Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Side 12

Skessuhorn - 15.12.2021, Side 12
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 202112 SK ES SU H O R N 2 02 1 Akraneskaupstaður yfir jól og áramót Athugið að opnunartími er hefðbundinn fyrir utan eftirfarandi daga: Akranesviti 24.-26. desember Lokað 31. desember til 1. janúar Lokað Bæjarskrifstofa 24.-26. desember Lokað 31. desember Lokað Bókasafn Akraness 24.-25. desember Lokað 31. desember - 1. janúar Lokað Íþróttamiðstöðin og Jaðarsbakkalaug 23. desember 06:00-18:00 24. desember 08:00-11:00 25.-26. desember Lokað 31. desember 08:00-11:00 1. janúar Lokað Bjarnalaug Lokað frá 19. desember til og með 3. janúar 2022. Íþróttahús Vesturgötu 23. desember 07:00-15:00 24.-26. desember Lokað 31. desember-2. janúar Lokað Guðlaug 24.-26. desember Lokað 31. desember Lokað 1. janúar Lokað Fóru undarlega leið á Skessuhorn VESTURLAND: Neyðar- línu barst tilkynning síðdegis á laugardag um að fólk á leið á Skessuhorn valdi til þess undar- lega leið. Það voru bændur sem áhyggjufullir létu vita af ferð- um fólksins enda vont veður framundan. Ekki spurðist þó af neinum vandræðum göngu- fólksins en gott að vita að bænd- ur fylgist vel með og beri hag göngufólks fyrir brjósti. -frg Viðurkenndi að hafa reykt kannabis VESTURLAND: Lögreglu- menn í umferðareftirliti stöðv- uðu ökumann aðfararnótt laugardags. Viðurkenndi ök- umaður að hafa reykt kanna- bis kvöldið áður. Hann svaraði neikvætt á fíkniefnaprófi. Hins vegar kom í ljós að hann var ekki með gild ökuréttindi og fær því sekt í samræmi við það. -frg Fíkniefnaakstur AKRANES: Lögreglumenn í umferðareftirliti stöðvuðu öku- mann á Akrafjallsvegi á sunnu- daginn. Reyndist ökumaður hafa ekið undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Hann var handtek- inn og fór mál hans hefðbundna leið. -frg Ók yfir skólalóð AKRANES: Síðdegis á sunnu- dag barst lögreglu tilkynning um glæfralegt aksturslag öku- manns á lóð Brekkubæjarskóla. Börn sem voru að leik á lóðinni voru talin í mikilli hættu vegna akstursins. Lögregla hafði upp á ökumanni sem sagðist gera sér grein fyrir því að ekki ætti að aka bílum á skólalóðum. Sak- ir ungs aldurs ökumanns var haft samband við foreldra öku- mannsins. -frg Tilkynnt um ölvunarakstur frá Baldri STYKKISHÓLMUR: Á sunnudagskvöld barst lögreglu tilkynning um ölvaðan öku- mann sem ekið hefði frá Breiða- fjarðarferjunni Baldri. Lög- reglumenn stöðvuðu ökumann- inn. Ökumaðurinn viðurkenndi að hafa drukkið einn bjór en blés þó undir viðmiðunarmörk- um um áfengismagn. Honum var gerð grein fyrir því að ekki mætti aka eftir neyslu áfengis. Hann lofaði að aka ekki meira það kvöldið. -frg Keyrði á strætó sem hafnaði utan vegar VESTURLAND: Á mánudag var hvítum smábíl ekið utan í strætó á Snæfellsnesvegi með þeim afleiðingum að strætóinn hafnaði utan vegar. Enginn slas- aðist í óhappinu. Smábíllinn var ekið í vestur frá Borgarnesi og var ekki fundinn þegar blaðið fór í prentun. -frg Síðastliðinn miðvikudag undir- rituðu 13 fyrirtæki og stofnan- ir viljayfirlýsingu um stofnun Líf- tæknismiðju á Breið nýsköpunar- setri á Akranesi. Þeir sem standa að stofnuninni eru í stafrófsröð: Akraborg ehf.,, Algó ehf., Breið þróunarfélag ses., Brim hf., Efna- greining ehf., Háskóli Íslands, Landbúnaðarháskóli Íslands, Lok- inhamrar