Bændablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 31
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. mars 2022 31 Endurheimtu 90 hektara af votlendi í Vopnafirði Landgræðslan og Votlendissjóður Fylgiblað Bændablaðsins 24. mars 2022 www.land.is www.votlendi.is End ur heimt vot lend is svæðanna í landi Hamra enda og Hnausa á sunn an verðu Snæ fellsnesi vakti at hygli á vett vangi Sam einuðu þjóðanna. Vot lend is svæði Hnausa og Hamra enda er stærsta sam fellda vot lend is svæðið sem hef ur verið end ur heimt á veg um Land græðslunn ar. Endurheimt votlendis er mikilvæg fyrir búsvæði fiska. Mýrar eru mikilvæg búsvæði fyrir fjölmargar lífverur. Vandaðir verktakar eru ómissandi við endurheimt votlendis. Endurheimt votlendis fellur ekki undir lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Það gerir hins vegar framræsla lands. Framræslu sem hefur áhrif á þriggja hektara svæði eða stærra eða er á verndarsvæðum er ber að tilkynninga til Skipulagsstofnunar sem tekur ákvörðun um hvort framræslan sé háð umhverfismati. Sé framræst svæði undir 3 ha er það sveitarfélagsins að meta hvort framkvæmdin sé háð umhverfismati. Votlendi njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum nr. 60/2013, sjá a-lið 1. mgr. 61. gr. Í samræmi við 3. mgr. sömu greinar skal forðast að raska votlendi nema brýna nauðsyn beri til. Það er því skylda að afla framkvæmdaleyfis til sveitarstjórna vegna framkvæmda sem hafa í för með sér slíka röskun. Sveitar- stjórnir eru í lykilhlut- verki Halldóra Andrésdóttir og Gauti Halldórsson, bændur í Engihlíð, í Vopnafirði eiga jörðina Vatnsdalsgerði og hafa endurheimt 90 hektara af votlendi á þeirri jörð. Björn Halldórsson, bróðir Gauta, rekur búið með þeim hjónum og á jafnframt hluta Vatnsdalsgerðis. Þau hafa girt af í samstarfi við Skógræktina 199 ha í Vatnsdalsgerði. Búið er að planta trjám í um það bil 62 ha þar og 15 ha í landi Engilhlíðar. Aðal- búskapurinn er mjólkurframleiðsla sem er um 400 þúsund lítrar á ári, auk um 100 fjár og nokkurrar nautakjötsframleiðslu. Þegar Halldóra, Gauti og Björn keyptu Vatnsdalsgerði árið 2005 og fengu þau loftmynd af jörðinni. Myndin var tekin áður en skurðgröftur hófst á jörðinni á sjöunda áratug síðustu aldar. Ætlun fyrri eigenda var að nýta landið sem tún, en aðstæður á umræddu svæði gerðu það að verkum að það varð ekki hæft til túnræktunar. Halldóra sagði að þegar umræða um losun og kolefnis- bindingu hefði verið orðin almenn hefðu þau komist að þeirri niðurstöðu að best væri að endurheimta vistkerfin í Vatnsdalsgerði. „Bónusinn var að geta kolefnisjafnað búskapinn þegar fram liðu stundir. Á næstu árum verður gerð krafa um kolefnisjöfnun í landbúnaði og bændur munu í framtíðinni selja kolefnisbindingu.“ „Við vorum ekki að nýta þetta svæði og það var ljóst að þarna yrðu ekki tún. Auk þess var maður alltaf að sjá umfjöllun um losun gróðurhúsalofttegunda frá framræstu landi,“ sagði Gauti. Og þau hjón tóku undir það að endurheimtin hefði verið blanda af hugsjón og framlagi til náttúruverndar. „Það var alveg ljóst að það var mikil losun frá þessu svæði,“ sagði Gauti. Gauti og Halldóra taka þátt í verkefninu Loftlagsvænni landbúnaði. Halldóra sagði að reynslan af þátttökunni væri jákvæð. En geta t.d. Land- græðslan, RML og fleiri aðilar gert meira til að upplýsa bændur og landeigendur um loftlagsmálin? Og hvernig er hægt að fá almennari þátttöku? Gauti sagði að það þyrfti að sýna fram á losun með íslenskum, ritrýndum rannsóknum. „Ég heyri það á bændum að þeir telja ekki hægt að yfirfæra losun erlendis frá yfir á Ísland. Ástæðan sé sérstaða íslensks jarðvegs og lofslags. Almennt trúa menn því ekki að losunin sé eins mikil og sagt er en sumir eru líka í afneitun,“ sagði Gauti og lagði áherslu á að rannsóknir á þessu sviði þyrftu að vera viðurkenndar. Þegar þessi mál væru komin í höfn kæmu fleiri og endurheimtu. „Ég veit að það er verið að rannsaka þessa hluti og mikið er vitað en það skiptir líka máli hvernig fræðsla til bænda fer fram. Vöktun votlendis Til að fylgjast með þeim breytingum sem verða við endurheimt mýra voru settir út vöktunarreitir árið 2017 á fjórum svæðum sem fyrirhugað var að endurheimta. Gróðurfar var tekið út og lykilþættir mældir reglulega, fyrir og eftir endurheimt, sem framkvæmd var árið 2019. Svæðin eru fjölbreytt og endurheimtaraðgerðir tókust misvel. Áhugavert er að sjá hversu mikill breytileiki mældist á losun koltvísýrings og metans á milli svæðanna, milli reita innan svæðanna og einnig á milli ára eftir veðurfari. Eins kemur berlega í ljós hversu mikilvægt það er að vanda til verka við endurheimt votlendis og vinna með þær fjölbreyttu aðstæður sem eru á hverjum stað fyrir sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.