Bændablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 52

Bændablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 52
52 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. mars 2022 Það kann að hafa farið fram hjá einhverjum að nú er DNA- sýnataka úr kvígum að hefjast. Sýnataka er einn mikilvægasti hlekkurinn í framkvæmd erfðamengisúrvals en með arfgerðargreiningu gripa fást sem mestar og bestar upplýsingar um kúastofninn. Vegna þess að arfgerðir taka breytingum með hverri kynslóð vegna endurröðunar erfðavísa þarf að taka vefjasýni til greiningar úr sem flestum fæddum kvígum á hverjum tíma. Það er því mælst til þess að allir bændur taki sýni úr öllum kvígum, nokkuð sem er ákaflega mikilvægt til þess að ná sem mestum og bestum árangri með þessu verkefni. Sýnatakan hefur nú verið færð í hendur bænda sjálfra og verður með þeim hætti að sýni er tekið um leið og einstaklingsmerki er sett í gripinn. Til þess eru notuð sérstök merki sem eru með áföstu sýnatökuglasi og er slíkt merki sett í annað eyrað á hverri kvígu sem ætlunin er að taka sýni úr. Þessi merki er hægt að panta inni á bufe.is eins og önnur eyrnamerki. Hægt er að velja um tvær tegundir merkja. Þar er annars vegar um að ræða merki frá OS í Noregi sem Plastiðjan Bjarg flytur inn og hins vegar merki frá AgroTag í Danmörku. Sýnatökumerkin frá OS eru svokölluð TST-merki en sýnatökumerki frá AgroTag heita MultiFlex Ddna. Pantanir fara fram inn á bufe. is með sama hætti og þegar önnur eyrnamerki eru pöntuð. Breytingin felst í að þegar pöntuð eru eyrnamerki þarf að skipta pöntuninni þannig að hluti merkjanna sé til sýnatöku og hinn hlutinn hefðbundin eyrnamerki, það er í þeim tilvikum ef einnig vantar hefðbundin merki. Þessu er best lýst með dæmi. Segjum að panta eigi 100 merki og næsta númer sé 801. Þá má t.d. byrja á að panta 50 stk. af hefðbundnum merkjum til notkunar í nautkálfa sem verða þá númer 801-850. Síðan eru pöntuð 50 stk. af merkjum til sýnatöku sem verða þá númer 851- 900 og notast í kvígur. Auðvitað má snúa þessu á hinn veginn og hafa kvígurnar með lægri númerunum og á sama hátt má panta þann fjölda sem hentar í hvert skipti. Athugið að fyrir TST-merkin frá Bjargi þarf sérstaka töng. Ákveði menn að skipta yfir í AgroTag merki er ekki hægt að nota sömu töng og fyrir merkin frá Bjargi. Hins vegar er ein og sama töngin notuð fyrir allar merkjagerðir frá AgroTag. Merking fer svo fram með sama hætti og áður nema hvað úr öðru eyra kvígukálfanna er tekið sýni, það er notað merki með sýnatökuglasi. Að lokinni merkingu er sýnið svo sett í box í mjólkurhúsinu þar sem mjólkurbílstjórinn tekur sýnið eða sýnin í næstu ferð. Þetta box eiga allir kúabændur að vera komnir með í hendurnar. Þannig þarf hver og einn bóndi ekki að hafa neinar áhyggjur af sendingu sýnanna. Það þarf heldur ekki að skrá sýnatökuna því númer sýnisins er einstaklingsnúmer gripsins. Þannig er tryggt að viðkomandi sýni sé úr þeim grip sem ber sama númer. Einhverjir kunna að velta fyrir sér af hverju eru bara tekin sýni úr kvígum. Því er til að svara að vegna smæðar íslenska kúastofnsins er fjöldi afkvæmaprófaðra nauta takmarkaður. Það þýðir að til þess að ná nægum fjölda arfgerðargreindra gripa til þess að ná ásættanlegu öryggi verðum við að nota arfgerðargreingar á kúm/kvígum. Þess vegna er farin sú leið að taka sýni úr kvígum. Sýni verða svo tekin úr völdum nautkálfum sem koma til greina á nautastöð vegna kostnaðar við hverja arfgerðargreiningu þegar þar að kemur. Kostnaður við arfgerðar- greiningarnar sjálfar verður greiddur af sameiginlegum fjármunum greinarinnar. Bændur greiða einungis þann mun sem er á verði hefðbundins eyrnamerkis og eyrnamerkis með sýnatökuglasi. Sá munur er um 400-600 kr. á grip. Hvaða niðurstöður gefa þessar sýnatökur? Ein fyrsta og mikilvægasta niður- staðan er staðfesting á ætterni. Sýnin eru arfgerðargreind og út frá þeim og öðrum upplýsingum er reiknað erfðamat, það er mat á kynbótagildi gripsins. Það mat liggur því fyrir nánast um leið og niðurstöður greiningarinnar eða mun fyrr en sambærilegt hefðbundið kynbótamat. Ávinningurinn af arfgerðargreiningum liggur í mun hraðari erfðaframförum fyrir stofninn með styttu ættliðabili, staðfestum ætternisupplýsingum og öruggara mati. Þannig verður til dæmis hægt að velja nautsmæður með sama öryggi og reynt naut. Hver og einn bóndi getur svo t.d. nýtt niðurstöðurnar til vals á gripum. Þannig má til dæmis hugsa sér að allra lökustu kvígunum verði fargað og þær efnilegustu sæddar með nautsfeðrum. Þá má einnig sæða lökustu gripina með holdasæði en hafið í huga að