Bændablaðið - 12.05.2022, Qupperneq 12

Bændablaðið - 12.05.2022, Qupperneq 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. maí 202212 FRÉTTIR Innviðaráðherra: Úthlutar 35 milljónum til fjarvinnustöðva Sigurður Ingi Jóhannsson innviða­ ráðherra hefur úthlutað styrk­ j um að fjárhæð 35 milljónum króna til fjögurra verkefna vegna fjarvinnslustöðva. Frá árinu 2018 hefur samgöngu­ og sveitarstjórnarráðherra veitt átta verkefnastyrki vegna fjar ­ vinnslu stöðva, á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018­2024. Markmiðið með framlögum er annars vegar að koma opinberum gögnum á stafrænt form og hins vegar að fjölga atvinnutækifærum á landsbyggðinni. Alls hefur verið úthlutað 133,6 milljónum króna fyrir árin 2018-2020 til sjö verkefna. Háskóli Íslands, rannsóknasetur á Ströndum hlaut styrk að upphæð tæplega 11 milljónir vegna verkefnis sem heitir Persónulegar heimildir: Myndir og minningar og snýst um að flokka ljósmyndir frá Ströndum, gamlar dagbækur á landsvísu og viðtöl úr Vesturheimi og nýrri viðtöl tekin á Ströndum. Þjóðskjalasafn Íslands fékk styrk að upphæð um 16,5 milljónir króna vegna skráningar sjómannatala. Ráða á í tvö störf á Bakkafirði og Raufarhöfn. Koma á opinberum gögnum á stafrænt form og gera þau aðgengileg fyrir almenning. Um er að ræða innslátt sóknarmanntala sem varðveitt eru í frumritum í Þjóðskjalasafni í leitarbæran gagn agrunn. Sóknarmanntölin eru frumheimildir um líf og störf Íslendinga frá 18.-20. öld. Þjóðminjasafnið hlaut einnig styrk að upphæð 4 milljónir króna til að vinna að fjarvinnsluverkefni við Menningarmiðstöð Þingey inga á Húsavík.Verkefnið felur í sér að tengja og nýskrá upplýs ingar um ljósmyndir sem varð veittar eru á Þjóðminjasafni í menningar- sögulega gagnasafnið Sarp og gera ljós myndirnar aðgengilegar almenningi. Um er að ræða fjórtán þúsund ljósmyndir og tilheyrandi lýsigögn. Þá fékk Sýslumaðurinn í Vest- manna eyjum tæplega 3,6 millj- ónir króna til að vinna að átaks- verkefni við skönnun skjala safns sýslumannsembættisins. Ráða á í hálft stöðugildi í eitt ár eða heilt stöðugildi í hálft ár. /MÞÞ Brothættar byggðir: Tvö ný sveitarfélög taka þátt Tvö ný byggðalög eru um þessar mundir að hefja þátttöku í byggða­ þróunar verk efninu Brothættar byggð ir í samstarfi við Byggða­ stofnun, lands hluta sam tök og heima aðila, en þetta eru Stöðvar­ fjörður og Dalabyggð. Verkefnið á Stöðvarfirði er komið af stað og var haldið íbúaþing þar fyrstu helgina í mars. Valborg Ösp Warén hefur verið ráðin verkefnisstjóri. Vinna við verk efnið í Dalabyggð er einnig hafin en þar verð ur íbúaþing haldið um komandi helgi. /MÞÞBúðardalur. Mynd / HKr. Stöðvarfjörður. Mynd / HKr. Skútustaðahreppur: Uppbygging hringrásarhag- kerfis Mývatnssveitar Fyrir nokkru var undirrituð samstarfsyfirlýsing á milli Skútu­ staða hrepps og Plast Garðars ehf. um samstarf við upp byggingu hringrásarhagkerfis Mývatns­ sveitar og tækifæri til að draga úr umhverfisáhrifum af matvæla­ framleiðslu svæðisins. Í þróun er verkefni með það að markmiði að minnka plastnotkun í landbúnaði með „Hey!rúlla“, margnota heyrúllupokum sem framleiddir verða í Skútustaðahreppi. Verkefnið er enn á þróunarstigi og stefnir Skútustaðahreppur á að fá prufupoka fyrir sumarið 2022. „Uppbygging hringrásar- hagkerfisins byggir í sinni einföldustu mynd á að nýta auðlindir svæðisins sem allra best og m.a. að flytja sem allra minnst inn á svæðið. Sem allra mest sé endurunnið og annað í þeim dúr,“ segir Helgi Héðinsson sveitarstjóri. /MHH Sveinn Margeirsson (t.v.) frá NÍN (Nýsköpun í norðri) og Garðar Finnsson frumkvöðull handsala hér samstarfsyfirlýsinguna. Mynd / Skútustaðahreppur Rauðisandur í Patreks fjarðar prestakalli: Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju Tryggvi Sveinn Eyjólfsson er yngsti meðhjálpari landsins því hann er aðeins 14 ára gamall. Hann býr á Patreksfirði en þjónar sem meðhjálpari í Saurbæjar kirkju á Rauðasandi í Patreks fjarðar- prestakalli hjá sr. Kristjáni Arasyni sóknarpresti. Faðir Tryggva Sveins og afi voru líka meðhjálparar á Rauðasandi og er Tryggvi Sveinn því þriðji ættliður og sá yngsti er tekur við keflinu. Þá var móðurafi hans prestur í Stafholti í Borgarfirði, sr. Brynjólfur Gíslason. /MHH Meðhjálparinn ungi, Tryggvi Sveinn, ásamt sr. Kristjáni Arasyni sóknarpresti. Mynd / Margrét Brynjólfsdóttir Heilbrigðisstofnunin á Blönduósi: Góðar gjafir frá Hollvinum Hollvinasamtök Heilbrigðis stofn­ un arinnar á Blönduósi færðu Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi veglegar gjafir nýverið. Um er að ræða þrjá hnakkastóla, hægindastól, þrjú útvarpstæki, mynda vél, hitabakstra og rafrænt píluspjald til notkunar á sjúkra- deildum. Andvirði gjafanna er ríflega 440 þúsund krónur. „Það er von Hollvinasamtakanna að búnaðurinn komi að góðum notum fyrir skjólstæðinga stofnunarinnar,“ segir á vef HSN. /MÞÞ Sigurlaug Þóra Hermannsdóttir, formaður Hollvinasamtakanna, afhendir Helgu Margréti Jóhannesdóttur, yfirhjúkrunarfræðingi HSN á Blönduósi, gjafirnar. Með á myndinni eru einnig Sigríður Stefánsdóttir, Guðmundur Finnbogason og Kári Kárason, sem sitja í stjórn Hollvinasamtakanna, ásamt Sigurbjörgu Helgu Birgisdóttur, deildarstjóra sjúkradeildar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.