ehf., Norðanfiskur ehf., Norður ehf., Orkídea ses., Sedna biopack ehf. og Vignir G. Jónsson hf. Lýsa þessir aðilar yfir vilja sín- um til að eiga samstarf um og að styðja við að í Breið nýsköpunar- setri verði stofnuð líftæknismiðja. Markmið með uppbyggingu líf- tæknismiðju er að skapa samvinnu- rými þar sem frumkvöðlar, stofn- anir og fyrirtæki, sem stunda rann- sóknir úr lífmassa, geti haft að- stöðu til rannsókna og þróunar á uppskölunaraðferðum. „Mikilvægt er að geta tekið grunnrannsóknir yfir á hagnýt- ingarstig. Svo slíkt sé hægt þarf oft að prófa aðferðir með dýrum og plássfrekum tækjum sem þurfa sérhæfða aðstöðu. Þetta er mörg- um, sem stunda grunnrannsókn- ir, ofviða þar sem þeir hafa hvorki aðstöðu né fjármagn til að halda rannsóknum áfram. Með tilkomu líftæknismiðju geta allir, sem þess óska, fengið aðgang að samvinnu- rýminu til lengri eða styttri tíma til þess að þróa hugmyndir sína áfram við góðar aðstæður og með nauðsynlegum tækjabúnaði,“ segir í tilkynningu. Markmiðið er að stofnuð verði kvik og aðlaðandi aðstaða fyr- ir frumkvöðla á sviði líftækni. „Byggð verður upp líftæknismiðja, aðstaða sem býður upp á lifandi starfsemi í rými sem er sérútbúið fyrir það rannsóknar- og þróunar- starf sem færi fram á sviði lífmassa. Aðgengi að grunntækjum verður til staðar og aðstaða fyrir sérhæfð tæki verður til staðar á ákveðnum tímum. „Stutt verður við rann- sóknir á lífmassa og tengdum ver- kefnum með sköpun nýrrar þekk- ingar og hagnýtingar hennar sem er lykill að lífsgæðum og auðugu mannlífi til framtíðar. Áhersla á rannsóknir á hafinu og nýsköp- un hefur aldrei verið mikilvægari. Miklar umhverfisbreytingar eiga sér stað í heiminum í dag og er áríðandi að efla grunnrannsóknir til að ná þeim yfir á hagnýtingar- stig. Líftæknissmiðjan á Breið mun auka möguleika frumkvöðla í þeirri vegferð,“ segir í tilkynningu frá stofnaðilum. mm Viljayfirlýsing um stofnun Líftæknismiðju á Breið Fulltrúar þeirra 13 samstarfsaðila sem standa að stofnun Líftæknismiðju á Breið. Ljósm. aðsend. Um miðja síðustu viku hófst vinna við reisingu á fyrstu sperr- um nýrrar björgunarmiðstöðv- ar Brákar við Fitja í Borgarnesi. Nú er draumur björgunarsveitar- fólks að náist að loka hluta af hús- inu fyrir jól þannig að sala flug- elda milli jóla og nýárs geti farið þar fram. „En við erum samt búin að tryggja okkur húsnæði annars- staðar ef það tekst ekki,“ segir Einar G Pálsson stjórnarmaður í Brák í samtali við Skessuhorn. Nýja húsið verður um 760 fer- metrar að stærð, en þar verður m.a. fundasalur, búningaaðstaða, búnaðargeymsla og tækjasalur. Auk þess verður þar skrifstofa sem hægt verður að nota sem að- stöðu fyrir aðgerðastjórn í stærri björgunaraðgerðum. Húsið er reist með límtréssperrum og klætt yleiningum frá Límtré Vírneti. Áætlanir björgunarsveitarmanna eru að byggingu hússins og frá- gangi ljúki síðar í vetur. Einar segir að búið sé að tryggja láns- fjármögnun vegna byggingarinn- ar en stærsti óvissuþáttur í verk- efninu er vissulega sala á gömlu björgunarmiðstöðinni í Brákarey. Hún er nú auglýst til sölu fyrir 66 milljónir. Minnt er á söfnunarreikn- ing Brákar fyrir húsbygginguna. Hann er: 0326-22-2220, kt. 570177-0369. mm/ Ljósm. Jakob Guðmundsson Sperrur nýrrar björgunarmiðstöðvar Brákar að rísa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.