ekki er heimilt að sæða íslenskar kvígur með slíku sæði. Upplýsingar um eiginleika sem stýrast af einföldum erfðum, t.d. arfblendni fyrir horn og jafnvel litaafbrigði, verður vonandi hægt að fá úr sýnunum þegar fram líða stundir. Á heimasíðu RML er að finna nánari upplýsingar um sýnatökuna og framkvæmd hennar, meðal annars leiðbeiningamyndband og síðu með spurt og svarað. Þá er ávallt velkomið að hafa samband, annaðhvort í síma 516 5000 eða með tölvupósti en netföng starfsmanna má sjá á www.rml.is. Notkun á lífrænum áburðargjöfum ásamt jarðvegsbætandi efnum kemur til með að aukast með hækkandi áburðarverði og aukinni umhverfisvitund. Einnig er ljóst að lífræn aðföng koma til með að berast eftir ýmsum leiðum inn í næringarefnahringrás ræktarlands á komandi árum. Til að mynda verður óheimilt að urða lífrænan úrgang á næsta ári. Í samtölum við bændur hafa einnig komið fram áhugaverðar hugmyndir varðandi notkun á efnivið sem vert væri að prófa. Gerður er greinarmunur á lífrænum áburði og jarðvegsbætandi efnum. Þannig hefur lífrænn áburður beint áburðargildi umfram önnur jákvæð áhrif sem hann kann að skapa fyrir plöntur. Jarðvegsbætandi efni hafa ekki bein áburðaráhrif, heldur aðallega jákvæð áhrif á ástand jarðvegs og á þann hátt aðeins óbein áhrif á vöxt plantna. Búfjáráburð hafa bændur nýtt með ýmsum hætti og þekkja leiðir til að nýting hans verði sem best, en þær geta verið ólíkar eftir því á hvaða formi hann er. Þegar áburðar- áætlanir eru gerðar er horft til áætlaðrar nýtingar á næringarefnum búfjáráburðar ásamt töflugildum um efnainnihald hans ef ekki eru til mæld gildi um það á viðkomandi búi. Mælingar sýna að talsverður munur getur verið á þurrefni hans og innhaldi áburðarefni á milli búa. Köfnunarefni í búfjáráburði má skipta í lífrænt bundið köfnunarefni og ammoníum (ólífræna hluta köfnunarefnisins). Í áburðaráætlunum er mest horft á ammoníumhluta áburðarins til þess að áætla hve mikið af köfnunarefninu verði aðgengilegt fyrir plöntur fljótlega eftir dreifingu. Lífrænt bundni hluti köfnunar- efnisins verður hins vegar aðgengilegur samhliða því að búfjáráburðurinn brotnar niður í jarðvegi og því er erfiðara að meta ávinning þess hluta. Niðurbrotshraði lífrænna efna í jarðvegi er að hluta háður hitastigi jarðvegs og í köldu loftslagi líkt og á Íslandi má gera ráð fyrir að niðurbrotið gerist hægar og uppsöfnun næringarefna sé því nokkur. Þannig eru langtímaáhrif af notkun búfjáráburðar ekki metin að fullu inn í áætlanagerð enda eru upplýsingar um niðurbrotshraða ólíkra lífrænna efna í íslenskum jarðvegi takmarkaðar. Við mat á áburðarþörfum er þó tekið mið af uppsöfnun vegna notkunar búfjáráburðar. Sýnataka bænda úr búfjáráburði hefur aukist á undanförnum árum. Smá safn er komið upp af sýnum teknum úr haugum sem voru nokkurra ára gamlir og höfðu haft tíma til þess að brjóta sig. Það vekur athygli hve há gildi fyrir köfnunarefni eru í veðruðum haugum. Gildi fyrir ammoníum virðast hins vegar lækka hratt og með tímanum er það fyrst og fremst lífrænt bundið köfnunarefni sem er eftir. Notkun á sagi og hálmi til undirburðar bindur þvag og eykur þar með varðveislu á köfnunarefni, niðurbrotshraði verður hins vegar hægari enda þarf undirburðurinn lengri tíma til að brotna niður. Þar sem mikið er af undirburði í búfjáráburði getur það tímabundið aukið þörf á köfnunarefnisgjöf fái hann ekki tíma til þess að brotna nægjanlega niður í haug. Á næstunni verða haldnir kynningarfundir víða um land á vegum RML. Þar mun ráðunauturinn Cornelis Aart Meijlessem fjalla um ýmsar leiðir til nýtingar á lífrænum úrgangi og jarðræktarráðunautar RML fara yfir þætti sem tengjast m.a. notkun og nýtingu á búfjáráburði sem og öðrum lífrænum áburðarefnum. Skráning á fundina fer fram á heimasíðu RML. Reykjavík Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 Lely Center Ísland Grammer sæti Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Nýting lífrænna áburðarefna Þórey Gylfadóttir ráðunautur, Rekstrar- og umhverfissvið thorey@rml.is Eiríkur Loftsson ráðunautur, Rekstrar- og umhverfissvið el@rml.is Snorri Þorsteinsson ráðunautur, Rekstrar- og umhverfissvið snorri@rml.is Taðhaugur. Guðmundur Jóhannesson ráðunautur í nautgriparækt mundi@rml.is DNA-sýnataka úr kvígum vegna erfðamengisúrvals Merki og töng vegna vefjasýnatöku. Mynd / Úr kennslumyndbandi RML Upplýsingar flugnanet@gmail.com www.ölfus.is sími 8959801 Flugnanet Flugnanet Nú er orðið tímabært að panta net fyrir glugga og hurðir, sumarið er handan við hornið! Tíminn er fljótur að líða...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.