Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Side 6

Skessuhorn - 15.12.2021, Side 6
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 20216 Óviðræðuhæfur ökumaður BORGARFJ.: Á þriðjudag í síðustu viku gerðist það að tve- ir bílar óku það nálægt hvor öðrum þegar þeir mættust að speglar þeirra rákust saman og brotnuðu. Atvikið átti sér stað síðdegis á þriðjudag í síðustu viku. Óskað var eftir aðkomu lögreglu en sá sem tilkynnti um atvikið sagði hinn aðilann óviðræðuhæfan. Þegar lögregla kom á staðinn kom í ljós að sá aðili var erlendur ferðamaður. Enginn meiddist í óhappinu og ekki urðu frekari eftirmálar af því. -frg Lögregla fundaði með svæðisstjórn AKRANES: Lögreglan á Vest- urlandi fundaði í síðustu viku með svæðisstjórn björgunar- sveitanna á svæði 4 sem nær yfir Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og hefur aðsetur á Akranesi. Til fundarins mættu formenn og fulltrúar björgunarsveitanna og lögreglustjórinn á Vesturlandi með sínu fólki. Lögreglan fékk kynningu á starfseminni og hin- um ýmsu tækjum sem sveitirn- ar hafa yfir að ráða. Þessir að- ilar þurfa oft að starfa saman á vettvangi og þarf lögregla oft að stóla á sveitirnar. Var heim- sóknin liður í að efla tengslin. -frg Féll úr stiga VESTURLAND: Á miðviku- dag voru lögregla og sjúkra- lið kölluð að sumarbústað í Eyrarskógi í Svínadal. Þar hafði maður sem vann við ný- byggingu fallið um þrjá metra úr stiga. Maðurinn var nokkuð lemstraður og var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild. -frg Grunaður um ölvunarakstur BORGARFJ.: Lögreglumenn stöðvuðu för ökumanns á Vest- urlandsvegi í Borgarfirði fyrir of hraðan akstur. Við athugun vaknaði grunur um akstur und- ir áhrifum ávana- og fíkniefna. Var ökumaðurinn handtekinn og fór mál hans í hefðbundið ferli. -frg Tekinn á 143 kílómetra hraða VESTURLAND: Ökumaður var stöðvaður á 143 kílómetra hraða á Vesturlandsvegi neð- an við Ölver í hádeginu á mið- vikudaginn í síðustu viku. Hann náði sér í þrjá punkta og 150 þúsund króna sekt. -frg Bílvelta á Snæfellsnesi SNÆFELLSN: Ökumaður á leið vestur Snæfellsnesveg síð- degis á föstudag í síðustu viku lenti í að velta bíl sínum. Ök- umaðurinn sem ekki hafði átt- að sig á hálku á veginum. Hann kenndi sér ekki eymsla eftir veltuna. -frg Næsta blað á nýju ári SKESSUHORN: Starfsfólk Skessuhorns fer nú í nokkurra daga jólafrí, en verður að störf- um á skrifstofu milli jóla og nýárs. Fyrsta tölublað á nýju ári kemur út miðvikudaginn 5. jan- úar. Þar verður m.a. lýst kjöri Vestlendings ársins. -mm Fjölskyldufaðir datt í lukkupottinn VESTURLAND: Síðastliðinn föstudag var dregið í Happ- drætti Háskóla Íslands. Happ- drættið hafði boðað að dreginn yrði út stærsti vinningur í sögu happdrættisins, 110 milljón- ir króna. Það varð til að margir freistuðu gæfunnar og keyptu miða skömmu fyrir stóra út- dráttinn. En sá heppni reyndist einstaklingur sem spilað hef- ur í happdrætti HHÍ í áratugi. Hann er í tilkynningu frá HHÍ sagður fjölskyldufaðir af Vest- urlandi, en ekki fylgja nánari upplýsingar um þann heppna, honum til láns. -mm Kosið 12. febrúar SNÆFELLSNES: Samstarfs- nefnd um sameiningu Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæ- fellsbæjar hefur unnið greinar- gerð um sameiningu sveitar- félaganna. Með vísan til þeirrar greiningar er það álit nefndar- innar að fram skuli fara at- kvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélaganna um