Bændablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. mars 202212
FRÉTTIR
Kúabændurnir með verðlaunin, frá vinstri: Fjóla Ingveldur Kjartansdóttir í Birtingaholti 4, Björgvin Viðar Jónsson
í Dalbæ og Aðalsteinn Þorgeirsson fyrir hönd Núpstúnbænda. Mynd / Gunnar Kristinn Eiríksson
Nautgriparæktarfélag Hrunamanna:
Dalbær er afurðahæsta búið
Aðalfundur Nautgripa ræktar
félags Hrunamanna fór nýlega
fram. Á fundinum voru eftirtalin
verðlaun veitt:
Fjóla í Birtingaholti 4 tók við
Huppuhorninu fyrir efnilegustu
kvígu félagsmanna. Sú heitir
Skerpla 1699 frá Birtingaholti 4
með 310 stig. Björgvin Viðar í
Dalbæ tók við tvennum verðlaunum
fyrir hönd móður sinnar, Arnfríðar
í Dalbæ.
Dalbær var afurðahæsta búið á
síðasta ári með 8.342 kg mjólkur
og 700 kg MFP. Þar var einnig
afurðahæsta kýrin en hún heitir
Snúra 546 frá Dalbæ, sem mjólkaði
13.293 lítra.
Aðalsteinn á Hrafnkelsstöðum
var staðgengill Núpstúnsbænda
og tók við verðlaunum þeirra fyrir
ræktunarbú ársins. Þau voru með
690 kg MFP og er það 164 kg
aukning milli ára. /MHH
Mesti orkukostnaðurinn
er í Grímsey
Heildarorkukostnaður hér
á landi er hæstur í
Grímsey þar sem rafmagn
er framleitt og hús kynt
með olíu. Næsthæsti
heildarorkukostnaður er í
Nesjahverfi í Hornafirði,
sem skilgreint er sem
dreifbýli hvað raforku
varðar og ný hitaveita var
nýlega tekin í gagnið.
Ísafjörður, Bolungarvík,
Patreks fjörður og Flateyri,
þar sem eru kyntar
heitaveitur, koma þar á
eftir. Heildarorkukostnaður
er, líkt og áður, lægstur á
Seltjarnarnesi, á Flúðum og
í Mosfellsbæ.
Orkustofnun reiknaði
út fyrir Byggðastofnun
kostnað á ársgrundvelli við
raforkunotkun og húshitun
fyrir svipaðar fasteignir á
nokkrum þéttbýlisstöðum
og í dreifbýli.
Viðmiðunareignin er
einbýlishús, 140 m² að
grunnfleti og 350 m³. Almenn
raforkunotkun er sú raforka
sem er notuð í annað en að
hita upp húsnæði, svo sem
ljós og heimilistæki, en
miðað er við 4.500 kWst í
almennri rafmagnsnotkun og
28.400 kWst við húshitun án
varmadælu og 14.200 kWst
með varmadælu.
Bilið minnkar
Lægsta mögulega verð fyrir
viðmiðunareignina, með flutnings- og
dreifingarkostnaði, fæst hjá Veitum: Í
Reykjavík, í Kópavogi og austurhluta
Garðabæjar, á Seltjarnarnesi, í
Mosfellsbæ, á Kjalarnesi og á
Akranesi, um 78 þúsund krónur.
Hæsta gjald í skilgreindu þéttbýli
er um 92 þúsund krónur hjá Orkubúi
Vestfjarða en raforkuverð er nokkuð
hærra í skilgreindu dreifbýli,
eða 103-104 þúsund krónur fyrir
viðmiðunareign.
Árið 2020 var lægsta mögulega
verð í dreifbýli 53% hærra en lægsta
mögulega verð í þéttbýli, en árið
2021 hafði bilið lækkað niður í 32%
vegna aukins dreifbýlisframlags.
Meiri munur í húshitun
Munurinn á húshitunarkostnaði
milli svæða er mun meiri en á
raforkuverði. Lægsta verð fyrir
húshitun með rafmagni hefur
lækkað talsvert undanfarin ár, m.a.
vegna niðurgreiðslna á dreifi- og
flutningskostnaði, og mikil lækkun
varð árið 2021 með aukinni
samkeppni á raforkusölumarkaði.
Lægsti húshitunarkostnaður
fyrir viðmiðunareign er á Flúðum,
um 68 þúsund krónur, og þarnæst
í Brautarholti á Skeiðum og á
Seltjarnarnesi um 75 þúsund.
