Bændablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 46
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. mars 202246 LÍFSGÆÐI Ég er svo lánsöm að þekkja marga bændur. Einn þeirra segir gjarnan, þegar skemmuhurðin hefur fokið upp og horfið út í móa eða stóra vélin bilar, vara­ hluturinn er ekki til í landinu og kostar formúu; lífið, það bara gefur og gefur, bara gefur! Víst er að lífið gefur alls konar, bæði snúin verkefni, gleði og sorg, storma og stillur. Við erum ekki litin upp úr Covid­ástandinu þegar skellur á stríð og ein lægðin varla gengin yfir þegar sú næsta skellur á með látum. Sem betur fer náum við nú samt flest að eygja fegurð, gleði og sæld í ótal mörgu í okkar daglega lífi, svona flesta daga, annars væri nú ekki vel komið fyrir kerlu og karli. Einmitt, kerlu og karli, þó búseta sé alls konar og samkvæmt Hagstofu Íslands séu um þrjú af hverjum tíu heimilum á landinu heimili einstaklinga, búa víðast hjón, pör eða sambýlisfólk. Í þessum pistli ætla ég að fjalla um samskipti á milli fólks í rómantískum ástarsamböndum. Um mikilvægi þess að sinna, hlúa að, fóðra og bera á sambandið sem þú ert í með maka þínum. Allir bændur vita að þeir gripir gefa ansi lítið af sér sem eru vanfóðraðir og að það sprettur lítið á túni sem er illa kalið. Hvernig er þessu háttað á milli þín og makans? Einstaklinganna tveggja sem völdu á einhverjum tímapunkti hvor annan og eru að glíma við hinar alls konar gjafir lífsins saman? Er allt í blóma og gleði eða er lítil spretta, kalblettir, fjandans njóli og alls konar óáran í samskiptunum ykkar? Fyrir fólk sem býr saman og jafnvel vinnur saman alla daga, rekur saman, ekki bara heimili, heldur líka fyrirtæki, búið sjálft, er öflugt, jákvætt og vandað samband gífurlega mikilvæg stoð lífsgæða. Að mínu mati enn mikilvægari en í samböndum fólks í þéttbýli sem vinnur hvort á sínum vinnustaðnum daginn langan og rekur ekki saman fyrirtæki. Þar er einfaldlega minna undir, minni tími af lífsins dögum sem er samvera, færri ákvarðanir sem taka þarf saman og innkoma heimilisins ekki háð sameiginlegum rekstri. Sameiginlegt verkefni hjóna, eða sambýlisfólks sem er með fjölskyldu og býr á sveitabæ og er þar saman með rekstur er sannarlega viðamikið og krefjandi en líka heillandi, gefandi og mikið ævintýri. Sagt er að flestar litlar stelpur dreymi um að vera drottningar eða prinsessur í bleikum kjól, aldrei átti ég þann draum enda hestastelpa í gúmmískóm á æskuárum. Ég hef verið svo lánsöm að sinna fjölmörgum störfum gegnum tíðina og búa í sveit, bæ og borg en það var þegar ég var kúabóndi og gekk út á hlaðið eftir morgunverkin sem ég upplifði að ég væri sannarlega dottning í ríki mínu þó enginn væri bleiki kjóllinn. Svo trúið mér, ég veit hve ævintýrið getur verið einstakt, dásamlegt og tilkomumikið í sveitum landsins. Einmitt þess vegna er svo mikilvægt að ná að rækta sam­ bandið sitt, við ástina sína. Svo það haldi og sé ekki bara svona lala, heldur jákvætt, styðjandi og skemmtilegt! Meðal frægustu sambands­ ráðgjafa heims eru hjónin John og Julie Gottmann. Þau eru m.a. fræg fyrir að geta séð, með því að horfa á hjón í gegnum gler, hvort samband þeirra muni endast eða ekki. Hvernig fara þau að því? Jú, það er hegðunin sem sést. Bændur eru sannarlega