Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Side 26

Skessuhorn - 15.12.2021, Side 26
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 202126 Máltækið „þá mega jólin koma fyrir mér“ er oft viðhaft þegar dregur nær jólum. Hvað er það sem fólki finnst að verði að vera hluti af jólaundirbúningnum og jólunum sjálfum? Hvaða hefðir og venj- ur finnst fólki ómissandi en það getur ver- ið bæði persónubundið og eitthvað sem fjölskyldurnar gera saman? Við heyrðum í nokkrum Vestlendingum og spurðum; hvað er nauðsynlegt að gera í aðdraganda jóla? Anna Sólrún Kolbeinsdóttir, Borgarnesi Rifur á jólapökkunum „Jólin mega koma þegar heimilisfólk er ný- baðað og komið í sitt fínasta púss. Krakkarn- ir um það bil að missa vitið af spenningi, búin að krumpa alla pakka og jafnvel gera örlitl- ar rifur hér og þar – rétt aðeins til að kíkja. Ilmurinn úr eldhúsinu er svo að æra bragð- laukana úr tilhlökkun og vel valin jólalög eru spiluð með sósusmökkuninni. Þá mega jólin koma fyrir mér.“ Íris Gunnarsdóttir, Borgarnesi Upplifir jólin í gegnum dæturnar „Jólin mega koma þegar húsið er skreytt og árlegi sörubaksturinn er búinn hjá tengda- mömmu. Annars elska ég desember, að upp- lifa jólin í gegnum stelpurnar mínar þrjár er það allra besta.“ Jón Arnar Sigurþórsson, Borgarnesi Desember skemmtilegasti mánuðurinn „Hef alltaf verið mikið jólabarn og finnst desember skemmtilegasti mánuðurinn. Jólabaksturinn, jólaljósin, jólatónlist og skemmtilegar hefðir með fjölskyldu og vinum halda mér í jólaskapi allan desember. En jóla hátíðin byrjar af alvöru fyrir mér þegar við fjölskyldan göngum til kirkju á aðfangadag.“ Kristján J. Pétursson, Borgarnesi Jólakveðjur á Rás 1 „Þegar búið er að sjóða skötuna og síðan hangikjötið, setja allt hreint og nýtt á rúmin og þegar jólakveðjurnar á Rás 1 eru lesnar á Þorláksmessu og búið er að kveikja á kertum á leiðum hjá látnum ástvinum á aðfangadegi jóla, þá mega jólin koma fyrir mér.“ Hugrún Björt Hermannsdóttir, Hvanneyri Þegar grauturinn er reddý „Þegar ég var yngri þá gerði mamma alltaf jólagraut með karamellu sósu, þegar hann var tilbúinn þá vissi ég að jólin væru kom- in. Ennþá daginn í dag held ég upp á það og geri minn eigin graut eftir hennar uppskrift. Þegar grauturinn er reddý þá mega jólin koma.“ Eyþór Óli Frímannsson, Akranesi Þegar ég finn lykt af rjúpunni í ofninum „Sem elsta barn og jafnframt skilnaðarbarn hafa jólin einkennst af jólaspretthlaupi á yngri árum á milli jólaboða. Hins vegar eft- ir að við stofnuðum sjálf fjölskyldu þá höf- um við reynt að vera með lítil kósý jól heima við án spretthlaups. Jólaskreytingar, pipar- kökuhús, hreyfidagatal og jólabíómyndir er góður undirbúningur svo halda megi jólin með góðri samvisku. Þegar ég finn svo lykt af rjúpunni í ofninum hellist yfir mig jólaandinn af fullum þunga. Eftir að hafa eytt jólum í Svíþjóð hjá litlu systur, þá höfum við reynt að hafa jólamatinn um þrjú leytið á aðfangadag eins og Svíarnir gera. Það hentar mun bet- ur fyrir smáfólkið. Umfram allt að muna að þessi hátíð er fyrir unga fólkið og að hitta sitt uppáhaldsfólk. Þá getur þetta ekki klikkað.