Bændablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. mars 20224 Formaður Félags eggjabænda segir að umræða um aðföng í landbúnaði sé mikilvægasta um ræð u efnið á Búnaðarþingi að þessu sinni. Því ef aðföng hækki muni matvælaverð hækka í kjölfarið Fulltrúar deilda eggjabænda á Búnaðarþingi 2022 verða Stefán Már Símonarson og Halldóra Hauks­ dóttir. Að sögn Stefáns, sem jafnframt er formaður Félags eggjabænda, munu eggjabændur ekki leggja fram neina formlega tillögu á þinginu. Hafa áhyggjur af afleiðingum stríðsins í Úkraínu „Því er samt ekki að neita að við hjá deild eggjabænda erum talsvert upptekin af ástandinu í Úkraínu og þeim afleiðingum sem stríðið hefur. Í búskap eins og okkar skipta aðföng gríðarlegu máli, hvort sem þau eru í formi korns eða tilbúins fóðurs og það sem veldur okkur mestum áhyggjum.“ Aðföng og matvælaverð „Annað sem er þessu tengt er innlend kornrækt sem við munum fylgjast með og taka þátt í umræðum um ef til kemur enda slík ræktun mikilvæg að okkar mati. Eins og staðan er í dag ýtir umræðan um aðföng öllu öðru til hliðar að mínu mati enda gríðarlega mikilvægt mál og áhyggjuefni að ef aðföng hækka í verði mun matvælaverð hækka í kjölfarið,“ segir Stefán. /VH FRÉTTIR Kjúklingabændur á Búnaðarþingi 2022: Starfsskilyrði greinarinnar efst á baugi Deild kjúklingabænda innan Bændasamtaka Íslands mun ekki leggja fram tillögu á Búnaðarþing að þessu sinni. Starfsskilyrði greinar innar og tollamál eru það sem er efst á baugi hjá greininni. Full trúar deildar kjúklingabænda á Búnaðar þingi 2022 eru Jón Magnús Jónson og Eydís Rós Eyglóardóttir. Að sögn Jóns verða starfsskilyrði greinarinnar og landbúnaðar í heild efst á baugi hjá kjúklingabændum á þinginu. „Við í greininni viljum eins og aðrir í landbúnaði fá að njóta viðunandi starfsskilyrða og þar eiga tollamál stóran þátt.“ Ójöfn samkeppni „Töluvert er flutt inn af fuglakjöti sem er okkur mikið áhyggjumál. Erfitt er fyrir innlend fyrirtæki að keppa við erlenda framleiðslu sem kemur frá risastórum fyrirtækjum. Þar eigum við litla möguleika ef keppa á í verði en alla möguleika ef litið er til gæða framleiðslunnar og heilnæmi.“ Jón segir að þessi staða sé ekki einsdæmi hjá kjúklingabændum því hún eigi við nánast alla landbúnaðarframleiðslu í landinu. Eldið í góðum farvegi „Sem betur fer er íslenskt alifugla eldi vel statt hvað varðar alifuglasjúkdóma og eldið í góðum farvegi. Skimað er reglulega fyrir þeim sjúkdómum sem algengir eru erlendis og engir stofnar eru fluttir inn til framleiðslunnar nema í gegnum einangrunarstöðvar. Þannig lágmörkum við áhættuna á að hingað berist nýir sjúkdómar og með því höldum við niðri notkun á sýklalyfjum,“ segir Jón. Alifuglabændum hefur fækkað Að sögn Jóns leggur deild kjúklingabænda ekki fram tillögu á Búnaðarþingi að þessu sinni. „Alifuglabændum hefur fækkað á síðustu árum. Þó eru starfandi allnokkrir bændur sem hafa þessa atvinnu með öðrum búskap eða starfsemi. Þetta styrkir sveitirnar bæði með atvinnu og ýmsa þjónustu sem þarf við þessi bú.“ /VH Jón Magnús Jónson er annar af tveimur fulltrúum deildar kjúklinga­ bænda á Búnaðarþingi 2022. Eggjabændur á Búnaðarþingi 2022: Umræða um aðföng mikilvæg Loðdýrabændur á Búnaðarþingi 2022: Vilja gera Byggðastofnun að betri lánveitanda Deild loðdýrabænda ætlar að leggja fram tillögu þess efnis á Búnaðarþingi 2022 að Bændasamtök Íslands hefji viðræður við stjórnvöld um að finna leiðir til að gera Byggðastofnun að betri lána­ stofnun fyrir landbúnaðinn. Einar E. Einarsson, loðdýra­ bóndi að Syðra­Skörðugili og fulltrúi deildar loðdýrabænda á Búnaðarþingi, segir að loðdýrabændur ætli að leggja fram eina tillögu á þinginu. „Tillagan snýr ekki eingöngu að málefnum loðdýrabænda heldur ætluð landbúnaðinum í heild og gengur út á að efla Byggðastofnun sem lánastofnun fyrir alla bændur.“ Bæta þarf lánakjör Byggðastofnunar Tillagan gengur út á að Búnaðarþing samþykki að sett verði í gang vinna með stjórnvöldum um lækkun fjármagnskostnaðar við framleiðslu búvara á Íslandi. „Við viljum að Byggðastofnun verði gert kleift að bjóða bændum lán á betri lánskjörum en gert er í dag, en með því má lækka framleiðslukostnað og styrkja samkeppnisstöðu íslensks landbún aðar, en eins og vitað er þá er fjármagnskostnaður af fjárfestingum í byggingum, vélum eða jarðnæði lægri í okkar nágrannalöndum heldur en hér á landi þó svo að hér sé til dæmis byggingarkostnaður almennt hærri vegna meiri krafna á byggingar. Með því að lækka fjármagnskostnaðinn við þessar fjárfestingar lagast því að einhverju leyti samkeppnisstaða íslensks landbúnaðar við til dæmis innfluttar landbúnaðarvörur.