Bændablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 33
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. mars 2022 33 Fiskar njóta góðs af endurheimt votlendis Mikil áhersla hefur verið lögð á endurheimt votlendis undanfarin ár og hefur umræðan í þjóðfélaginu snúist aðallega um stöðvun á losun kolefnis úr framræstum mýrum. Tjarnir, vötn og lækir á votlendissvæðum eru þó ekki síður mikilvægt búsvæði fiska, og þá aðallega áls og silungs (urriða og bleikju). Hafin er áhugaverð rannsókn á vatnasviði Kálfalækjar á Mýrum sem tekur á ofangreindu. Jóhannes Guðbrandsson fiskifræðingur og nýdoktor LbhÍ leiðir rannsóknina. Líklega hefur framræsla vatna og lækja á síðustu öld skert verulega búsvæði þessara tegunda. Til að áll geti lokið lífsferli sínum þarf að vera greið gönguleið milli ferskvatns, þar sem hann vex og dafnar, og sjávar þar sem hann hrygnir. Sjógengnir og staðbundnir silungsstofnar þurfa að komast á milli hrygningar- og uppeldissvæða sem yfirleitt eru í lækjum og fæðunámssvæða í sjó Mynd t.v. Jóhannes Guðbrandsson, fiskifræðingur og nýdoktor Landbúnaðarháskólans, segir líklegt að framræsla votlendis hafi eyðilagt eða lokað á mikilvæg búsvæði bæði áls og silungs. Það sé því mikilvægt að huga að búsvæðum þessa tegunda þegar ráðist er í endurheimt votlendis. Mynd fyrir neðan Hér er Ásgerður Elín Magnúsdóttir, náttúru- og umhverfisfræðingur, að mæla hæð og dýpt hindrunar í farvegi sem getur hindrað fiska að komast leiðar sinnar. Ásgerður Elín hlaut styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna sumarið 2021 til þess að rannsaka búsvæði fiska í votlendislækjum innan Kálfalækjarvatnasviðs eða stöðuvötnum. Vatnasvið Kálfalækjar er í Hraunhreppi á Mýrum og samanstendur af nokkrum vötnum og lækjum þeirra á milli. Hafið er verkefni til að kanna áhrif framræslu á líffríkið á svæðinu, með sérstaka áherslu á ferskvatnsfiska. Markmiðið er að kanna hvaða áhrif endurheimt geti haft á svæðinu og hvaða leið sé best að fara til að hámarka jákvæð áhrif á líffríkið í sem mestri sátt við núverandi landnýtingu á svæðinu. Auk jákvæðra áhrifa á fiska verða metin áhrif á jarðvegseiginleika, landnotkun, breytingar á gróðurfari, búsvæði fugla og losun kolefnis. Verkefnið er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Rannsóknir sumarið 2021 á útbreiðslu fiskitegunda og á gæðum hrygningar- og búsvæða leiddu í ljós töluverð áhrif skurðagraftar á útbreiðslu tegunda þar sem hindranir fyrir fiskgengd hafa myndast við skurðgröft. Víðast hvar á svæðinu eru betri búsvæði í náttúrulegum farvegum en þar sem lækir voru grafnir fram. Þó eru undantekningar þar á sem mikilvægt er að taka tillit til ef ráðist verður í endurheimt.” Fyrir liggur að sækja þekkingu á lífríki og landnotkun til landeigenda en það hefur tafist vegna heimsfaraldurs. Einnig stendur til að nýta landupplýsingarkerfi til að meta betur heildarávinning á svæðinu. 3 - Votlendi Votlendi er meðal afkastamestu vistkerfa á jörðinni, sambærilegt við regnskóga og kóralrif, og þau veita manninum margvíslega þjónustu. Í rigningum taka votlendissvæði til sín vatn en miðla því frá sér í þurrkatíð, og tempra þannig öfgar í vatnafari. Í votlendisjarðvegi er bundið mikið magn kolefnis. Á jörðinni þekja votlendissvæði um 3% yfirborðs lands en þau geyma 20-30% alls lífræns kolefnis á landi. Mikilvægt er að það tapist ekki, sem getur gerst við framræslu og aðra röskun. Vernd og endurheimt votlendis á heimsvísu hefur öðlast nýtt vægi eftir að gildi þeirra til að draga úr loftslagsbreytingum varð ljóst. Votlendissvæði geta haft mikið efnahagslegt gildi þar sem þau eru uppspretta margvíslegra auðlinda og fæðu, t.d. fiska og fugla, og eru oft vinsæl svæði fyrir ferðaþjónustu. Mýrarnar eru mikil- vægar Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, ritaði í grein í tilefni alþjóðlega votlendisdagsins. Ofangreindar línur var að finna í greininni. Algengur misskilningur er að skurðirnir sjálfir losi koltvíoxíð en mesta losunin kemur úr jarðveginum sem þornar út frá þeim. Því skiptir ekki máli hversu grónir skurðir eru heldur dýpt þeirra. Þegar skurðir eru grafnir lækkar vatnsstaða mýra og jarðvegur þornar. Loft kemst að lífrænum jarðvegi og aðstæður verða hliðhollar rotverum sem brjóta niður kolefni (C) úr lífræna jarðveginum og skila frá sér sem koltvíoxíð (CO2). Kolefnið úr lífræna jarðveginum breytist úr föstu efni í lofttegund og landið lækkar með tímanum og næringarefni tapast úr vistkerfinu. Metan (CH4) losun á sér stað í votlendi en er brotabrot af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda úr framræstu landi. Dæmi um áhrif framræslu mýra á lífríkið er breyting á gróðursamfélögum úr votlendisgróðri í þurrlendisgróður, fækkun vaðfugla og örveru- og smádýralíf jarðvegs breytist. Dýpt skurða skiptir mestu máli Hvaða áhrif hafa skurðir?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.