“ Sunna Rós Þorsteinsdóttir, Akranesi Best að vera með fjölskyldunni yfir góðum mat „Ég er svo mikill mínimalisti svo ég skreyti alls ekki mikið en jólin hefjast hjá mér í seinna lagi því ég er alltaf á síðasta snúningi með allt eins og venjan er í góðri jólamynd. Það sem ég elska við jólin er hinn árlegi Ris a la mande grautur sem mamma gerir og hver fær möndluna hverju sinni. Best er þó að vera með fjölskyldunni yfir góðum mat og kannski góð jólamynd að kvöldi til! Flóknara þarf þetta ekki að vera og gleðileg jól.“ Gerður Yrja Ólafsdóttir, Hvalfjarðarsveit Upplifi ánægjuna á ný gegnum börnin „Jólin koma víst alltaf á réttum tíma, hvort sem við erum tilbúin eða ekki. Mín stemning í desember er oftast að eiga sem mest eftir að gera og helst á síðustu stundu. Týna svo ein- hverju og þurfa að kaupa það aftur. Gleyma að senda eitthvað út á land og redda því svo á milli jóla- og nýárs. Jólaljósin fá þó að fara upp sem fyrst heima hjá okkur og mikið af þeim, þau lísa svo mikið upp skammdegið og fyrir mér mættu þau loga út janúar og febr- úar. Ein jólalegasta minningin mín frá Akra- nesi þegar ég var lítil var að taka rúnt með fjölskyldunni og skoða jólaljósin í bænum og nú geri ég það með mínum börnum. Mestu skiptir er að njóta þessa tíma, ég elska allan jólaundirbúning og lærði það alveg upp á nýtt við að verða móðir sjálf hvað þetta er skemmtilegur tími með börnunum, baka saman, sækja tré út í skóg, fá í skóinn, opna dagatölin alla morgna, vaka lengur, allt þetta verður gaman á ný í gegnum blessuð börnin.“ Jóna Björk Ragnarsdóttir, Grundarfirði Jólahús á bakkanum „Fyrir nokkrum árum þegar barnabörn- in fóru að koma ákváðum við hjónin að búa til góðar minningar um jólahús á bakkan- um. Við eigum lítinn kofa á lóðinni sem við skreytum eftir árstíðum. Í nóvember byrj- um við að skreyta í anda jólanna með skrauti úr ýmsum áttum. Frá tengdamóður minni, mæðrum tengdadætra og hlutum sem okk- ur hefur áskotnast í gegnum tíðina. Svo erum við afskaplega heppin að hafa góð sambönd við jólasveinana úr Helgrindum. Þeir koma við hjá okkur á leið til byggða á aðventunni með litla pakka. Við kveikjum varðeld fyrir stóru krakkana sem grilla sykurpúða og heitt kakó fyrir þá sem það vilja. Þetta hefur stækk- að ár frá ári og þykir okkur vænt um að heyra að þetta sé hluti af jólahefð fólks úr bænum. Eftir þetta þá mega jólin koma fyrir mér.“ Nadine Elisabeth Walter, Stykkishólmi Elskar malt og appelsín „Eftir meira en 20 ár á Íslandi get ég ekki hugsað mér að geta ekki blandað íslenskum og þýskum hefðum saman. Í minni fjölskyldu byrjum við jólin með skötu á Þorláksmes- su, reyndar borðum við hana ekki heima, við förum frekar eitthvað annað til að sleppa við lyktina. Ég hef haldið í mína þýsku hefð að byrja aðfangadag með því að taka inn jóla- tréð, það verður að vera lifandi þar sem við vorum alltaf með svoleiðis þegar ég var barn og við skreytum ALLTAF tréð á aðfanga- dagsmorgun. Svo er síðasti jólaundirbún- ingurinn að byrja að elda og keyra út jólakort eftir íslenskri hefð. Klukkan 18 eru svo jólin komin. Það sem ég sakna mest frá Þýskalandi er hátíðleg messa fyrir klukkan 18 þannig að við reynum að hafa notalega samverustund áður en klukkan slær sex. Jólamaturinn hef- ur verið mismunandi, hamborgarhryggur eða kalkúnn. Á jóladag get ég ekki hugsað mér að vera án hangikjöts, kartaflna, uppstúfs og malt og appelsíns. Það eina sem ég sleppi, hvort sem þið trúið því eða ekki, þá eru það ORA græna baunir, þetta eru jólin fyrir mér.“ „Þá mega jólin koma fyrir mér“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.