Bændablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 44
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. mars 202244 Bókakostur til búnaðarkennslu á hundrað og fjörutíu ára skeiði hennar hérlendis hefur verið margvíslegur. Í fyrstu fáeinar bækur á dönsku eða öðrum Norðurlandamálum, en mest af efni þó handskrifað eftir framsögu kennara. Síðan rann upp tími fjölritaranna, „hektografs“, spritt- og þá stensilfjölrita af vaxandi gæðum. Mikil framför þótti að geta fjölfaldað námsefnið, handskrifað en síðar vélritað, og nemendur undu glaðir við munaðinn allt fram á tíma litgefandi ljósritunarvéla. Pappír var frumefni kennslubókanna til skamms tíma. Rafbókin tekur nú við í vaxandi mæli. Ein er sú íslensk kennslubók í búnaðarfræðum sem skrifarinn telur öðrum athyglisverðari. Það er Búfjárfræði Gunnars Bjarnasonar sem út kom haustið 1966. Sem kennari á Hvanneyri hafði Gunnar á sjötta áratugnum tekið saman efni sem fjölritað var sem kennsluefni um greinina. Nú hafði honum gefist næði til þess að skrifa handrit að heildstæðri kennslubók um búfjárrækt. Hann hafði ætlað að fá fleiri höfunda að verkinu, t.d. sérfróða um nautgripa- og sauðfjárrækt, en það tókst ekki þá. Í formála bókarinnar getur Gunnar þess enn fremur að treglega hafi gengið að fá útgefanda að verkinu. En svo kom Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri sem óskaði eftir því að heiðra Bændaskólann á Hvanneyri 75 ára (1964) með því að gefa verkið út. Þáðu höfundur og Bændaskólinn það með þökkum. Þar sem frumleiki höfundarins og fagmennska forlagsins komu saman í eitt varð til afar sérstæð kennslubók: Sjö hundruð síður í lausblaðamöppu, sem klædd var þykku plasti. Bókverkið hefði því mátt fara með til nota bæði úti í fjósi og hesthúsi. Útgáfu bókarinnar var getið sem viðburðar í dagblöðum haustið 1966, þar sem sagði m.a.: „Kosti þessarar bókargerðar telur forlagið einkum þessa: Auðvelt að bæta nýju efni í bókina eða skipta um blöð, og einnig getur hver eigandi bókarinnar sem er, bætt hana eigin blöðum, t.d. vélrituðum eða skrifuðum, með upplýsingum er hann telur sér gagn að og aflar sér annars staðar. Þannig getur lesandinn sjálfur tekið þátt í samningu bókarinnar og miðað hana að nokkru við eigin þarfir og sérsvið í búfræði, og einnig er unnt að setja í hana ýmsar skýrslur og gögn er varða bú bóndans sjálfs og þannig geymir hún um leið niðurstöður af persónulegri reynslu hans.“ Í öðru blaði sagði: „Það vakti athygli á pósthúsinu á Akureyri að þegar bókin var send [600] áskrifendum var það stærsta póstsending, sem komið hafði frá einum aðila á pósthúsið á Akureyri, en þyngd sendingarinnar var eitt og hálft tonn.“ Bókin var engin léttavara. Hún var í sama blaði kölluð „frumleg og glæsileg“. Umfjölluninni lauk svo: „Ekki er nokkur vafi á því að hér er brotið blað í útgáfu kennslubóka, en þær úreldast, sem kunnugt er, þó ekki að öllu og ónauðsynlegt að prenta þær alveg upp. Séu þær í lausblaðabroti sem þessi, er jafnan hægt að láta þær fylgja kröfum tímans. Margar fallegar litmyndir eru í bókinni.“ Gunnar Bjarnason lagði afar mikið verk í þessa bók, sem notuð var til kennslu á Hvanneyri um nokkurt árabil. Það fór hins vegar svo að enginn hinna sérfróðu búnaðarmanna varð við hugmyndum hans og áskorunum um að endurnýja efni bókarinnar og auka við hana. Sjálfsagt réði nokkru þar um að Gunnar hafði ekki alltaf strokið þeim öllum meðhæris í samræðum daganna. „Ótrúlega fátt og magurt hefir þó verið skrifað um Búfjárfræði Gunnars“ . . . sagði líka í grein Árna G. Eylands, þremur árum eftir útgáfu bókarinnar. Nú hefur gróið yfir þessa kennslubók – stórvirki Gunnar Bjarnasonar sem Forlag Odds Björnssonar gaf út af metnaði sínum og alúð. Kennslubókin var athyglisverð tilraun til nýbreytni í miðlun þekkingar á tímum hraðra framfara í miðlunartækni og ekki síður á þeim fagsviðum sem hún fjallaði um. En líklega gerðist það sem Jónas Hallgrímsson hafði orðað svo meira en einni öld fyrr: . . . „því tíminn vill ei tengja sig við mig“ . . . Bjarni Guðmundsson SAGA& MENNING Sögubrot um búfræðslu 6: Sérstæða kennslubókin Gunnar Bjarnason, kennari og ráðunautur. Búfjárfræði Gunnars Bjarnasonar frá 1966. LESENDARÝNI Innlend matvælaframleiðsla og þjóðarhagur Matvælaframleiðsla og matvæla- stefna hafa verið ofarlega á dagskrá undanfarna mánuði. Hörmuleg innrás Rússa í Úkraínu hefur enn á