“ Markaður fyrir loðskinn frosinn Eins og komið hefur fram í Bændablaðinu fraus markaðurinn fyrir loðskinn sama dag og Rússar gerðu innrás í Úkraínu en á þeim tímapunkti voru skinnauppboð í gangi. Einar segir að loðdýrabændur séu þessa dagana að velta fyrir sér hvernig þeir eigi að snúa sér vegna stöðunnar. „Spurningin er hvort við eigum að fara í viðræður við stjórnvöld um aðkomu þeirra að vandanum eða hvaða vinkil við eigum að taka. Viðræður við stjórnvöld eru ekki hafnar en við erum að velta þessum málum fyrir okkur hér innan búgreinadeildarinnar og höfum aðeins rætt þetta við stjórn Bændasamtakanna. Málið er því í vinnslu.“ Afsetning lífræns úrgangs „Það er margt við loðdýraeldi sem er jákvætt inn í umræðuna um umhverfis­ og loftslagsmál og nýtingu hráefna. Dæmi um það er að hráefni í fóður fyrir loðdýr er að uppistöðu til sláturúrgangur frá matvælaframleiðslu sem víða er til vandræða í dag enda bannað að urða lífrænan úrgang. Loðdýraeldi er því góð aðferð til að afsetja úrganginn og við því klárlega gjaldgeng inn í þá umræðu,“ segir Einar á lokum. /VH Einar E. Einarsson, loðdýrabóndi að Syðra­Skörðugili og fulltrúi deildar loðdýrabænda á Búnaðarþingi. Garðyrkjubændur á Búnaðarþingi: Kalla eftir endurskoðun nýliðunarstyrkja „Búvörusamningar eru okkur alltaf ofarlega í huga og nú þegar endurskoðun þeirra er á næsta leiti þá er óhjákvæmilegt að horfa fram hjá þeim. Starfsskilyrði greinarinnar eru undir og mikil­ vægt að samningar takist vel til að garðyrkja haldi áfram að þróast í rétta átt. Ríkisstjórnarsáttmálinn gefur góð fyrirheit um að stuðningur við garðyrkju verði meiri og betri í næstu endurskoðun. Því er það okkar að nýta þann meðbyr sem greinin er að fá frá stjórnvöldum og almenning,“ segir Axel Sæland, formaður bú­ greinadeildar garðyrkjunnar. Deildin leggur tvær tillögur fyrir Búnaðarþing, önnur fjallar um endurskoðun á félagsgjaldi Bændasamtakanna en í hinni er kallað eftir endurskoðun á nýliðunar­ styrkjum sem eru í boði fyrir nýja bændur. „Við teljum að bilið milli þeirra sem borga lægsta gjald og hæsta vera of mikið. Nauðsynlegt er að grunngjaldið sé hækkað á við eitt stöðugildi hjá búi. Það er skoðun garðyrkjudeildarinnar að Bændasamtökin eigi að vera málsvari þeirra sem hafi atvinnu og hagsmuni af því að vera bændur. Það er hins vegar eðlilegt að stærri aðilar borgi hærra gjald þar sem hagsmunir þeirra eru meiri. Gjaldið þarf samt að vera þannig að bændur sjái hag sinn í því að vera í samtökunum. Öflug hagsmunasamtök bænda er hagur landbúnaðarins í heild og ættu því allir þeir sem eru með rekstur í landbúnaði að sjá hag sínum borgið innan öflugra samtaka,“ segir Axel um fyrri tillöguna. Engin tryggingavernd fyrir útiræktendur Sú síðari endurspeglar ósk garð­ yrkjubænda um endurskoðun nýliðunarstyrkja í landbúnaði. „Það er óljóst hvað garðyrkju­ menntun vegur hátt í styrkjakerfinu og möguleikar á háskólamenntun í garðyrkju er ekki til staðar á Íslandi. Þar af leiðandi eiga nýir aðilar í garðyrkju minni möguleika á að skora hátt í stigagjöf sem nýliðunarstyrkurinn byggir á og eiga því á hættu að fá enga styrki. Einnig vegur starfsreynsla mjög hátt í styrkjakerfinu og þar sem minna er um ættliðaskipti í garðyrkju og meira um nýja aðila þá skora þeir líka lægra í styrkjakerfinu. Þetta viljum við að verði endurskoðað,“ segir Axel. Hann bætir við að tryggingavernd bænda hafi verið mikið í umræðunni og þá sérstaklega hjá útiræktendum. „Það eru mjög miklar áskoranir sem fylgja íslensku veðurfari. Í dag hafa bændur enga tryggingu fyrir sína útiræktun. Þetta eitt og sér gerir greininni erfitt fyrir í að fá nýja ræktendur inn. Tryggingavernd bænda þarf að vera til staðar til að greinin eigi möguleika á að þrífast í nánustu framtíð.“ /ghp Axel Sæland, formaður búgreina­ deildar garðyrkjunnar. Stefán Már Símonarson, formaður Félags eggjabænda. Orkurannsóknarsjóður Landsvirkjunar úthlutaði 35 verkefnastyrkjum til orkumála og rannsókna á náttúru og umhverfi. Sjóðurinn veitti alls 59 milljónum króna en sex verkefni innan Landbúnaðarháskóla Íslands hlutu styrki upp á samtals 10,7 milljónir króna. Verkefnin lúta meðal annars að háhraðamælingum tengdum endurheimt votlendis, skordýrarækt, mati búfjár á íslenska túndru, áburðargjöf í skógrækt og olíujurtaræktun. Mynd/Landsvirkjun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.