bláar, rauðar, hvítar og gular. Gott er að leggja hnýðin í bleyti í 2 til 3 tíma áður en þau eru sett í mold. /VH STEKKUR NYTJAR HAFSINS Guðjón Einarsson gudjone3@gmail.com Haustið 2020 voru 242 fiskvinnslufyrirtæki á skrá hjá Matvæla­ stofnun. Þar meðtalin 40 fyrirtæki sem framleiða eldisafurðir og 20 fyrirtæki sem dreifa fiskafurðum. Flest fyrirtækin eru með leyfi fyrir margs konar vinnslu, svo sem framleiðslu á ferskum og frystum afurðum (69 leyf), söltuðum fiskafurðum (63), hertum, þurrkuðum og hefðbundnum afurðum (41) og hrognum (25). Þá hafa verið veitt 56 leyfi til framleiðslu á tilbúnum afurðum til neyslu með því að beita hita- og efnameðhöndlun. 242 fiskvinnslufyrirtæki Fryst; 119 millja.; 44% Ísað; 81 millja.; 30% Mjöl/lýsi; 31 millja.; 11% Saltað; 26 millja.; 10% Hert ; 10 millja.; 4% Annað; 2 millja.; 1% Útflutningsverðmæti fiskafurða árið 2000 - eftir afurðaflokkum í milljörðum króna Fryst Ísað Mjöl/lýsi Saltað Hert AnnaðHeimild: Hagstofan Bændablaðið / HKr. Úr vinnslu Þorbjarnar í Grindavík. Saltfiskverkunarhúsum hefur bæði fækkað og hlutur þeirra stærstu orðið stærri. Þau voru á 49 stöðum árið 1999 en á 26 stöðum árið 2019. Mynd / VH Umhirða vorlauka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.