Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Side 4

Skessuhorn - 15.12.2021, Side 4
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 20214 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.877 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.348. Rafræn áskrift kostar 3.040 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.800 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Finnbogi Rafn Guðmundsson frg@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Auk þeirra skráðu efni í jólablað; Kolbeinn Óttarsson Proppé og Sigþór Bogi Eiríksson. Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Díana Ósk Heiðarsdóttir diana@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Genabanki íslensks matar Þegar þetta er skrifað er rétt vika í vetrarsólstöður, stysta dag ársins. Þeim degi fagna margir því í kjölfarið tekur dag að lengja að nýju, fyrst svo vart mælist en svo bætast mínúturnar við hver af annarri og hámarki nær svo birtan sex mánuðum síðar. Við sem búum í svo miklu myrkri stóran hluta ársins þurfum virkilega að hafa í huga að lýsa vel upp í kringum okkur. Tökum því fagnandi öllum jólaljósunum, jafnvel þótt þau séu neonblá eða fölbleik, og býsna langt frá þeirri mildu og fallegu birtu sem kertaljósið er. En á jólum gerum við okkur einnig dagamun í mat og drykk. Þegar valinn er hátíðarmatur er á allflestum heimilum stuðst við hefð- ir liðinna ára. Mjög margir eru vanafastir hvað það snertir. Elda mat sem þeir eru aldir upp við. Mat sem þarf kannski að hafa dálítið fyrir, nostra við í eldhúsinu. Svo eru reyndar aðrir sem fara ótroðnar slóðir í þessu og láta vana og viðjar fortíðar lönd og leið. Staðreyndin er sú að neysla og smekkur tekur breytingum og ekkert við því að segja. Líklega er ég af síðustu kyn- slóð þeirra sem kunna að meta gamla íslenska matinn, eins og foreldrarn- ir okkar og jafnvel foreldrar þeirra kunnu að meta. Höfðu jafnvel ekki val um annað. Sjálfur er ég vestfirskt ættaður og því er uppáhaldsmatur minn kæst skata og siginn fiskur. Matur sem verkaður var með þessum hætti af því þannig var hægt að geyma hann mánuðum saman, löngu fyrir tíma frystikistunnar. Í sveitum var meira lagt í súr í þeim tilgangi að maturinn varðveittist óskemmdur til næsta árs. Í sjálfu sér kann ég enga skýringu á þessari ást minni fyrir mat sem verk- aður er samkvæmt gömlum hefðum og aðferðum. Mínir bragðlaukar eru einfaldlega svona skrýtnir og í augljósri útrýmingarhættu. Í ljósi þess líkar þessum sömu bragðlaukum ekki við krydd sem gerð eru í heitum löndum Langtíburtistan. Löndum þar sem hlutverk kryddsins er fyrst og fremst að fela bágborin gæði þess hráefnis sem unnið er með. Þá er ég heldur enginn áhugamaður um misjafna meðhöndlun hvíta hveitisins í matargerð. Það kemur sér reyndar illa því flestir af þeim matsölustöðum sem opnaðir eru um þessar mundir eru einmitt flatböku- og brauðstangastaðir sem þykja fínni eftir því sem heiti þeirra er með útlenskara nafni. En einmitt slíkur matur er í mestu uppáhaldi hjá kolvetnakynslóðinni sem nú er að vaxa úr grasi. Því þarf maður líklega að lýsa þessu stríði sem töpuðu. Þegar breytingar í neyslu gerast á þessum hraða er ákveðin hætta á að matarhefð og verkunaraðferðir forfeðra okkar glatist. Upp er að vaxa önn- ur og jafnvel þriðja kynslóð fólks sem þekkir ekki þann mat sem bjarg- aði þjóðinni frá hungurdauða og hefur eðlilega ekki minnsta áhuga á við- fangsefninu. Við því er fátt að gera annað en að koma einhvern veginn í veg fyrir menningarlegt stórslys. Því legg ég það til að stofnað verði fyrirtæki, eða jafnvel sett á fót stofnun, sem fær það hlutverk að skrá, viðhalda og halda utan um matargerð fyrri tíma. Einskonar genabanki íslensks matar. Þá