ný varpað ljósi á þetta viðfangsefni. Stríðsrekstur af þessu tagi hefur alvarlegar afleiðingar fyrir allan almenning, nær og fjær. Alvarlegast er ástandið í Úkraínu sjálfri en áhrifanna gætir um heim allan. Þannig teygist á virðiskeðjum sem eru mikilvægar matvælaframleiðslu og í sumum tilvika brotna keðjurnar. Afleiðing alls þessa er að hrávöruverð og matvælaverð í heiminum rýkur upp og óttast er um áhrif á framboð matvæla þegar frá líður. Á tímum sem þessum skiptir grundvallarmáli að stjórnvöld hafi skýra sýn – vinni út frá matvæla- og landbúnaðarstefnu sem tekur tillit til þjóðarhags. Hver er gildandi landbúnaðarstefna? Sú orðræða, að hér á landi sé ekki skýr landbúnaðarstefna, er þrálát í opinberri umræðu. Að mati greinarhöfundar er nauðsynlegt að rétta þann kúrs og leiðrétta misskilning. Pólitísk stefna lög gjaf ans birtist skýrt í gildandi búvörulögum nr. 99/1993. Í a) og b)-liðum 1. gr. laganna segir: Tilgangur þessara laga er: a. að stuðla að framförum og aukinni hagkvæmni í búvöru- framleiðslu og vinnslu og sölu búvara til hagsbóta fyrir framleiðendur og neytendur, b. að framleiðsla búvara til neyslu og iðnaðar verði í sem nánustu samræmi við þarfir þjóðarinnar og tryggi ávallt nægjanlegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu. Hlutverk landbúnaðar að tryggja framboð matvæla í landinu og þar með fæðuöryggi er því afar skýrt. Þetta ákvæði er birtingarmynd íslenskrar landbúnaðarstefnu, og er það hlutverk framkvæmdavaldsins að framkvæma stefnuna á grundvelli þeirra laga og reglna sem gilda um landbúnaðarframleiðslu. Það hefur einnig sérstakt vægi í réttarframkvæmd. Nægir að vísa til forsendna í dómi Hæstaréttar í máli nr. 22/2021 þar sem tiltekið er að ljá verði löggjafanum mikið svigrúm við mótun landbúnaðarstefnu eins og hún birtist í 1. gr. búvörulaga nr. 99/1993. Tollar á búvörur og útfærsla á viðskiptasamningum sem fela í sér ívilnanir frá almennum tollum eru órjúfanlegur hluti þessa, sbr. fyrrnefndan dóm. Margir hlekkir eru í virðiskeðjunni Eitt mikilvægasta verkefni stjórn- valda er að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar. Hver þáttur land búnaðar- framleiðslunnar myndar einstakan hlekk sem, þegar allt er talið, skapar samfellda virðiskeðju. Hver og einn hlekkur þarf að virka og vera til staðar á óvissutímum eins og nú eða þegar náttúruvá steðjar að svo því sé einnig haldið til haga. Auk frumframleiðslunnar þarf að horfa bæði til aðfanga- og úrvinnslu - keðjunnar. Innlend að föng eru mikilvæg og huga þarf að afhend- ingaröryggi þeirra. Birgða staða fóðurs, matvæla og landbúnaðar- afurða er þannig annar hlekkur í virðis keðjunni sem þarf að tryggja. Greina þarf áhrif utanaðkomandi atburða á virðiskeðjur Í rannsókn tveggja vísindamanna við Háskóla Íslands og Norwegian University of Science and Technology, „Framing the 2010 Eyjafjallajökull volcanic eruption from a farming- disaster perspective“, er fjallað um þetta viðfangsefni út frá íslenskum veruleika. Í greininni er undirstrikað mikilvægi þess að skilja vandamálið og að það er síbreytilegt. Ráðast þarf í forvarnir, og æfa viðbragðsáætlanir. Búa þarf til vinnuferla um hvernig læra skal af reynslunni, sem á einkar vel við núna þegar að steðjar utanaðkomandi vá sem fáir trúðu að gæti raungerst en sýnir sig nú og sannar. Hér þarf ásamt fleiru að horfa til starfsöryggis frumframleiðenda. Gríðarlegar kostnaðarhækkanir nú geta beinlínis orðið til þess að búrekstur verður í sumum tilvikum ósjálfbær og framleiðsla dregst því saman – þannig geta breytingar, hér kostnaðarhækkanir, í aðfangakeðju leitt til þess að bændur bregði búi og framleiðsla landbúnaðarvara leggist af. Allt þetta þarf að greina, skilja og bregðast við. Framleiðsla búvara er allra hagur Af þessu er ljóst að landbúnaðar- stefnan og útfærsla hennar er hér í lykilhlutverki en verkefnið er sameiginlegt bændum, öðrum haghöfum og stjórnvöldum. Fram- leiðsla búvara til neyslu og iðnaðar í samræmi við þarfir þjóðarinnar sem tryggir nægjanlegt vöruframboð við breytilegar aðstæður er allra hagur. Erna Bjarnadóttir. Erna Bjarnadóttir. Upplýsingar og pantanir astjorn.is eða í síma 462 3980 facebook.com/astjorn – youtube.com/astjorn Stofnaðar 1946Kristilegar sumarbúðir Einstakar sumarbúðir í stórkostlegri náttúru Verð: 8000-8500 kr. á sólarhring
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.