Bændablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. mars 202210 FRÉTTIR Kornbændurnir í Vallanesi njóta ávaxtanna af góðu sumri á Austurlandi: Markaðssetja lífrænt vottað heilhveiti – Mikil gæði á bæði hveiti og byggi Veðurblíðan á Austurlandi síð asta sumar var kornbændum hag stæð þó talsvert hafi þurft að hafa fyrir því að góð uppskera næðist, meðal annars með mikilli vökvun. Ávöxtur inn hefur nýlega litið dagsins ljós á Vallanesi á Fljótsdals­ héraði, en Móðir Jörð hefur nýlega sett lífrænt vottað heil hveiti á markað. Að sögn Eyglóar Bjarkar Ólafsdóttur, sem hefur umsjón með vörulínu Móður Jarðar, var heilhveiti fyrst sett á markað fyrir um tíu árum en ræktunin á því er ekki eins stöðug og í bygginu. „Það þarf lengra sumar og er viðkvæmara í slæmu árferði. Lífrænt ræktað korn er mun ríkara af örverum í ytra byrði kornsins og hefur betri spírunareiginleika. Heilhveitið er þess eðlis að það þarf minni vinnslu og slípun og kemur því tilbúnara beint af akrinum. Fyrir þá sem vilja gerja korn, spíra eða nota í súrdeigsbakstur er þetta korn afbragð.“ Byggið einnig gott „Byggið frá sumrinu 2021 er einnig af frábærum gæðum, bústið korn og flott í alla matargerð sem og í bakstur. Margir bakarar hafa tileinkað sér að nota soðið bankabygg í brauðin, byggmjölið er mikið notað sem og byggflögur sem einnig má setja utan á brauðin. Uppskerumagn eftir þetta hlýja sumar var þó ekki met eins og við vorum að vona því vorið var kalt, þótt eftirleikurinn hafi verið góður náði það ekki að vega upp þetta kalda vor að fullu,“ segir Eygló. Hún bætir við að hið góða sumar hafi ekki síst skilað sér í metaðsókn á staðinn. „Margir Íslendingar lögðu leið sína í Vallanes til að njóta grænmetisrétta sem þar er boðið upp á í Asparhúsinu. Við vorum einnig með akurbaunir í ræktun í sumar í fyrsta sinn utandyra. Þær heppnuðust að því leyti að þeirra var notið í einhverjum mæli og þóttu ljúffengar en samkvæmt mælingum náðu þær þó ekki fullum þroska. Þessi tilraun var þó þess virði því ræktun belgjurta bætir jarðveginn og dregur úr áburðarþörf í kjölfarið,“ segir Eygló. /smh Eymundur Magnússon, kornbóndi í Vallanesi, er hér á hveitiakrinum sumarið 2021. Á innfelldu myndinni er pakki með Heilhveiti frá Vallanesi. Aðalfundir Æðarræktarfélags Íslands fyrir árin 2020 og 2021 verða haldnir laugardaginn 26. mars 2022 í húsnæði Land búnaðarháskóla Íslands í Keldna holti, Árleyni 22, Reykjavík. Fundurinn hefst klukkan 10.00 og stendur til klukkan 13.00. Meginverkefni fundanna er skýrsla stjórnar, afgreiðsla ársreikninga og kosningar til stjórnar. Jafnframt verður lögð fyrir aðalfund tillaga að ákvæði til bráðabirgða við lög félagsins til að heimila rafræna kosningu um það hvort Æðarræktarfélagið sameinist Bændasamtökum Íslands. Ef tillaga þessi verður samþykkt munu rafrænar kosningar um sameiningu fara fram í kjölfar fundarins. Ef sameining við BÍ verður fyrir valinu verður næsti aðalfundur nýrrar búgreinadeildar (Búgreinaþing) árið 2023. Ákvörðun um hvort ÆÍ sameinist Bændasamtökunum sem Búgreinadeild æðarræktar eða haldi áfram sem sjálfstætt félag er mikilvæg fyrir félagið og, að sögn Guðrúnar Gauksdóttur formanns, segir að stjórn félagsins telji nauðsynlegt að sem flestir félagar greiða atkvæði. Í kjölfar kynningarfundar með BÍ þann 27. janúar síðastliðinn gekkst stjórn ÆÍ fyrir skoðanakönnun meðal félagsmanna um hug þeirra til