Bændablaðið - 12.05.2022, Side 12

Bændablaðið - 12.05.2022, Side 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. maí 202212 FRÉTTIR Innviðaráðherra: Úthlutar 35 milljónum til fjarvinnustöðva Sigurður Ingi Jóhannsson innviða­ ráðherra hefur úthlutað styrk­ j um að fjárhæð 35 milljónum króna til fjögurra verkefna vegna fjarvinnslustöðva. Frá árinu 2018 hefur samgöngu­ og sveitarstjórnarráðherra veitt átta verkefnastyrki vegna fjar ­ vinnslu stöðva, á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018­2024. Markmiðið með framlögum er annars vegar að koma opinberum gögnum á stafrænt form og hins vegar að fjölga atvinnutækifærum á landsbyggðinni. Alls hefur verið úthlutað 133,6 milljónum króna fyrir árin 2018-2020 til sjö verkefna. Háskóli Íslands, rannsóknasetur á Ströndum hlaut styrk að upphæð tæplega 11 milljónir vegna verkefnis sem heitir Persónulegar heimildir: Myndir og minningar og snýst um að flokka ljósmyndir frá Ströndum, gamlar dagbækur á landsvísu og viðtöl úr Vesturheimi og nýrri viðtöl tekin á Ströndum. Þjóðskjalasafn Íslands fékk styrk að upphæð um 16,5 milljónir króna vegna skráningar sjómannatala. Ráða á í tvö störf á Bakkafirði og Raufarhöfn. Koma á opinberum gögnum á stafrænt form og gera þau aðgengileg fyrir almenning. Um er að ræða innslátt sóknarmanntala sem varðveitt eru í frumritum í Þjóðskjalasafni í leitarbæran gagn agrunn. Sóknarmanntölin eru frumheimildir um líf og störf Íslendinga frá 18.-20. öld. Þjóðminjasafnið hlaut einnig styrk að upphæð 4 milljónir króna til að vinna að fjarvinnsluverkefni við Menningarmiðstöð Þingey inga á Húsavík.Verkefnið felur í sér að tengja og nýskrá upplýs ingar um ljósmyndir sem varð veittar eru á Þjóðminjasafni í menningar- sögulega gagnasafnið Sarp og gera ljós myndirnar aðgengilegar almenningi. Um er að ræða fjórtán þúsund ljósmyndir og tilheyrandi lýsigögn. Þá fékk Sýslumaðurinn í Vest- manna eyjum tæplega 3,6 millj- ónir króna til að vinna að átaks- verkefni við skönnun skjala safns sýslumannsembættisins. Ráða á í hálft stöðugildi í eitt ár eða heilt stöðugildi í hálft ár. /MÞÞ Brothættar byggðir: Tvö ný sveitarfélög taka þátt Tvö ný byggðalög eru um þessar mundir að hefja þátttöku í byggða­ þróunar verk efninu Brothættar byggð ir í samstarfi við Byggða­ stofnun, lands hluta sam tök og heima aðila, en þetta eru Stöðvar­ fjörður og Dalabyggð. Verkefnið á Stöðvarfirði er komið af stað og var haldið íbúaþing þar fyrstu helgina í mars. Valborg Ösp Warén hefur verið ráðin verkefnisstjóri. Vinna við verk efnið í Dalabyggð er einnig hafin en þar verð ur íbúaþing haldið um komandi helgi. /MÞÞBúðardalur. Mynd / HKr. Stöðvarfjörður. Mynd / HKr. Skútustaðahreppur: Uppbygging hringrásarhag- kerfis Mývatnssveitar Fyrir nokkru var undirrituð samstarfsyfirlýsing á milli Skútu­ staða hrepps og Plast Garðars ehf. um samstarf við upp byggingu hringrásarhagkerfis Mývatns­ sveitar og tækifæri til að draga úr umhverfisáhrifum af matvæla­ framleiðslu svæðisins. Í þróun er verkefni með það að markmiði að minnka plastnotkun í landbúnaði með „Hey!rúlla“, margnota heyrúllupokum sem framleiddir verða í Skútustaðahreppi. Verkefnið er enn á þróunarstigi og stefnir Skútustaðahreppur á að fá prufupoka fyrir sumarið 2022. „Uppbygging hringrásar- hagkerfisins byggir í sinni einföldustu mynd á að nýta auðlindir svæðisins sem allra best og m.a. að flytja sem allra minnst inn á svæðið. Sem allra mest sé endurunnið og annað í þeim dúr,“ segir Helgi Héðinsson sveitarstjóri. /MHH Sveinn Margeirsson (t.v.) frá NÍN (Nýsköpun í norðri) og Garðar Finnsson frumkvöðull handsala hér samstarfsyfirlýsinguna. Mynd / Skútustaðahreppur Rauðisandur í Patreks fjarðar prestakalli: Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju Tryggvi Sveinn Eyjólfsson er yngsti meðhjálpari landsins því hann er aðeins 14 ára gamall. Hann býr á Patreksfirði en þjónar sem meðhjálpari í Saurbæjar kirkju á Rauðasandi í Patreks fjarðar- prestakalli hjá sr. Kristjáni Arasyni sóknarpresti. Faðir Tryggva Sveins og afi voru líka meðhjálparar á Rauðasandi og er Tryggvi Sveinn því þriðji ættliður og sá yngsti er tekur við keflinu. Þá var móðurafi hans prestur í Stafholti í Borgarfirði, sr. Brynjólfur Gíslason. /MHH Meðhjálparinn ungi, Tryggvi Sveinn, ásamt sr. Kristjáni Arasyni sóknarpresti. Mynd / Margrét Brynjólfsdóttir Heilbrigðisstofnunin á Blönduósi: Góðar gjafir frá Hollvinum Hollvinasamtök Heilbrigðis stofn­ un arinnar á Blönduósi færðu Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi veglegar gjafir nýverið. Um er að ræða þrjá hnakkastóla, hægindastól, þrjú útvarpstæki, mynda vél, hitabakstra og rafrænt píluspjald til notkunar á sjúkra- deildum. Andvirði gjafanna er ríflega 440 þúsund krónur. „Það er von Hollvinasamtakanna að búnaðurinn komi að góðum notum fyrir skjólstæðinga stofnunarinnar,“ segir á vef HSN. /MÞÞ Sigurlaug Þóra Hermannsdóttir, formaður Hollvinasamtakanna, afhendir Helgu Margréti Jóhannesdóttur, yfirhjúkrunarfræðingi HSN á Blönduósi, gjafirnar. Með á myndinni eru einnig Sigríður Stefánsdóttir, Guðmundur Finnbogason og Kári Kárason, sem sitja í stjórn Hollvinasamtakanna, ásamt Sigurbjörgu Helgu Birgisdóttur, deildarstjóra sjúkradeildar.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.