samein- ingu sveitarfélaganna í eitt. At- kvæðagreiðsla um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna fer fram laugardaginn 12. febrúar í báðum sveitarfélögunum. -mm Í síðustu viku afhentu fulltrúar úr Kiwanisklúbbnum Þyrli á Akra- nesi Mæðrastyrksnefnd Akraness peningagjöf. Klúbburinn hefur í áravís verið árlegur stuðningsað- ili Mæðrastyrksnefndar. Jafnvel þótt að félagsstarf Þyrils hafi ver- ið með minnsta móti frá því kóvid faraldurinn hófst, og því litlu ver- ið safnað í gjafasjóð, náðu klúbbfé- lagar að öngla saman 250 þúsund krónum sem þeir færðu Mæðra- styrksnefnd. Að sögn fulltrúa Mæðrastyrksnefndar verður þess- um fjármunum, ásamt öðru styrkj- um og gjöfum, ráðstafað í jólaút- hlutun Mæðrastyrksnefndar sem fer fram á morgun, fimmtudaginn 16. desember. Í mörg horn að líta Skessuhorn ræddi stuttlega við þær Maríu Ólafsdóttur og Sig- ríði Helgu Einarsdóttur sem eru í forsvari fyrir Mæðrastyrksnefnd Akraness. Þær segja að umsókn- ir skjólstæðinga þeirra séu 103 að þessu sinni, svipaður fjöldi og í fyrra þegar 106 fengu úthlut- að í jólaúthlutun nefndarinn- ar. Þær segja fyrri hluta desember mesta annatímann hjá nefndinni. Þá þurfi m.a. að kalla inn umsókn- ir og fara yfir hvort að viðkom- andi eigi rétt á styrk. Umsækjend- ur þurfa að framvísa búsetuvottorði og afriti úr staðgreiðsluskrá. Þegar svo liggur fyrir hversu margir eru styrkhæfir hefst vinna við pantan- ir á mat, kaup á inneignarkortum í matvöruverslanir og fleira. Þær María og Sigríður Helga segja að margir, einstaklingar sem fyrirtæki, hafi stutt nefndina að þessu sinni. Langstærsti styrkurinn komi hins vegar frá Kaupfélagi Skagfirðinga sem sendi þeim fjölbreytt úrval af mat. „Söfnunin hefur gengið mjög vel núna. Eiginlega er maður klökkur og hrærður yfir þeim sam- hug sem KS er að sýna. Þeir gefa út lista af mat sem við merkjum ein- faldlega við á og þeir senda okk- ur matvælin þann dag sem hent- ar. Þetta gerði KS einnig í fyrra og við tókum eftir því að margir skjól- stæðingar okkar urðu hissa á rausn- arskapnum. Bæði peningagjafir sem Mæðrastyrksnefnd berast, aðrar matargjafir og ýmis liðveisla gerir okkur svo kleift að aðstoða þá sem þurfa,“ segja María Ólafsdóttir og Sigríður Helga Einarsdóttir. Með- al stórra styrkja sem nefndin hefur úr að spila má nefna eina milljón frá Norðuráli, styrk frá ríkisstjórninni og fjölmarga fleiri, meðal annars kiwanisklúbbnum. Fyrir þá sem vilja styrkja Mæðra- styrksnefnd með fjárframlögum er bankareikningur nefndarinnar: 0552-14-402048 og ke mm Þessa dagana er undirbúning- ur í fullum gangi fyrir athafnir og tónleika á aðventunni í Grundar- firði. Staðan virðist því miður vera sú sama og fyrir ári síðan þegar athafnir og viðburðir voru sendar út á samfélagsmiðlum svo fólk gæti notið þeirra heima. Eftir covid- bylgjuna sem herjaði á Grund- firðinga síðustu vikur var tekin ákvörðun um að taka aftur upp með þessum hætti. Þegar fréttaritari leit við í Grundarfjarðarkirkju í vik- unni sem leið mættu honum fall- egir hljómar þegar upptökur voru í gangi fyrir eina aðventumessuna. Þó svo að ástandið sé orðið töluvert betra er þó aldrei of varlega farið. tfk Upptökur í kirkjunni Mæðrastyrksnefnd berast gjafir í aðdraganda jólaúthlutunar Frá afhendingu peningagjafar Kiwanisklúbbsins Þyrils. F.v. Ingimar Hólm, Halldór Fr. Jónsson, María Ólafsdóttir og Sigríður Helga Einars- dóttir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.