Bændablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 24.03.2022, Blaðsíða 1
6. tölublað 2022 ▯ Fimmtudagur 24. mars ▯ Blað nr. 607 ▯ 28. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Atorkuna skortir ekki í Höllu Sif Svansdóttur Hölludóttur, þrítugum garðyrkjunema, sem festi kaup á garðyrkjustöðinni Gróðri á Hverabakka við Flúðir á sínu fyrsta ári í námi. Meðfram nýju hlutverki sínu sem garðyrkjubóndi reynir hún að klára námið og er nýliði í stjórn búgreinadeildar garðyrkjunnar. – Sjá nánar á bls. 28–30. Mynd / Guðrún Hulda Pálsdóttir Búnaðarþing 2022 verður haldið í Reykjavík um næstu mánaðamót: Framtíðarstefnumörkun Bændasamtakanna mótuð í kjölfar samruna búgreinafélaganna – Gríðarlega mikilvægt að hafa það á hreinu hvert við erum að fara og að menn séu samstíga, segir formaður BÍ Búnaðarþing 2022 verður haldið á Hótel Natura 31. mars og 1. apríl næstkomandi. Þingið er fyrsta Búnaðarþing eftir að búgreinafélögin runnu saman við Bændasamtök Íslands og urðu að búgreinadeildum innan samtakanna. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segir að fulltrúar á Búnaðarþingi að þessu sinni séu í fyrsta sinn kosnir á þingið á grundvelli búgreina, en til þessa hafa 50% fulltrúanna verið kosnir í gegnum búnaðarsambönd en aðrir fulltrúar kosnir af búgreinum. Framtíðarstefna BÍ „Búgreinarnar hafa þegar fundað á sínum Búgreinaþingum og tillögufrestur frá hinum almenna bónda er liðinn umfram það sem verður lagt fram af deildum búgreinanna. Að mínu mati tel ég að það sem verði veigamest á þinginu fyrir stjórn samtakanna sé stefnumörkun fyrir Bændasamtök Íslands til framtíðar. Stefnumörkunin er meðal þess sem búgreinafélögin ræddu á sínum þingum og þau eru búin að senda inn athugasemdir sem verða teknar fyrir á Búnaðarþingi. Að mínu mati er gríðarlega mikilvægt fyrir stjórn og starfsmenn BÍ að hafa stefnumörkunina á hreinu þannig að við vitum hvert við erum að fara og séum samstíga. Enda mun stefnumörkunin vera ramminn utan um starfið til framtíðar.“ Stjórnarmönnum fjölgar um tvo Gunnar segir að þingfulltrúum hafi verið fjölgað úr 53 í 63 og að á þinginu verði fjölgað í stjórn Bændasamtakanna úr fimm í sjö. „Eina breytingin sem ég veit um að verður á stjórninni, án nýju stjórnarmannanna, er að varaformaður BÍ, Oddný Steina Valsdóttir, ætlar ekki að gefa kost á sér aftur, því miður. Það verður mikil eftirsjá að henni.“ Enginn átakamál að þessu sinni „Persónulega var ég gríðarlega ánægð ur með Búgreina þingin og fann á þingfulltrúum og bændum sem þau sóttu hvað þeim þótti fyrir­ komu lagið skemmtilegt að hitta full trúa annarra búgreina og geta rætt saman og sameiginleg málefni bænda en ekki bara sérmálefni sinnar búgreinar. Mér sýnist því að bændur hafi rætt saman og ég geri ráð fyrir að þeir muni sýna samstöðu og styrk sinn á Búnaðarþingi sem ein heild og geti á þeim forsendum staðið saman í þeim málum sem mest ríður íslenskum landbúnaði til hagsbóta,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. /VH - Sjá viðtöl við fulltrúa búgreina- deilda BÍ á bls. 2, 4 og 10.Gunnar Þorgeirsson. Mynd / HKr. Danskir minkabændur: Vilja íslenskan mink á fæti Fulltrúar danskra minkabænda voru staddir hér á landi fyrir stuttu til að kanna möguleika á að kaupa milli 20 og 25 þúsund lifandi minkalæður og högna. Danirnir, Erik Vammen og Jesper Jensen, sem voru á landinu í þrjár vikur, eru báðir minkabændur og heimsóttu íslenska kollega sína. Að þeirra sögn eru samtök minkabænda í Danmörku búin að sækja um leyfi til að hefja minkaeldi á ný eftir að öllum minkum þar var fargað í kjölfar þess að Covid­19 smit fannst í minkum þar fyrir tveimur árum. Í samtali við Bændablaðið sögð­ ust Danirnir bjartsýnir á að leyfið yrði afgreitt í maí. Þeir segjast einnig vera sannfærðir um að verð á minkaskinnum eigi eftir að hækka, enda verðið verið óvenjulágt á síðustu árum. Þeir segja að loðdýrabændur hafi lifað af þrengingar á markaði áður og að þeir munu lifa þrengingarnar núna af líka. Ástæður þess að Danir hafa áhuga á íslenskum dýrum eru aðallega tvær. Í fyrsta lagi að minkar á Íslandi eru lausir við sjúkdóma sem herja á eldisminka í Evrópu, og í öðru lagi að íslenskir minkar eru upprunnir í Danmörku. Ef af viðskiptunum verður mun dýrunum verða flogið til Danmerkur. Vammen og Jensen sögðu að þeir hefðu einnig skoðað möguleikann á að kaupa eða leigja hentugt húsnæði til minkaeldis hér á landi, en að slíkt hafi ekki staðið til boða. /VH Íslenskt staðfest 107 Hvernig mæta matjurtabændur aukinni eftirspurn? 22 Markaðssetja lífrænt vottað heilhveiti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.