Bændablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. mars 202222 byko.is YLEININGAR ERU LÉTTAR STÁL- KLÆDDAR SAMLOKUEININGAR SEM FÁST MEÐ ÞÉTTIFRAUÐS- EÐA STEINULLARKJARNA. Einingarnar eru sterkar og burðarmiklar og fást með mismunandi yfirborði og litum að eigin vali. Helstu kostir þess að nota samloku- einingar er auðveld og fljót uppsetning, auðveld þrif, mikil burðargeta, mikið einangrunargildi og er ódýr kostur ef miðað er við hefðbundnar lausnir. Yleiningar henta vel fyrir eldri gripahús þar sem skipta þarf út þak- og eða veggjaklæðningum. BALEX yleiningar eru framleiddar undir ströngu eftirliti samkvæmt viðurkenndum evrópskum stöðlum. Hafðu samband: bondi@byko.is YLEININGAR Rannsóknin Landfræði íslenskrar garðyrkju: Hvernig mæta garðyrkjubændur aukinni eftirspurn? – Ætlar að greina samverkandi þætti sem móta íslenskan garðyrkjuiðnað Nicholas Ian Robinson safnar nú saman upplýsingum frá garðyrkjubændum á Íslandi fyrir doktorsrannsókn sína sem ber heitið Landfræði íslenskrar garðyrkju. Markmið rannsóknarinnar er að greina þá margvíslegu þætti sem móta íslenskan garðyrkjuiðnað, með það að markmiði að auka þekkingu á iðngreininni til handa garðyrkjubændum, stjórnvöldum og í þágu fræðasamfélagsins. „Sjónum verður beint að þeim leiðum sem íslenskir garðyrkjubændur nýta til að mæta eftirspurn eftir auknum gæðum og aukinni fjölbreytni grænmetis- og ávaxtategunda á íslenskum markaði,“ segir Nicholas, sem er doktorsnemi í landfræði við Kaliforníuháskóla, Davis, en hann hefur verið búsettur hér á landi í áratug. Rannsóknin er einnig unnin í samstarfi við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands en Nicholas hefur verið gestarannsakandi við deildina frá árinu 2019. Nicholas er jafnframt garð yrkju- bóndi í Reykjalundi í Grímsnesi ásamt maka sínum, Áslaugu Einarsdóttur, mannfræðingi og framkvæmdastýru. Þar stunda þau bæði gróðurhúsaræktun og útiræktun á fjölbreyttum grænmetistegundum, bæði í tilrauna- skyni og í markaðsskyni, og hafa selt afurðir sínar á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu með nýstárlegum markaðsaðferðum. Ásamt upplýsingum sem Nicholas safnar um þessar mundir frá íslenskum garðyrkjubændum munu ræktunartilraunirnar og markaðsaðferðirnar liggja til grundvallar rannsókn hans. Markmiðið er að greina hvernig best megi tryggja sjálfbærni í innlendri grænmetisframleiðslu, bæði í umhverfislegu og hagrænu tilliti. Nýverið fór í loftið vefsíðan gardyrkjurannsokn.is, sem ætlað er að kynna rannsóknina fyrir garðyrkjubændum. Nicholas leggur áherslu á mikilvægi þess að sem flestir starfandi garðyrkjubændur sjái sér fært að taka þátt í rannsókninni svo að niðurstöður hennar gefi sem gleggsta mynd af iðngreininni og hvernig best megi styðja við greinina. Þátttakendum verður boðið að fylla út rafræna spurningakönnun og í framhaldinu mun Nicholas heimsækja nokkra þátttakendur og taka við þá viðtöl. „Ég vil sjá hvaða aðferðir stuðla best að sjálfbærni íslenskra ræktunarvistkerfa, sjálfbærni dreifðra byggða og tryggri afkomu garðyrkjubænda og annarra starfsmanna iðngreinarinnar. Við erum mjög spennt að sjá afraksturinn og teljum að þetta gæti verið gott framlag til umræðu um framtíðarmöguleika