vanir að fylgjast með hegðun, sjá ef eitthvað er öðruvísi en það á að vera hjá kind, nauti, kú, hesti eða hundi, jafnvel túni. Beinum nú þessum fránu augum að sambandinu okkar. Horfumst rækilega í augu, við okkur sjálf, sambandið og hvort annað áður en vorið heilsar með öllum sínum töfrum og tækifærum. Lítum frá fréttum af stríði og veiru og á hvort annað. Það er fátæklegt að hangsa í sambandi sem er snautt, kalið og vanfóðrað. Það er engin ástæða til þess að láta slíkt bara slarka áfram. Heilbrigð og góð sambönd bæta líðan fólks og lífsgæði. Hvort sem þú ert bóndi eða lest þetta sem dyggur lesandi Bændablaðsins, og starfar við eitthvað annað, getur þú nýtt þessa grein sem viðspyrnu til að leggja í þann leiðangur að bæta sambandið við ástina þína, núna. Það felast ómetanleg lífsgæði í því að vera í blómlegu sambandi þar sem borið er á samskiptin dag hvern, hugað að því að ekki skorti hlýju, athygli, hlustun, nánd og virðingu. Að kröfuharka, ógn, ótti, vanvirðing, ljót orð, niðurlæging, fýlustjórnun, afskiptaleysi, áhuga­ leysi, hunsun og ofbeldi sé fjarri, ekki í boði, ekki til staðar. Hér eru nokkur ráð úr pokahorni sálfræðingsins: • Snúið ykkur að hvort öðru en ekki frá. Bókstaflega. Snúið líkamanum að maka ykkar og náið sambandi, bjóðið upp á tilfinningatengingu, nærið aðlöðun. Gerið það að vana ykkar á hverjum degi. Til dæmis með því að horfast í augu og bjóða góðan dag. Leggja hönd á öxl, um mitti, taka hvort utan um annað þegar þið komið inn eftir verk. Komið hvort til annars þegar annað ykkar kemur inn, ekki labba framhjá! Þið eruð lifandi verur með kærleik í hjarta, ekki stóll eða steinn, náið sambandi! • Skemmið ekki. Enginn bóndi skemmir túnið sitt reglulega. Persónuleg meiðandi, niðurlægjandi ljót orð skemma. Líka að tala niður til, gera lítið úr, horfa fram hjá styrkleikum makans og jórtra á veikleikunum. Enginn getur allt en mundu eftir því sem þú dáir og þykir til koma í fari makans og hrósaðu! Hrós er fræ. Af fræi sprettur. • Gerir þú þig að fórnarlambi til að slá vopnin úr höndum makans og snúa vandanum þér í hag? Er það sanngjarnt? Beitir þú þagnarmúr til að frysta makann úti, fýlustjórnun er ofbeldi. Þú getur þurft að biðja um pásu, fá að fjarlægja þig til að ná áttum og jafna þig. Það er snjallt, en svo kemur þú aftur og ræðir málið eins og fullorðinn maður af virðingu í stað þess að þegja samanbitinn tímunum saman, eða er það ekki? • Ekki útkljá erfið mál að kvöldi eða nóttu. Heilinn er einfaldlega ekki tilbúinn til þess. Ef þið eruð ósátt að kvöldi, viðurkennið það hvort fyrir öðru og ákveðið að ræða það síðar. • Það er snjallt að halda vikulega fundi, veljið ykkar dag. Ekki bara fund um reksturinn heldur líka, horfast í augu og spyrja sjálfan sig og hvort annað, hvernig gengur á milli okkar? Hvernig hefur gengið þessa vikuna? Í hvað stefnir í næstu viku? Hvað er gott og þakkarvert og hvað þarf að laga? • Ákveðið að sýna ykkur og sambandinu ykkar þá virðingu, hvernig sem stendur á verkum, að fara úr vinnufötunum og af bæ til upplyftingar og tilbreytingar saman, að lágmarki einu sinni í viku. Til dæmis eftir verkin á laugardegi eða sunnudegi og fram að kvöldverkum. Alveg sama hvort það er eitthvert sérstakt erindi eða ekki. Farið í afbæjarföt og farið saman