glatast þessi menning okkar ekki að eilífu. Kannski síðar meir mun vaxa úr grasi kynslóð sem fær hugsjón fyrir því að leggja sér til munns eitthvað annað og staðbetra en Piri-piri kjúkling, pizzur með pepperóní eða brauð- stangir úr hveitilími. Læt ég hér staðar numið við matarhugleiðingar. Ég vona að jólamatur- inn, hver sem hann verður, renni ljúflega niður. Að endingu óska ég lesend- um mínum til sjávar og sveita, gleðilegra jóla, ást og friðar. Hittumst á rit- vellinum á nýju ári. Magnús Magnússon Akraneskirkja: 19. des. – 4. sunnudagur í aðventu Íhugunarguðsþjónusta kl. 11 24. des. – Aðfangadagur Aftansöngur kl. 18 Miðnæturmessa með jólasöngvum kl. 23 25. des. – Jóladagur Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 1. jan. 2022 – Nýársdagur Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 Hallgrímskirkja í Saurbæ 24. des. – Aðfangadagur Aftansöngur kl. 23 Innra-Hólmskirkja 25. des. – Jóladagur Hátíðarguðsþjónusta kl. 15 31. des. – Gamlársdagur Hátíðarguðsþjónusta kl. 13.30 Leirárkirkja 25. des. – Jóladagur Hátíðarguðsþjónusta kl. 13.30 Aðventu- og jóladagskrá Garða- og Saurbæjarprestakalls Gleðilega hátíð! www.akraneskirkja.is Sóttvarnarhólf Kirkjunni verður skipt í sóttvarnarhólf samkvæmt fyrirliggjandi reglum. Vinsamlegast fylgið fyrirmælum starfsfólks þegar komið er til kirkju. Í gær var nýr búsetukjarni vígð- ur við hátíðlega athöfn í Ólafs- vík. Sveinn Þór Elinbergsson for- stöðumaður Félags- og skólaþjón- ustu Snæfellinga segir í samtali við Skessuhorn að þjónustuíbúða- kjarninn sé í nýrri byggingu við Ólafsbraut 62-64. Húsið er 441 fermetri að stærð og þar eru fimm einstaklingsíbúðir þar sem fatlað- ir einstaklingar munu búa í sjálf- stæðri búsetu með stuðningi FSS. Auk þess er starfsmannarými og sólskáli ásamt bílastæði og full- gerðri lóð. Verönd er fyrir framan hverja íbúð. Sveinn segir ennfrem- ur að bygging hússins sé fjármögn- uð af eigið fé félagsþjónustunnar, með stofnframlögum sveitarfélag- anna á Snæfellsnesi, stuðningi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Jöfnunarsjóði sveitarfélaga ásamt lántöku FSS hjá Lánasjóði sveitar- félaga. „Tilkoma byggingarinnar og stuðningur við sjálfstæða búsetu fatlaðs fólks til aukinna lífsgæða og þátttöku í samfélaginu er mikið framfaraspor og stærsti áfangi upp- byggingar þjónustunnar hér á Snæ- fellsnesi en á síðastliðnum árum hefur FSS byggt upp dagþjón- ustu- og hæfingarstöðvarnar Ás- byrgi í Stykkishólmi og Smiðjuna í Ólafsvík. Við yfirtöku sveitarfélaga á málaflokki fatlaðs fólks frá ríkinu í ársbyrjun 2012 var enga slíka þjón- ustuþætti utan ráðgjafar að finna hér á Snæfellsnesi. Við þau tíma- mót settu sveitarfélögin fimm hér á Snæfellsnesi metnaðarfulla stefnu um uppbyggingu þjónustuþátta málaflokksins og byggðasamlagi sveitarfélaganna. Félags- og skóla- þjónustunni var falin uppbyggingin og framkvæmd þjónustu í mála- flokknum,“ segir Sveinn. „Þessi þjónustuaukning og markmiðin sem að baki hennar stendur er því merkur áfangi í búsetuskilyrðum hér á Snæfellsnesi,“ bætir hann við. Stefnt er að því að ljúka megi öllum nauðsynlegum undirbún- ingi starfseminnar og fjármögn- un þeirra fyrir áramót svo hefja megi þjónustuna fljótlega á nýju ári. „Þegar hefur verið auglýst eft- ir starfsfólki en um er að ræða sól- arhringsþjónustu og verður þetta vaktavinnustaðar. „Jón Haukur Hilmarsson, þroskaþjálfi FSS, hef- ur verið ráðinn í starf forstöðu- manns ásamt því að gegna áfram starfi fagstjóra þjónustuþátta mála- flokksins hér á Snæfellsnesi,“ segir Sveinn að endingu. af Vígsludagur búsetukjarna í Ólafsvík Sveinn Þór Elinbergsson og Jón Haukur Hilmarsson. Búsetukjarninn við Ólafsbraut 62-64.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.