Á þessum stöðum er lægsti
húshitunarkostnaður um þriðjungur
af kostnaðinum þar sem hann
er hæstur. /MÞÞ
Vísbendingar um að jarðhitakerfið á Hjalteyri sé fullnýtt:
Virkja þarf önnur jarðhitakerfi
sem eru fjær Akureyri
– Heitavatnsnotkun á Akureyri hefur tvöfaldast á 20 árum
Vísbendingar eru um að jarð
hitakerfið á Hjalteyri sé orðið
fullnýtt, en það mun að sögn
Helga Jóhannessonar, forstjóra
Norðurorku, koma betur í ljós á
næstunni hvernig kerfið bregst
við minnkandi dælingu.
Í febrúar sl. kom fram aukið
klórmagn í mælingum á
jarðhitavatninu. Það bendir til
aukins snefliefnamagns úr sjó
sem að líkindum kemur gegnum
Strýturnar á botni Eyjafjarðar úti
fyrir Arnarnesi.
„Ef þetta er raunin, að jarðhita-
kerfið við Hjalteyri sé um það bil
fullnýtt, blasir við að virkja þarf
önnur jarðhitakerfi og þau eru lengra
í burtu,“ segir Helgi. Norðurorka
á jarðhitaréttindi við Ytri-Vík og
Syðri-Haga í Dalvíkurbyggð og hafa
þau verið til rannsóknar undanfarin
ár en kostnaðarsamt er að sækja
heitt vatn um langan veg.
Jarðhitakerfið á Hjalteyri hefur
verið í notkun um 20 ár og staðið
undir allri aukningu hitaveitunnar
frá þeim tíma.
„Við getum þakkað fyrir að
Hjalteyrarkerfið hafi verið svo
gjöfult sem raun ber vitni, ekki
síst þegar horft er til þess að
heitavatnsnotkun á Akureyri og
tengdum veitum hefur tvöfaldast
á þessum tveimur áratugum,“
segir hann.
Er nauðsynlegt að hita upp
íþróttavelli yfir veturinn?
Norðurorka hefur alla tíð lagt
áherslu á að ganga ekki of nærri
náttúruauðlindum og haft sjálfbærni
að leiðarljósi. Hlutverk félagsins er
að sjá notendum fyrir heitu vatni
og þeim lífsgæðum sem hitaveitu
fylgir. Tvöföldun á notkun á heitu
vatni á 20 árum er langt umfram
fólksfjölgun yfir sama tímabil.
„Það má velta ýmsu upp varðandi
notkun á heitu vatni og hvort við
gætum umgengist þessa auðlind
okkar af meiri virðingu og haft í
huga að sóa henni ekki,“ segir Helgi
og nefnir m.a. hvort nauðsynlegt sé
að hita upp íþróttavelli að vetrarlagi,
hvort breiða ætti yfir sundlaugar og
eins megi spyrja sig hvort brýna
nauðsyn beri til að hita upp bílaplön
sem dæmi um hugsanlegan sparnað
á heitu vatni.
„Það er margt sem hægt er að
skoða og gera betur. Við búum á
svæði sem ekki er sérlega ríkt af
heitu vatni og þurfum virkilega að
huga að því hvernig best er að nýta
það,“ segir hann.
Aðveitulögnin nýtist
Helgi segir stöðuna ekki á þann veg
að heitt vatn á Hjalteyrarsvæðinu sé
að verða búið, nú sé að finna jafnvægi
í sjálfbærri nýtingu á jarðhitakerfinu
og bregðast þannig við vísbendingum,
framhaldið sé að huga að nýjum
vatnsöflunarsvæðum. Enn á eftir
að leggja einn áfanga í svonefndri
Hjalteyrarlögn sem er eitt af stóru
verkefnum Norðurorku undanfarin ár.
Kostnaður við heildarverkefnið
kringum Hjalteyri var áætlað um 2,5
milljarðar króna en Helgi segir að nýja
aðveitulögnin muni alltaf nýtast, ekki
síst þegar vatn er sótt úr norðri.
/MÞÞ
Hjalteyri. Lagning aðveituæðar til Akureyrar í ágúst 2019.
Mynd / Axel Darri Þórhallsson / Norðurorka
Heitavatnsnotkun á Akureyri og tengdum veitum hefur tvöfaldast á þessum
tveimur áratugum.