og sjáið, upplifið, gerið eitthvað annað. Bíltúr, skoðunarferð, heimsókn, gönguferð utan jarðarinnar, veitingastaður, kaffihús eða sundlaug. Þið þurfið á því að halda að sjá hvort annað utan vinnustaðarins í öðru hlutverki en vinnugallanum. Ná ykkur í „ferskt fóður“ fyrir nýtt spjall og pælingar og skapið minningar. • Viðhaldið líkamlegri nánd, hlýju og ástúð. Ekki leyfa ykkur að sitja hvort í sínum stólnum allt kvöldið, fara í rúmið hvort á sínum tímanum og snertast ekki, jafnvel vikum saman. Þið eruð í rómantísku sambandi. Líkamleg nánd er heilsusamleg fyrir fólk, dregur úr streitu og vanlíðan og eykur sæld. Haldist í hendur, takið hvort utan um annað, kúrið saman í sófa eða rúmi, reglulega, það er bæði heilsusamlegt og gott. Kristín Linda Jónsdóttir, sálfræðingur hjá Huglind Er sambandið þitt vel fóðrað eða er kal í sambandinu? Kristín Linda Jónsdóttir. Að gefnu tilefni vill Matvæla­ stofnun árétta að á næstu misserum mun EB reglugerð nr. 6/2019 taka gildi innan EFTA­ landanna, sem áréttar bann við fyrirbyggjandi notkun sýklalyfja í afurðagefandi dýr. Skv. 107 gr. gildir eftirfarandi: Ekki skal beita sýklalyfjum reglulega eða nota þau til að bæta fyrir lélega hollustuhætti, ófullnægjandi dýrahald eða skeytingarleysi eða til að bæta fyrir lélega bústjórn. Ekki skal nota sýklalyf sem fyrirbyggjandi meðferð (e. prophylaxis) nema í undan­ tekningartilvikum, til inngjafar fyrir stök dýr eða takmarkaðan fjölda dýra þegar hættan á sýkingu eða smitsjúkdómi er mjög mikil og líklegt er að afleiðingarnar yrðu alvarlegar. Í slíkum tilvik um skal takmarka notkun bakteríulyfja sem fyrirbyggjandi meðferð við inngjöf hjá stökum dýrum. Einungis skal nota sýklalyf til verndar­ meðferðar (e. meta­ phylaxis) þegar hætta á útbreiðslu sýkingar eða smitsjúkdóms innan hóps dýra er mikil og þegar engir aðrir viðeigandi kostir eru fyrir hendi. Slefsýki í lömbum er erfiður sjúkdómur sem meðhöndla þarf með sýklalyfjum. Alls ekki á að nota sýklalyf sem fyrirbyggjandi aðgerð gegn slefsýki. Þess í stað ætti að einbeita sér að aðgerðum sem minnka líkur á að smit berist í nýfædd lömb og aðeins gefa þeim sýklalyf eftir að sjúkdómsgreining liggur fyrir í hópnum það vorið. Fyrirbyggjandi notkun sýkla lyfja felur í sér hættu á auknu sýklalyfjaónæmi því ofnotkun og röng notkun á sýklalyfjum eykur val á ónæmum bakteríum og þ.a.l. tíðni þeirra. Aðeins næst að draga úr útbreiddri notkun lambataflna í nýfædd lömb hér á landi með sameiginlegu átaki dýralækna og sauðfjár­ bænda. Stefna ætti að því að nota sýklalyf sem minnst og eingöngu þegar nauðsynlegt er og þegar fyrirbyggjandi aðgerðir hafa ekki borið árangur. Aðrar fyrirbyggjandi ráðstafanir gegn slefsýki gætu t.d. verið bólusetning. Erfiðlega hefur gengið að nálgast bóluefni sem er sérframleitt fyrir sauðfé, en reynsla Norðmanna bendir til þess að nota megi bóluefni gegn colisýkingum sem skráð eru fyrir svín. Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir, sérgreinadýralæknir nautgripa- og sauðfjársjúkdóma ...frá heilbrigði til hollustu Meðhöndlun vegna slefsýki Slefsýki í lömbum er erfiður sjúkdómur sem meðhöndla þarf með sýklalyfjum. Alls ekki á að nota sýklalyf sem fyrirbyggjandi aðgerð gegn slefsýki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.