íslenskrar garðyrkju og hvernig best megi styðja við grænmetisbændur,“ segir Nicholas. /ghp Auk þess að vinna nú að doktorsrannsókn er Nicholas Ian Robinson einnig garðyrkjubóndi í Reykjalundi í Grímsnesi. Upprunaættbók íslenska hestsins: WorldFengur fjárvana – Vilja aðkomu ríkisins að endurnýjun Tímabær öryggisuppfærsla auk endurnýjunar á viðmóti gagnagrunnsins mun kosta um 30 milljónir króna. Rekstur WorldFengs, uppruna- ættbókar íslenska hestsins, er langt frá því að standa undir kostnaði. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur kallað eftir fjármagni til að ráðast í aðkallandi endurnýjun. Gagnagrunnurinn Worldfengur er rúmlega 20 ára gamalt sam- starfs verkefni Bændasamtaka Íslands og FEIF, alþjóðasamtaka eigenda íslenska hestsins. Þetta er miðlægur gagnagrunnur sem geymir upplýsingar um íslenska hestinn um allan heim, en þar má finna upplýsingar um ættir, afkvæmi, dóma, eigendur, ræktendur, kynmótamat, örmerki, liti og fleira. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur séð um rekstur hans síðan árið 2020. Aðgangur að Worldfeng er greiddur gegnum árgjöld sem koma í gegnum hestamannafélög um allan heim, en samkvæmt Karvel Karvelssyni, framkvæmdastjóra RML, eru afnotagjöldin langt frá því að svara kostnaði við rekstur grunnsins. „Hann var rekinn með 11–13 milljóna króna tapi í fyrra. Við þurfum að endurskoða innheimtu því þetta gengur einfaldlega ekki upp. Þetta er miklu meira en eingöngu skýrsluhaldskerfi, heldur grunnurinn að ræktun íslenska hestsins á heimsvísu. Starfið er alþjóðlegt og mikilvægt en er ekki viðurkennt með fjármagni,“ segir Karvel. Nú sé leitað leiða til að fá hið opinbera til að taka þátt í nauðsynlegum endurnýjunum. „Það þarf að endurnýja grunninn vegna öryggis en einnig er viðmótið úrelt.“ Því þurfi að aðlaga hann að breyttum tímum, snjallvæða og gera notendavænni. Karvel ráðgerir að slík uppfærsla kosti um 30 milljónir króna ofan á almennan rekstur. „Skilyrði þess að íslenskur hestur sé viðurkenndur sem svo er að hægt sé að rekja ættir hans til Íslands í gegnum WorldFeng. Hann er því algjört lykilgagn í ræktunarstarfinu,“ segir Gunnar Sturluson, forseti FEIF, og vísar þar í reglugerð um uppruna og ræktun íslenska hestsins (nr. 422/2011). „Það þarf að fylgja því fjármunir ef slíkt á að vera hægt.“ /ghp Gunnar Sturluson, forseti FEIF. Karvel L. Karvelsson, framkvæmda- stjóri RML. Áhrif stríðs á matvælaverð: Brauðverð Egypta í hæstu hæðum Yfirvöld í Egyptalandi hafa sett fast markaðsverð á brauði til að stemma stigu við hækkandi matvælaverði í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Moustafa Madbouly forsætis- ráðherra setti fast verð á kíló af óniðurgreiddu brauði í 11,5 egypsk pund, sem samsvarar tæpum 85 íslenskum krónum. Verð á brauði hefur hækkað gríðarlega á undanförnum mánuðum þar í landi og var nær 20 krónum fyrir innrásina. Egyptaland er einn stærsti innflytjandi hveitis í heiminum, enda er brauð undirstöðufæða meðal bæði ríkra og sér í lagi fátækra þar í landi. Lágt verð á brauði skiptir því meginmáli og er niðurgreitt af ríkinu. Egyptar flytja stærsta hluta hveitis inn frá Úkraínu og Rússlandi. /ghp FRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.