sameiningar. Í könnuninni tóku þátt 122 og voru 52 samþykkir sameiningu við Bændasamtökin en 70 mótfallnir. /VH Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 STÝRISENDAR gerðir dráttarvéla Hrossabændur á Búnaðarþingi: Alþjóðlegt samstarf mikilvægt Deild hrossabænda leggur áherslu á kynningu á starfi hrossa - bænda og aukna þátttöku þeirra sem stunda hrossabúskap. Fyrir Búnaðarþinginu liggur til laga frá deildinni er lýtur að mikilvægi WorldFengs, uppruna ættbókar íslenska hestsins. „Eitt af því sem við í deild hrossabænda þurfum að gera og er aðkallandi er að auka þátttöku þeirra sem eru að stunda hrossabúskap í stórum og smáum stíl til að efla okkar búgreinadeild. Það á reyndar ekki bara við um hrossabændur en auka þarf þátttöku allra bænda í Bændasamtökunum,“ segir Sveinn Steinarsson, formaður deildar hrossabænda. „Helstu áherslur hrossabænda í tengslum við komandi Búnaðarþing er að kynna hvað starfið okkar gengur út á og hvaða þættir í okkar starfi eru mikilvægastir. Fyrir þingið mun koma tillaga sem samþykkt var á Búgreinaþinginu og varða mikilvægi þess að staðið sé vörð um ættbók íslenska hestsins, Worldfeng, en ættbókin er alger miðja í öllu okkar starfi og varðar ræktun hestsins um víða veröld,“ segir Sveinn. „Þá má einnig nefna, þó að ekki liggi fyrir beint tillaga þess efnis, að þátttaka okkar í alþjóðlegu samstarfi um ræktun hestsins er afar mikilvæg enda er Ísland upprunalandið og mikilvægt að við stöndum vörð um það.“ Þá segir Sveinn að þátttaka hrossabænda í markaðsverkefninu Horses of Iceland sé farvegur þeirra í kynningu á hestinum og hestamennskunni. „Ánægjulegt að segja frá því að nú er búið að tryggja samstarfið út árið 2025, sem við erum ákaflega stolt af og ánægð með.“ /ghp Sveinn Steinarsson, formaður deildar hrossabænda. Á forsíðu síðasta Bændablaðs kom fram að Friðrik Jakobsson hefði verið mótshaldari hesta­ mótsins Mývatn Open. Hið rétta er að hestamannafélagið Þjálfi hélt mótið þar sem Friðrik er formaður. Beðist er velvirðingar á mistökunum. /ghp Leiðrétting Aðalfundir tveggja ára hjá Æðarræktarfélagi Íslands Rangárþing ytra: Fiskiræktun í Eystri-Rangá Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur lýst yfir vilja sínum til þess að skipta upp jörðunum Fossi og Árbæ í sveitarfélaginu, þannig að meginhluti jarðarlands hvorrar jarðar verði á sér landnúmerum. Það land sem eftir stendur á hvorri jörð fyrir sig ber þá upprunalega landnúmerið og samkvæmt lögum þá fylgir veiðiréttur upprunalega landnúmerinu. Jafnframt lýsir sveitarfélagið yfir vilja til að leigja óstofnuðu félagi um fiskirækt í efri hluta Eystri­Rangár, sem Lýður Skúlason, Guðmundur Ingi Hjartarson og Finnur Björn Harðarson eru í forsvari fyrir, land það sem verður á upprunalegu landnúmerunum. Leigunni fylgir aðgengi að efri hluta Eystri­Rangár, innan jarðanna, og er fyrrgreindum aðilum veitt vilyrði um leyfi fyrir að þeir leggi nauðsynlega veiðislóða, gerist þess þörf, með fyrirvara um samþykki leyfisveitenda varðandi skipulag og umhverfismál. Þetta kemur m.a. fram í síðustu fundargerð sveitarstjórnar. Þar segir enn fremur að um sé að ræða leigu til allt að 5 ára eða þar til kemur í ljós hvort áætlanir um fiskiræktina muni ganga eftir. Að uppfylltum ákveðnum skilyrðum varðandi árangur í fiskirækt er vilji til að framlengja leiguna til allt að 30 ára. /MHH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.